Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2006, Blaðsíða 55

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2006, Blaðsíða 55
RITRYNDAR FRÆÐIGREINAR svikum, sársauka og veldur neikvæðri reynslu. Þá er um að ræða bæði röskun og ógnun við kynferðislegt heilbrigði. Maltz (1995) flokkar nánar hvorn farveg fyrir sig í þrjú stig. Ekki verður farið nánar út í það hér. í lífinu togast á jákvæðir og neikvæðir þættir kynlífs. Hinir neikvæðu geta verið af misalvarlegum toga. Grundvallarþáttur stefnumótunar er að byggja upp jákvæðu þættina. Áhrifaþættir á kynlífsheilbrigði unglinga Margir ólíkir þættir geta haft áhrif á kynlífsheilbrigði unglinga með misalvarlegum afleiðingum. Áhrifaþættir, sem hér er fjallað um, varða misvísandi skilaboð samfélagsins um kynlíf og áhrif þess á einstaklinginn, hvernig einstaklingurinn getur átt í vanda með að glíma við kynlífsaðstæður vegna tjáskiptaörðugleika og hvernig kynni á vefnum geta haft alvarlegar afleiðingar. Lögð hefur verið áhersla á það að tengja þessa umfjöllun við íslenskar aðstæður til að hægt sé að gera sér betur grein fyrir mikilvægi aðgerða hér á landi. Misvísandi upplýsingar Unglingar fá margvísleg skilaboð er varða kynímynd og sjálfsímynd þeirra með áhorfi á tónlistarmyndbönd. í nýlegri frétt í dagblaði er vitnað í unglingsstúlku, Brynhildi Bolladóttur, sem orðaði þetta svona á málfundi um sjálfsmynd og ímynd unglinga og áhrif fjölmiðla: Öll myndböndin á Popptíví snúast um að sýna næstum nakta líkama og endalausar áherslur á einhverja líkamsdýrkun. Það er frekar ömurleg þróun að fólk geti ekki komið tónlistinni sinni á framfæri án þess að vera hálfnakið í myndbandinu. Okkur stelpunum á greinilega að finnast kúl að ganga í lágum buxum sem sýna sem mest af rassinum og láta hálfpartinn sjást í brjóstin, en okkur finnst það ekki flott. Á þessum málfundi var ungt fólk sammála um að þær fyrir- myndir, sem birtast í þessum myndböndum, væru unglingum ekki til góðs og áhugi var fyrir því að hafa sjónvarpsstöð sem hefði uppbyggilegra efni og þar sem tónlistin væri fjölbreyttari (Misnotaður markhópur, 2004). Margir unglingar taka þó ekki svo skýra afstöðu til þessara mála. Mörg af þeim skilaboðum, sem ungt fólk fær hér á landi með áhorfi á sjónvarp, myndbönd, kvikmyndir eða af veraldarvefnum, gefa þeim iðulega til kynna að það sé sjálfsagt mál að haga sér á óábyrgan hátt í kynlífi. Sjaldnast er fjallað um afleiðingar óábyrgrar kynhegðunar. Engin úttekt er til um áhrif kynferðislegrar umfjöllunar í fjölmiðlum á íslenska unglinga. í nýlegri rannsókn frá Kína komu í Ijós tengsl milli áhorfs á myndbönd og áhættusamrar kynhegðunar. Fram kom að áhættusöm kynhegðun var stunduð á þann hátt sem að viðkomandi hafði séð á myndbandi og hafði það í för með sér margvíslegar sýkingar og aðrar heilsufarslegar afleiðingar (Wang og Davidson, 2006). Tjáskiptaörðugleikar Klínísk reynsla með unglingum hefur kennt höfundi að þeir eiga iðulega erfitt með að tjá sig við kynlífsfélaga sinn á eðlilegan hátt um kynlíf. Komið hefur í Ijós að skert tjáskipti um kynlíf geta gert það að verkum að unglingar lifa í óvissu gagnvart hinum aðilanum og