Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2006, Blaðsíða 46
sýna erfiða hegðun á yngri árum. Áhættan á misnotkun eykst
ef þessi börn lenda í slæmum félagsskap, barnið stendur iila
félagslega í skólanum og námsárangur er lélegur. Hið sama
á við ef foreidrar eru skipandi og ósamkvæmir sjálfum sér
varðandi reglur í uppeldinu. Þau telja enn fremur að öll fræðsla
og íhlutun verði að hefjast áður en börn og unglingar byrja að
neyta áfengis og vímuefna. Komið hefur fram að börn byrja
oft að fikta við áfengi á aldrinum 8-12 ára (Haydock, 1998) og
samkvæmt rannsókn á vímuefnaneyslu íslenskra unglinga kom
fram að um 6-9% unglinga segjast hafa orðið drukknir 12 ára
og yngri (Stefán Hrafn Jónsson o.fl., 2003). Nýtt fræðsluefni
innan heilsugæslunnar og námskeið fyrir foreldra um aga og
uppeldi, sem hefur verið í boði frá árinu 2004 (Christopherson
og Mortweed, 2004; Gyða Haraldsdóttir, 2004), getur því haft
þýðingu að þessu leyti þegar til lengri tíma er litið.
Athyglisvert er að tæp 40% þeirra sem svöruðu í þessari
könnun töldu að aukin færni foreldra í uppeldishlutverkinu hefði
forvarnagildi gegn áfengi og vímuefnum. Svipuð spurning var
lögð fyrir f Gallupkönnun fyrir Áfengis- og vímuvarnaráð árið
2001 nema ekki var boðið upp á möguleikann fræðsla til foreldra
um aga og uppeldi. Um 17% svarenda Gallupkönnunarinnar
töldu hertar refsingar og aukna tollgæslu líklegastar til forvarna
(Jón Karl Árnason o.fl., 2002) gagnstætt því sem kemur fram
í okkar rannsókn en engum þátttakenda þótti slíkt líklegt til
forvarna.
Hluti svarenda telur sig ekki hafa næga þekkingu til að veita
fræðslu og þeir virðast sammála því að ekki sé nægilegt
að veita börnum og fjölskyldum þeirra fræðslu heldur hafi
ýmsir aðrir þættir áhrif. Af þessu má ráða að áherslan innan
heilsugæslunnar gæti verið einstaklings- og fjölskyldufræðsla
en ætti einnig að vera aukinn stuðningur og ráðgjöf á
meðgöngu, í ung- og smábarnavernd og skólaheilsugæslu.
Þar væri hægt að bjóða upp á viðeigandi ráðgjöf í uppeldi
barna og veita stuðning við fjölskyldur þar sem þekktir
áhættuþættir væru til staðar. Ýmsar stofnanir sinna börnum og
fjölskyldum þeirra og teljum við að full þörf sé á að tengja þær
betur svo stuðningurinn verði markvissari, s.s. félagsþjónustu,
heilsugæslu, skóla og fjölmiðla.
Tilgangur könnunarinnar var að skoða hvernig staðið væri
að fræðslu um áfengi og vímuefni innan heilsugæslunnar.
Reynt var að ná til allra þeirra sem sinna þessu starfi innan
heilsugæslunnar. Engar tölur eru til fyrir landið allt um nákvæman
fjölda fagfólks sem sinnir heilsuverndarstarfi við fjölskyldur og
börn þeirra. Því voru hjúkrunar- og lækningaforstjórar beðnir
um að koma spurningalistunum til síns starfsfólks í stað þess
að senda þá beint á nafngreinda einstaklinga. Þetta leiddi til
lægra svarhlutfalls en vonast var eftir.
Þrátt fyrir lágt svarhlutfall í þessari rannsókn sýna niðurstöður
hennar að fagaðilar innan heilsugæslunnar sinna og vilja
sinna fræðslu og ráðgjöf um áfengi og vímuefni. Ýmsir
þættir hamla að þessari fræðslu sé vel sinnt, s.s. skortur á
heppilegu fræðsluefni og ónóg þekking. Ofarlega í huga allra
er að byrja snemma í forvarnastarfi gegn áfengi og vímuefnum.
Heilsugæsla landsins hefur því verk að vinna í samvinnu
við aðra aðila og stofnanir sem sinna þessum málaflokki.
Mikilvægast er að fræðsla og stuðningur við börn og fjölskyldur
þeirra sé ávallt byggður á bestu þekkingu og reynslu hvers tíma
og stutt viðeigandi rannsóknum.
