Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2006, Blaðsíða 42
Sigrún K. Barkardóttir, Heilsugæslunni í Glæsibæ / sigrun.barkardottir@glaesib.hg.is
Ragnheiður Elísdóttir, Miðstöð heilsuverndar barna
Geir Gunnlaugsson, Miðstöð heilsuverndar barna
HEILSUVERND BARNA OG FRÆÐSLA UM ÁFENGI OG VÍMUEFNI
Könnun meðal hjúkrunarfræðinga, Ijósmæðra og lækna
Útdráttur
Tilgangur: Að kanna viðhorf, þekkingu og fræðslu um
áfengi og vímuefni í heilsuverndarstarfi og viðhorf til forvarna
meðal hjúkrunarfræðinga, lækna og Ijósmæðra á heilsu-
gæslustöðvum.
Efniviður og aðferðir: Spurningalisti var sendur á allar heilsu-
gæslustöðvar í landinu. Þátttakendur voru hjúkrunarfræðingar,
Ijósmæður og læknar sem sinntu heilsuverndarstarfi.
Niðurstöður: Þátttakendur voru 116. Umfang stöðugilda
var mismunandi eftir því hvort um starf í mæðravernd,
ung- og smábarnavernd eða skólaheilsugæslu var að ræða.
Nánast öllum fannst fræðsla um áfengi og vímuefni mikilvæg.
Góð þekking á málefninu var almenn en margir myndu
nýta sér námskeið til að auka færni sína. Einstaklings- og
fjölskyldufræðsla ásamt bæklingum voru algengustu aðferðir
við fræðslu og voru ásamt myndböndum og hópfræðslu talin
hentugustu fræðsluaðferðirnar. Tæplega helmingur svarenda
taldi forvarnir meðal barna og unglinga vera líklegastar til
árangurs sem og fræðsla til foreldra um aga og uppeldi.
Ályktun: Niðurstöðurnar benda til að auka þurfi vægi fræðslu
um áfengi og vímuefni innan heilsugæslunnar og stuðning við
foreldra í uppeldisstörfunum til að styðja við forvarnir gegn
áfengi og vímuefnum.
Lykilorð: Áfengi og vímuefni, heilsugæsla, fræðsla, þekking,
fræðsluefni.
Abstract
Aim: To study how primary health care professionals in lceland
provide alcohol and drug education within preventive health
services for families and children.
Methods: A questionnaire was sent to all health care centres in
lceland. Þarticipants were nurses, midwives and physicians.
Results: Participants in the study were 116. Almost all felt
alcohol and drug education was important and should be
started early. Most felt their knowledge was good, but more
training would be useful. Individual and family education and
brochures were regarded as the most relevant methods for
health information along with group education. About half of the
participants considered that alcohol and drug prevention among
children and adolescents and parental training for disciplining of
children for parents were the most likely methods for successful
prevention.
Conclusion: The results indicate that more emphasis should
be placed upon education and counselling on alcohol and
drugs within primary health care, as well as parental training
for discipling of children.
Key words: Alcohol and drugs, primary health care, health
information, knowledge, education material.
Inngangur
í heilbrigðisáætlun til ársins 2010, sem samþykkt var á Alþingi
árið 2001, eru áfengis-, vímuefna- og tóbaksvarnir eitt af
sjö mikilvægustu forvarnaverkefnum heilbrigðisþjónustunnar
(Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 2001). Eitt fjögurra
undirmarkmiða þessa meginmarkmiðs er að draga úr
áfengis- og vímuefnaneyslu fólks undir lögaldri um 25%.
í nýrri rammaáætlun Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar á
Evrópusvæðinu er það sögð siðferðileg skylda aðildarríkjanna
að veita fræðslu um áhrif áfengisneyslu á heilsufar, fjölskyldulíf
og samfélagið (WHO, 2006). Margir aðilar og ýmsar stofnanir
hér á landi koma að forvarnavinnu í þessum málaflokki og er
mikilvægt í Ijósi þess sem að ofan greinir að leita leiða til að
gera hana öfluga og markvissa, sérstaklega hvað varðar börn
og fjölskyldur þeirra.
Áfengis- og vímuefnaneyslu móður gætir strax á meðgöngu og
getur haft áhrif til lengri tíma á heilsu barnsins, vitsmunaþroska
þess og hegðun (Laegreid o.fl., 2005). Áhrif áfengis á fóstur
eru vel skilgreint heilkenni (e. alcohol fetal syndrome) og
tengjast ofneyslu á meðgöngu. Einnig er talið að neysla tóbaks
og annarra vímuefna á meðgöngu geti haft langtímaáhrif á
heilsu barna (Cornelius o.fl., 2001; Minnes o.fl., 2006).
Viðtekin viðhorf í samfélaginu hafa áhrif á áfengis- og
vímuefnaneyslu barna- og unglinga en sölubann og hátt verð
áfengis dregur úr áfengisneyslu þessara aldurshópa (Foxcroft
og Lowe, 1991; Flay, 2000). Rannsóknir sýna að eftir því sem
börn eru yngri þegar þau drekka fyrsta sopann eykst hættan á
áfengisvandamáli við 17 og 18 ára aldur (Hawkins o.fl., 1997).
Börn með erfiða og andfélagslega hegðun við 10, 14 og 16 ára
aldur eru auk þess líklegri til að eiga við áfengisvanda að stríða
21 árs gömul (Guo o.fl., 2001).
Umhyggja, aðhald og eftirlit foreldra er talið hafa áhrif á
vímuefnanotkun barna (Foxcroft og Lowe, 1991; Flay, 2000).
Rannsókn hér á landi frá 2001 sýnir m.a. að þeir nemendur í
8. bekk, sem töldu sig eiga frekar eða mjög erfitt með að fá
hlýju frá foreldrum sínum, voru þrisvar sinnum líklegri til þess
að hafa orðið ölvaðir 30 dögum fyrir rannsóknina en nemendur
sem áttu frekar eða mjög auðvelt með að fá umhyggju og hlýju
frá foreldrum sínum (Svandís Nína Jónsdóttir o.fl., 2002).
Frá 1995 hafa verið gerðar kannanir reglulega (á fjögurra
ára fresti) á vímuefnanotkun skólanema í 35 Evrópulöndum,
þ.á.m. íslandi. Árið 2003 var könnunin síðast lögð fyrir og
sýndu niðurstöður að 75% nemenda í 10. bekk á íslandi höfðu
einhvern tíma smakkað áfengi (Hibell o.fl., 2004). Rúmlega
40
Tímarit hjúkrunarfræðinga - 4. tbl. 82. árg. 2006