Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2006, Blaðsíða 23

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2006, Blaðsíða 23
FRÆÐSLUGREIN Að styðja og styrkja fjölskyldur í gegnum fyrirséða og ófyrirséða atburði Meðal þeirra klínísku leiðbeininga, sem samdar hafa verið af kanadísku hjúkrunarfræðingunum, eru leiðbeiningar sem miða að því að styðja og styrkja fjölskyldur í gegnum fyrirséða og ófyrirséða atburði í lífi hennar. í lífshlaupi hverrar fjölskyldu má gera ráð fyrir einhverjum breytingum vegna fyrirséðra atburða, svo sem að verða foreldri, breytast úr barni í ungling, hætta vinnu vegna aldurs eða þegar aldraður ættingi fellur frá. Þegar ófyrirséðir atburðir henda fjölskylduna, svo sem að einhver í fjölskyldunni greinist með iangvinnan sjúkdóm eða þarfnist aðstoðar vegna heilsubrests, standa ættingjarnir oft frammi fyrir óvæntum aðstæðum sem krefjast þess að öil fjölskyldan lagi sig að breytingunum. í báðum tilvikum verður um einhvers konar ójafnvægi að ræða og leita verður leiða til að jafnvægi náist á ný. í þessarí grein verða kanadísku leiðbeiningarnar skoðaðar í Ijósi ófyrirséðs aðtburðar og fjallað verður um aðlögun að langvinnum sjúkdómum. Markmið leiðbeininganna er að auka vitund hjúkrunarfræðinga um þarfir fjölskyldna sem þurfa að fást við langvinna sjúkdóma og til þess að hafa áhrif á samskipti heilbrigðisstarfsfólks og aðstandenda hinna sjúku. Bakgrunnsupplýsingar Klínísku ieiðbeiningarnar byggjast á þeim hugmyndum að fjölskyldan gegni höfuðhlutverki í að efla og viðhalda heilbrigði hvers einstaklings í fjölskyldunni ásamt því að veita fjölskyldum fjöiþættan stuðning. Einnig er þar gengíð út frá því að fjölskyldur hafí styrk en þarfnist stuðníngs þegar þær þurfa að laga sig að langvinnum sjúkdómi. Vegna styttingar á legutíma sjúklinga á sjúkrahúsum, vegna tækniframfara sem leitt hafa til að fleiri, sem eru háðir tækjum vegna sjúkdóma, dvelja heíma og vegna fjölda aldraðra og aukins fjölda einstaklinga með langvinn veikindi hefur ábyrgð umönnunar í auknum mæli færst til fjölskyldu þess veika. Ættingjar takast á við langvinn veikindi á ýmsa vegu. Þeir hafa mismunandi leiðir til að leysa vandamálín og mismunandi úrræði og aðlögunarleiðir. Markmiðið er að þeir finni aftur tilgang í tilverunni við breyttar aðstæður og það er háð þeirri merkingu sem þeir lögðu í hinn streítubundna atburð, Það er meðal annars háð færni þeirra, aðstæðum, lífsgildum og siðum. Hjúkrunarfræðingar hafa, fremur en aðrar heilbrigðisstéttir, einstakt tækifæri til að aðstoða fjölskyldur vegna þess að þeir eiga greiðari aðgang að mörgum og fjölbreytilegum vanda fjölskyldna, hvort sem er inni á heilsugæslustöðvum, á sjúkrahúsum eða inni á heimilum. Grunnur klínísku leiðbeíninganna byggist á tengslamyndun og samskiptum hjúkrunarfræðings og fjölskyldunnar og er forsenda árangursríkrar aðstoðar. En fjórir meginþættir klínísku leiðbeininganna eru: • Meta þörf fjölskyldunnar fyrir aðstoð • Veita umhyggju • Koma auga á úrræði og stuðningsþarfir • Fræða og veíta upplýsingar. Klínísku leiðbeiningarnar frá