Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2006, Blaðsíða 20
Elísabet Konráðsdóttir, hjúkrunarfræðingur, BS, á göngudeild barna á Barnaspítala Hringsins
og stundar MA-nám við hjúkrunarfræðideild Háskóla íslands / elisakon@landspitali.is
Dr. Erla Kolbrún Svavarsdóttir, prófessor við hjúkrunarfræðideild Háskóla íslands og
forstöðumaður fræðasviðsins fjölskylduhjúkrun
HVERNIG GETA HJÚKRUNARFRÆÐINGAR NÝTT SÉR KLÍNÍSKAR
LEIÐBEININGAR í STARFI í AÐSTOÐ VIÐ FJÖLSKYLDUR?
Mikilvægi klínískra leiðbeininga fyrir
hjúkrunarfræðinga
Langvinnir sjúkdómar herja á alla aldurshópa og hafa mikil
áhrif á einstaklinga, fjölskyldur og þjóöfélagið í heild. Vegna
styttingar legutíma og fjölgunar einstaklinga með langvinna
sjúkdóma hefur ábyrgð umönnunar í auknum mæli færst
til fjölskyldna sjúklinganna. Hjúkrunarfræðingar hafa í ríkara
mæli beint sjónum sínum að áhrifum langvinnra sjúkdóma á
líf og hagi fólks. Meginviðfangsefni hjúkrunarfræðinga, sem
starfa við að aðstoða fjölskyldur sem eru að fást við langvinnt
heilbrigðisvandamál, er að fræða og styðja fjölskylduna.
Markmiðið er að bæta líðan ættingjanna og aðstoða við
aðlögun fjölskyldunnar að veikindunum. Aðferðirnar við það
felast oft í samskipta- og tilfinningavinnu. Klínískar leiðbeiningar
tengdar einkennum og meðferð sjúkdóma hafa í auknum mæli
verið settar fram (www.lsh.is, www.landlaeknir.is ) en minna
fer fyrir klínískum leiðbeiningum vegna andlegra viðbragða
aðstandenda og þeirra áhrifa sem veikindi hafa á þá. í þessari
grein verða kynntar klínískar leiðbeiningar sem miða að því að
styðja og styrkja aðstandendur við að laga sig að langvinnum
sjúkómi einhvers í fjölskyldunni og dæmi verður tekið um
hjúkrun langveikra barna og fjölskyldna þeirra.
Langvinnir sjúkdómar hafa áhrif á alla fjölskylduna
Þegar einhver í fjölskyldunni greinist með langvinnan
sjúkdóm hefur það áhrif á alla aðra í fjölskyldunni og þá
er brýnt að þörfum fjölskyldunnar allrar sé sinnt. Ekki er
langt síðan hjúkrunarfræðingar hófu að beina sjónum sínum
að áhrifum langvinnra veikinda á líf og hagi fólks en allt
fram undir síðasta áratug tuttugustu aldar takmörkuðust
samskipti hjúkrunarfræðinga að miklu leyti við meðferð vegna
sjúkdómseinkenna en minni athygli hlaut samspil daglegs lífs
og sjúkdómsins sjálfs. Viðfangsefni, þar sem hægt var að
beita tæknilegum eða verklegum aðgerðum, höfðu forgang
en verkefni, sem tengdust tilfinningum, andlegu og félagslegu
lífi, urðu út undan. Segja má að enn þann dag í dag eigi
hjúkrunarfræðingar oft og tíðum í erfiðleikum með að skilgreina
starf sitt og sýna fram á árangur af störfum sínum eins og
auknar kröfur um hagkvæmni í heilbrigðisþjónustu kveða á um.
Margar skilgreiningar á hjúkrun hafa verið settar fram en flestir
eru þó sammála um að hjúkrun leitist við að stuðla að vellíðan
fólks. Enn fremur hafa skilgreiningar á hjúkrun í ríkara mæli verið
tengdar samskiptum og tilfinningavinnu en með því er átt við
að hjúkrunarfræðingurinn nýtir sjálfan sig til að ná árangri í starfi
og aðstoða þannig skjólstæðinga sína. Afar mikilvægur þáttur
hjúkrunarstarfsins er að aðstoða fólk í veikindum og getur sú
Elísabet Konráðsdóttir,
hjúkrunarfræðingur, BS,
á göngudeild barna á
Barnaspítala Hringsins
og stundar MA-nám
við hjúkrunarfræðideild
Háskóla íslands
Dr. Erla Kolbrún
Svavarsdóttir, prófessor
við hjúkrunarfræðideild
Háskóla íslands
og forstöðumaður
fræðasviðsins
fjölskylduhjúkrun
aðstoð verið eins misjöfn og mennirnir eru margir eða allt frá
því að aðstoða fólk við að fullnægja frumþörfum sínum til þess
að hvetja til heilbrigðra lífshátta til að fyrirbyggja sjúkdóma.
En vandamál og viðfangsefni fjölskyldna, sem standa frammi
fyrir erfiðum langvinnum sjúkdómum, eru fjölbreytileg og
klínískar leiðbeiningar um aðstoð þessa skjólstæðingahóps
eru enn sem komið er af skornum skammti (www.lsh.is,
www.fsa.is,www.landlaeknir.is). Hjúkrunarfræðingar þurfa
því iðulega að beita fjölþættum, óhefðbundum aðferðum
til að aðstoða skjólstæðinga sína, aðferðum sem byggjast
á innsæi og reynsluþekkingu hjúkrunarfræðingsins. Þannig
hjúkrunarmeðferð byggist á framlagi þess sem hana veitir og
hætt er við því að misræmis gæti í aðstoð hjúkrunarfræðinga
við skjólstæðinga sína og að sú hjúkrun, sem veitt er, verði að
miklu leyti ósýnileg.
Á heimasíðu Landspítala-háskólasjúkrahúss (www.lsh.is) segir
að notkun klínískra leiðbeininga feli í sér möguleika á að
bæta öryggi, gæði og gagnsemi heilbrigðisþjónustunnar eða
heilbrigðisástand sjúklinga með því að vera hjúkrunarfræðingum
og öðru starfsfólki til stuðings við klínskar ákvarðanir í daglegum
viðfangsefnum, einkum þeim sem eru algeng eða kostnaðarsöm.
Þær bæta einnig nýtingu tiltekinnar heilbrigðisþjónustu með
því að koma í veg fyrir of- eða vannýtingu og auka samræmi
í meðferð skjólstæðinga. Þá segir enn fremur að klínískar
leiðbeiningar skýri ábyrgð starfsmanna í ákvarðanatöku um
meðferð sjúklinga.
Þegar skoðaðar eru klínískar leiðbeiningar, sem settar
hafa verið fram af landlæknisembættinu og Landspítala-
háskólasjúkrahúsi, kennir margra grasa. Þar er að finna
18
Tímarit hjúkrunarfræöinga - 4. tbl. 82. árg. 2006