Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2006, Blaðsíða 21

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2006, Blaðsíða 21
FRÆÐSLUGREIN klínískar leiðbeiningar vegna fjölmargra sjúkdóma og hvernig meðhöndla skal þá samkvæmt bestu þekkingu á hverjum tíma (www.landlaeknir.is, www.lsh.is). Þessar leiðbeiningar byggjast að mestu á líf- og læknisfræðilegri þekkingu og hafa þær fært okkur mikilvæga vitneskju um meðhöndlun og lækningu sjúkdóma. En ekki fundust neinar leiðbeiningar um stuðning heilbrigðisstarfsfólks við fjölskyldur sem þurfa að kljást við langvinnan sjúkdóm og aðstoð vegna áhrifa sem sjúkdómar kunna að hafa á líf einstaklinga og ættingja þeirra. Klínískar leiðbeiningar í hjúkrun Hjúkrunarfélagið í Ontaríó í Kanada (Registered Nurses Associtation of Ontario, 2006) fékk sérfræðinga í hjúkrun til að vinna að klínískum leiðbeiningum fyrir félagið. Skjalið, sem nefnist Nursing Best Practice Guideiine, hefur nú verið gefið út á heimasíðu félagsins (www.rnao.org.) Leiðbeiningarnar byggjast á gagnreyndri þekkingu og eru endurskoðaðar reglulega. Höfundar skjalsins benda á að litið sé á það sem verkfæri eða úrræði þegar velja á gagnlega hjúkrunarmeðferð sem og að tryggja bestu mögulegu hjúkrun veitta hverju sinni. Einnig getur þetta skjal gagnast hjúkrunarfræðingum eða öðru heilbrigðisstarfsfólki sem og stjórnendum sem vilja taka upp breytingar. En leiðeiningarnar má nýta við gerð reglugerða, verklagsreglna, leiðbeininga og við kennslu svo eitthvað sé nefnt. En mest um vert er þó, segja höfundar skjalsins, að þessar leiðbeiningar séu lagaðar að hverju verkefni fyrir .sig og gerðar notendavænar (Registered Nurses Associtation of Ontario, 2006). Á heimasíðu kanadísku hjúkrunarfræðinganna (www.rnao.org) hafa verið gefnar út rúmlega 30 klínískar leiðbeiningar og þar kennir ýmissa grasa. Þar eru meðal annars leiðbeiningar um brjóstamjólkurgjöf og hvernig koma megi á meðferðarsambandi við skjólstæðinga hjúkrunarfræðinga. Kanadísku leiðbein- ingarnar hafa hlotið athygli íslenskrafræðimanna innan hjúkrunar því í nýútkominni bók, Frá innsæi til inngripa; þekkingarþróun í hjúkrunar- og Ijósmóðurfræði, er fjallað um kanadísku leið- beiningarnar. Erla Kolbrún Svavarsdóttir (2006) skýrir þar frá útbreiddum og alvarlegum afleiðingum heimilisofbeldis gagnvart konum. Hún leggur til í samræmi við kanadísku leiðbeiningarnar að hjúkrunarfræðingar leggi sitt af mörkum til að vinna gegn ofbeldi og taki upp reglubundna kembileit og meðferð til að vinna bug á því alvarlega heilbrigðisvandamáli sem heimilisofbeldi er.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.