Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2006, Blaðsíða 10

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2006, Blaðsíða 10
Valgerður Katrín Jónsdóttir / valgerdur@hjukrun.is LANGAÐI TIL AÐ „VERÐA EITTHVAÐ" segir Bergljót Líndal, heiðursfélagi FÍH Bergljót Líndal segir það hafa verið afar praktíska hugsun hjá sér að velja hjúkrun sem starfsvettvang en bætir við að hún hafi séð sjálfa sig fyrir sér sem hjúkrunarkonu þegar hún var lítil stúlka þegar hún var að hugsa um framtíðarstarfið. Hún er yngsta barn hjónanna Theodórs Líndals, prófessorsílögfræði, og Þórhildar Briem húsfreyju og segir að það hafi þótt sjálfsagt í fjölskyldu hennar að hún gengi menntaveginn eins og eldri systkinin þrjú og lyki stúdentsprófi. „Ég var vissulega af forréttindastétt hvað þetta varðar. Það þótti svo sjálfsagt að það var aldrei rætt.“ Það hafi þó almennt ekki verið sjálfsagt að stúlkur færu í menntaskóla því að stundum var sagt að þær köstuðu menntun sinni á glæ ef þær giftu sig og urðu heimavinnandi húsmæður og héldu ekki áfram námi. „Ég hef alltaf verið ákaflega ósátt við þá skoðun því að góð menntun er einhver besti grunnur undir lífið sem hugsast getur. Það var aldrei neitt vafamál hjá mér að fá þennan góða grunn hvað svo sem tæki við eftir stúdentspróf," segir hún þar sem hún situr á skrifstofu ritstjóra Tímarits hjúkrunarfræðinga eftir að hafa fengið sér göngu að heiman sem hún segir vera sína líkamsrækt undanfarin ár. Það er meðvituð ákvörðun hjá henni að eiga ekki bfl, hún hefur gengið í vinnu og heim aftur árum saman og leggur fyrir þá peninga sem sparast. 8 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 4. tbl. 82. árg. 2006
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.