Þakkir
Sérstakar þakkir fá þeir heilbrigðisstarfsmenn sem studdu
við framkvæmd rannsóknarínnar og gáfu sér tíma til að
svara spurningalistanum. Einnig fær Bergljót Líndal, fyrrverandi
hjúkrunarforstóri Miðstöðvar heiisuverndar barna, þakkir fyrir
stuðning og hvatningu við framkvæmd rannsóknarinnar.
Forvarnasjóður Áfengis- og vímuvarnaráðs styrkti rannsóknina.
Heimildir
Alþingi (1990). Lög um heilbrigðisþjónustu nr. 97/1990, 3. kafli, 19. grein.
Sótt 2. júní 2005 á http://www.althingi.is.
Áfengis og vímuvarnaráð, Landlæknisembættið og Miðstöð mæðraverndar
(2002). Vimuefni og meðganga. Reykjavík: Áfengis- og vímuvarnaráð,
Landlæknisembættið og Miðstöð mæðraverndar.
Botvin, G.J. (2000). Preventing drug abuse in schools: social and
competence enhancement approaches targeting individual-level etiologic
factors. Addictive Behaviors, 25(6), 887-897.
Caley, L.M., Shipkey, N., Winkelman.T., Dunlap, C., og Rivera, S. (2006).
Evidence-based review of nursing interventions to prevent secondary
disabilities in fetal alcohol spectrum disorders. Pediatríc Nursing, 32(2),
155-162.
Christopherson, E.R., og Mortweed, S.L. (2004). Uppeldisbókin. (Gyða
Haraldsdóttir og Matthías Kristiansen þýddu.). Reykjavík: Skrudda.
Cornelius, M.D., Ryan, C.M., Day, N.L., Goldsmith, L., og Willford, J.A.
(2001). Prenatal tobacco effects on neuropsychological outcomes
among preadolescents. Journal of Devetopmentat & Behavioral
Pediatrics, 22(4), 217-225.
Escoffery, C., Miner, K.R., Adame, D.D., Butler, S., McCormic, L., og
Mendell, E. (2005). Internet use for health information among college
students. Journai of American Coiiege Health, 53(4), 183-188.
Flay, B.R. (2000). Approaches to substance use prevention utilizing school
curriculum plus social invironment change. Addictive Behaviors, 25(6),
861-885.
Foxcroft, D.R., og Lowe, G. (1991). Adolescent drinking behaviourand
family socialization faotors: a meta analysis. Journal of Adolescenœ,
14(3), 255-273.
Geir Gunnlaugsson (2005). Miðstöð heilsuverndar barna: ný stofnun á göml-
um merg. Læknablaðið, 91, 456-458.
Guo, J., Hawkins, J.D., Hill, K.G., og Abbott, R.D. (2001). Childhood and
adolescent predictors of alcohol abuse and dependence in young
adulthood. Journal ofStudies on Aicohoi, 62(6), 754-762.
Gyða Haraldsdóttir (2004). Agi og uppeldi og hegðun. Minnispunktar fyrír
foreldra og aðra uppalendur. Reykjavík: Miðstöð heilsuverndar barna.
Hall, D.M.B., og Elliman, D. (2003). Health for all children. Oxford: Oxford
University Press. 4. útgáfa.
Hawkins, J.D., Graham, J.W., Maguin, E., Abbot, R., Hill, K.G., og Catalon,
R.F. (1997). Exploring the effects of age of alcohol use initiation and
psychosocial risk factors on subsequent alcohol misuse. Journal of
Studies on Alcohol, 58(3), 280-290.
Haydock, A. (1998). Alcohol education in primary schools. Nursing
Standards, 13(6), 43-46.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið (2001). Heilbrigðisáætlun til ársins
2010: langtimamarkmið í heilbrigðismálum. Reykjavík: Heilbrigðis- og
tryggingamálaáðuneytið.
Hibell, B., Ándersson, B., Bjarnason, Th., Ahlström, S., Balakireva, O.,
Kokkevi, A., o.fl. (2004). The ESPAD Report 2003: Alcohol and other
drug use among students in 35 European countríes. Stokkhólmi: The
Swedish Council for Information on Alcohol and Other Drugs (CAN) and
the Pompidou Group at the Council of Europe.
44
Tímarit hjúkrunarfræðinga - 4. tbi. 82. árg. 2006