taka stundum óþarfa áhættu. Rannsóknir hafa sýnt að það er algengt að unglingar hafi kynmök án þess að nota smokk (Bender og Kosunen, 2005). Ein ástæða þess er sú að þeir eiga erfitt með að koma sér að því að ræða notkun hans (Fay og Yanoff, 2000; Kisker, 1985; Raine o.fl., 2003). Klínísk vinna með unglingsstúlkum sýnir að sumar þeirra eiga erfitt með að spyrja piltinn hvort hann ætli ekki að nota smokkinn og halda kannski að hann muni gera einhverjar ráðstafanir þó að þær segi ekki neitt. Jafnframt hafa margar orðið fyrir því að piltar taki því fálega að nota smokkinn. Rannsókn Fay o.fl. (2000) sýndi að margir piltar líta svo á að stelpan hljóti að vera á pillunni ef hún er tilbúin að hafa kynmök. Þannig getur margvíslegur misskilningur átt sér stað ef ekki er rætt um getnaðarvarnir. Þessi óvissa og höft á tjáskiptunum geta leitt til þess að smokkurinn er ekki notaður þegar til kastanna kemur. í kjölfarið getur búið um sig kvíði og ótti um þungun eða kynsjúkdómasmit. Ógnir við kynlífsheilbrigði Ógnir við kynlífsheilbrigði einstaklingsins geta verið af ýmsum toga eins og þegar valdahlutfall í sambandi er ójafnt (bráðung stúlka er með eldri karlmanni), þegar valdi er beitt af einum eða fleiri til að ná fram vilja sínum og þegar lyf eða vímugjafar eru notaðir til að sljóvga einstaklinginn og notfæra sér hann kynferðislega í því ástandi. Við þessar aðstæður er sá sem fyrir ógninni verður mjög valdalítill. Margar þjóðfélagslegar breytingar hafa átt sér stað á undanförnum árum er varða kynheilbrigðismál. Almenn netvæðing hefur verið mjög hröð hér á landi og með henni hefur ungu fólki opnast aðgangur að margvíslegum upplýsingum um kynlíf, bæði góðum og miður æskilegum. Hér á landi var greint frá því í fjölmiðlum um miðjan október 2003 að netkynni hefðu leitt til kynferðislegrar misnotkunar. Um var að ræða 13 ára stúlku sem hafði kynnst 25 ára gömlum manni á netinu. Hún hitti hann seinna í Öskjuhlíð þar sem hann kom fram vilja sínum. í Morgunblaðinu 16. desember 2005 birtist dómur um þetta mál þar sem fram kom að manninum hefði verið kunnugt um aldur stúlkunnar og hann hefði í krafti reynslu og aldurs yfirburðastöðu gagnvart henni sem aldrei hafði haft reynslu af kynlífi (Dæmdur fyrir kynferðisbrot, 2005). Nýlegur íslenskur sjónvarpsþáttur, Kompás, fjallaði 19. febrúar 2006 um kynferðislegan áhuga eldri karlmanna á stúlku sem var yngri en 14 ára. Þátturinn var byggður á því að útbúin var tálbeita sem var unga stúlkan. Þrátt fyrir að hún greindi frá því margoft í samskiptum sínum við karlmennina hversu gömul hún væri hindraði það ekki frekari samskipti þeirra við hana. I þættinum kom fram mikill áhugi margra eldri karlmanna á nánari kynnum við þessa bráðungu stúlku. Þessi dæmi sýna mikilvægi þess að huga að forvörnum á þessu sviði. Þegar um þvingað kynferðislegt samband er að ræða er einstaklingurinn ekki frjáls að tjá sig og sameiginleg ábyrgð ekki til staðar. Þvingunin hefur áhrif á einstaklinginn, ógnar kynferðislegu öryggi hans og leiðirtil vanlíðunar (Greenberg o.fl., Tímarit hjúkrunarfræðinga - 4. tbl. 82. árg. 2006 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.