Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2006, Blaðsíða 27

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2006, Blaðsíða 27
Hér hefur einungis verið kynntur hluti leiðbeininganna sem miða að því að styðja og styrkja fjölskyldur við aðlögun að langvinnum sjúkdómi. Eins og fram hefur komið hafa kanadísku hjúkrunarfræðingarnir gefið út fjöldann allan af áhugaverðum leiðbeiningum sem hægt er að skoða á heimasíðu þeirra (www. rnao.org ). Horft til heilsueflingar Ljóst er að mikil breyting hefur átt sér stað í þátttöku og auknum skilningi hjúkrunarfræðinga á vanda fjölskyldna sem glíma við langvinna sjúkdóma. Fagna ber því að settar hafa verið fram klínískar leiðbeiningar um hjúkrun sem nota má til að samræma og efla þekkingu hjúkrunarfræðinga á aðferðum til að aðstoða skjólstæðinga sína. Kosturinn við leiðbeiningarnar, sem skoðaðar hafa verið í þessari grein, er að hjúkrunin er sniðin að þörfum skjólstæðinganna og áhersla er lögð á að aðstoða fjölskyldur við að finna eigin styrk og úrræði. Sjónum er beint að fjölskyldunni, ekki einunigs hinum veika, geta fjölskyldunnar er dregin fram, ekki vanmáttur, og horft er til heilsueflingar en ekki á meðferð heilsuvandamálsins. Eins og fram hefur komið leggja höfundar þessarar greinar til að kanadísku leiðbeiningarnar séu lagaðar að hverju verkefni fyrir sig og gerðar notendavænar. Viðhafa ber vönduð vinnubrögð þegar heimfæra á erlendar aðstæður að íslenskum og vanda þarf til samræmingar og þýðingar. í þessari grein hafa kanadísku leiðbeiningar verið kynntar til umhugsunar fyrir íslenska hjúkrunarfræðinga sem vinna með langveikum einstaklingum og fjölskyldum þeirra. Sé áhugi fyrir að festa þessar leiðbeiningar í sessi hérlendis þarf sú framkvæmd að fara í þann farveg sem reglur heilbrigðisstofnana um klínískar leiðbeiningar kveða á um. Með notkun klínfskra leiðbeininga, sem fjalla um aðstoð vegna andlegra áhrifa af sjúkdómum, má gera samskipti og tilfinningavinnu sýnilegri og þar með framlag hjúkrunar. Ef hjúkrunarfræðingar vinna markvisst og faglega við að aðstoða fjölskyldur sem eiga í vanda vegna aðlögunar að langvinnum sjúkdómi má skapa skilning á því hvernig hjúkrun stuðlar að heilbrigði. Sífellt aukast kröfur um að beitt sé vísindalegri þekkingu og að heilbrigðisstarfsfólk meti árangur af störfum sínum. Með því að festa klínískar leiðbeiningar í sessi má samræma og beita hjúkrunarmeðferð sem auðvelt er að rannsaka og meta þannig og endurskoða hvers konar meðferð skilar árangri. Með því að nota klínískar leiðbeiningar sem byggjast á gagnreyndri þekkingu mun hjúkrun langveikra sjúklinga og fjölskyldna þeirra verða markvissari og þar með árangursríkari fyrir þjónustuþega og þá sem þjónustuna veita. Heimildir Erla Kolbrún Svavarsdóttir (2006). Frá innsæi til inngripa. Þekkingarþróun í hjúkrunar- og Ijósmóðurfræðum. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag og hjúkrunarfræðideild Háskóla íslands. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri (2006). Klinískar leiðbeiningar. Sótt á netið 10. maí: www.fsa.is . Landlæknisembættið (2006). Klínískar leiðbeiningar. Sótt á netið 10. maí: www.landlaeknir.is, Landspítali háskólasjúkrahús (2006). Klinískar leiðbeiningar. Sótt á netið 12. maí: www.lsh.is). Perrin, E.C., Newacheck, P., Pless, B., Drotar, D., Gortmaker, S.L, Leventhal, J., Perrin, J.M., Stein, R. E.K., Walker, D.K., og Weizman, M. (1993). Issues involved in the definition and classification of chronic health condition. Pediatrics 97(4), 787-793. Registered Nurses Association of Ontario (2006). Nursing best practice guideline. Supporting and Strengthening Families through Expected and Unexpected Life Events. Sótt á netið 10. maí: www.rnao.is. Tryggingastofnun ríkisins (2006). Staðtölur almannatrygginga árið 2004. Sótt á netið 12 maí: www.tr.is. Wright, L.M., og Leahey. M. (2005). Nurses and Families. A guide to family assessment intervention. (4.útg.) Philadelphia: F.A. Davis Company. Várd i Norden leitar að nýjum ritstjóra Tímaritið Várd i Norden (ViN) er gefið út af Samtökum hjúkrunarfræðinga á Norðurlöndunum (SSN) og kemur út fjórum sinnum á ári. í tímaritinu eru birtar rannsóknagreinar og styttri fræðslugreinar. Árlega berast blaðinu 60-70 greinar á dönsku, norsku, sænsku og ensku. Ritsjórinn þarf því að geta lesið og ritrýnt greinar á þessum tungumálum. Verkefni ritstjóra ViN eru að lesa og velja greinar til birtingar í tímaritinu. Ritstjórinn nýtur stuðnings ritstjórnar og ritrýna frá öllum Norðurlöndunum. Ritstjórnin hittist tvisvar á ári. Hæfniskröfur Hjúkrunarfræðingur með doktorspróf sem hefur áhuga á að fylgja eftir rannsóknum og þróun hjúkrunar á Norðurlöndum og þekkir til ritstjórnarstarfa. Starfið er 20% staða. Umsóknir þurfa að berast til marit.helgerud@syke- pleierforbundet.no fyrir 23. október nk. B5N Frekari upplýsingar má fá á heimasíðu ViN, www.vardinorden.org, með því að hafa samband við núverandi ritstjóra, Christinu Forsberg, forc@rkh.se, eða starfsmann ViN, marit.helgerud@sykepleierforbundet.no. Tímarit hjúkrunarfræðinga - 4. tbl. 82. árg. 2006 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.