Ontaríó eru ólíkar öðrum klínískum leiðbeiningum sem skoðaðar hafa verið að því leyti að þær eru óháðar heilsufarsvanda fólks. Hér á eftir verður hins vegar fjallað um þarfir fjölskyldna barna með langvinna sjúkdóma og hvernig hjúkrunarfræðingar geta veitt markvissa aðstoð með hliðsjón af leiðbeiningunum. Hjúkrun langveikra barna og fjölskyldna þeirra Aðstandendur langveikra barna eru stór og vaxandi hópur sem hjúkrunarfræðingar aðstoða. Samkvæmt staðtölum Tryggingastofnunar rikisins frá árinu 2003 voru greiddar umönnunarbætur vegna 4.440 barna og unglinga innan 18 ára aldurs en árið 2004 fengu 4952 fjölskyldur barna slíkar umönnunarbætur, þar af 1628 vegna langveikra barna, 926 vegna fatlaðra barna og 2399 vegna barna með geðröskun (www.tr.is). Tekið skal fram að í þessari grein eru fötiuð börn og börn með geðröskun skilgreind sem börn með langvinna sjúkdóma. Stuðst er við skilgreiningu Perrin og félaga (1993) sem segir að sjúkdómar hjá börnum yngri en 18 ára teljist langvinnir hafi þeir staðið lengur en í þrjá mánuði, séu ólæknanlegir, hafi í för með sér einhvers konar skerðingu á lífsfyllingu, og þörf sé fyrir sérstaka aðstoð eða endurhæfingu. Þegar barn greinist með langvinnan sjúkdóm, svo sem sykursýki, krabbamein, flogaveiki eða astma, fötlun eða geðröskun, snertir það fjölskylduna alla á marga vegu, barnið sjálft, systkinin og ekki síst foreldrana. Rannsóknir hafa sýnt að þó að um óskylda sjúkdóma sé að ræða eru áhrif langvinnra veikínda hjá börnum svipaðir fyrír ættíngjana. Fjölskyldan stendur frammi fyrir margvíslegum streituvöldum, bæði við upphaf sjúkdóms og áfram alla barnæskuna og unglingsárin. Rannsakendur, sem skoðað hafa reynslu foreldra af sjúkdómsgreiningu langveiks barns, eru sammála um að foreldrar verði fyrir áfalli og miklar tilfinningar vakni, á borð við sorg, depurð og sektarkennd, einnig kvíði, ótti og vanmáttur, gagnvart nýtilkomna sjúkdómnum. Aðlögun að langvínnum sjúkdómí barns felst í getu fjölskyldunnar, þá ekki síst foreldranna, að takast andiega, félagslega og líkamlega á við langvinnan sjúkdóm barnsins síns. Fjölskylda, sem aðlagast vel, getur iifað í sátt við sjúkdóm barnsins, getur lifað með honum, hefur getu og færni til að takast á við umönnun og meðferð barnsins og er í stakk búin til að sinna þroskaþörfum þess og eigin þörfum. Séu þær aðlögunarleiðir eða þau úrræði, sem beitt er, híns vegar ekki árangursríkar mun fjölskyldan ekki aðlagast sjúkdómi barnsins. Þær kröfur, sem langvinn veikindi barnsins gera til fjölskyldunnar, verða óviðunandi og hún þarf áfram að leita leiða til að stöðugleiki og aðlögun náist. Hjúkrunarfræðingar ásamt læknum eru oft fyrstu aðilar innan heilbrigiskerfisins sem fjölskyldan hittir við greiningu langvinns sjúkdóms eða heilbrigðisvandamáls hjá barni og hjúkrunarfræðíngar eru sú heilbrigðisstétt sem sinnír sjúklingum alian sólarhringinn. Það kemur því í þeirra hlut að meta fjölskylduaðstæður og þörf fjölskyldunnar fyrir stuðning. Tímarit hjúkrunarfræðinga - 4. tbl. 82. árg. 2006 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.