Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2006, Blaðsíða 54

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2006, Blaðsíða 54
Sóley S. Bender, dósent, forstöðumaður fræðasviðs um kynheilbrigði við hjúkrunarfræðideild Háskóla íslands og á Landspítala-háskólasjúkrahúsi / ssb@hi.is KYNLÍFSHEILBRIGÐI: ÞÖRF FYRIR STEFNUMÓTUN Útdráttur Tilgangur þessarar greinar er að skoða mikilvægi þess fyrir íslenskt samfélag að marka sér stefnu í kynheilbrigðismálum. Þörf er á slíkri stefnu hér á landi sem annars staðar til að stuðla að kynheilbrigði fólks og fyrirbyggja margvísleg vandamál á þessu sviði. Einkum er lögð áhersla á mikilvægi slíkrar stefnumótunar varðandi kynheilbrigðismál unglinga hér á landi þar sem þeir byrja snemma að hafa kynmök og þungunartíðni er nokkuð hærri meðal íslenskra unglinga en á hinum Norðurlöndunum. Jafnframt er um viðkvæman hóp að ræða sem verður fyrir margvíslegum áhrifum frá umhverfinu og getur átt í erfiðleikum með að ná tökum á aðstæðum vegna þroskaleysis. Ýmsar nágrannaþjóðir hafa verið að marka sér stefnu um kynheilbrigðismál fyrir nýja öld. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin og Pan American-heilbrigðisstofnunin hafa í sinni stefnumótun lagt áherslu á kynferðislega heilbrigt samfélag þar sem fjölþættar aðferðir til forvarna og heilsueflingar eru lagðar til grundvallar. Mikilvægt er að takast á við þann vanda sem við blasir varðandi kynheilbrigðismál í nútímasamfélagi. Hjúkrunarfræðingar og aðrir hafa mikilvægu hlutverki að gegna í þessu forvarnar- og heilsueflingarstarfi. Lykilorð: Unglingar, kynlífsheilbrigði, stefnumótun, kynferðislega heilbrigt samfélag. Abstract The purpose of this article is to explore the importance for lcelandic community to form a policy regarding sexual health. There is a need for such policy in this country as elsewhere in order to promote sexual health of people and prevent various problems in this field. Nationally there is especially a need for such policy regarding sexual health of adolescents whereas they start early to have sexual intercourse and pregnancy rates are considerably higher among lcelandic adolescents compared to the other Nordic countries. Furthermore, this is a vulnerable group which is influenced by the environment and may encounter troubles dealing with situations because of immaturity. Many neighbouring countries have been forming a sexual health policy for the new millennium. The World Health Organization and the Pan American Health Organization have in their policy emphasized a sexually healthy society which is based on multifocal preventive and health promoting efforts. The implementation of such a program is important in order to solve the imminent problems regarding sexual- and reproductive health in contemporary society. Nurses as well as others have an important role in this preventive and health promoting effort. Keywords: Adolescents, sexual health, policy, sexually healthy society. Kynlífsheilbrigði: Þörf fyrir stefnumótun Þessi grein fjallar um nauðsyn þess hér á landi að móta stefnu í kynheilbrigðismálum. Gerð er grein fyrir ýmsum þáttum slíkrar stefnumótunar. Þörf er fyrir mótun stefnu til að vinna markvisst að forvörnum á þessu sviði. Aðgerðir hér á landi hafa iðulega verið brotakenndar hvað þennan málaflokk varðar. Skort hefur yfirsýn yfir það sem hefur verið gert og sjaldan hefur verið lagt mat á aðgerðir. í þessari grein er þörfin fyrir stefnumótun skoðuð út frá unglingum. Hér á landi byrja unglingar snemma að hafa kynmök og þunganir unglingsstúlkna hafa í áratugi verið algengari hér en á öðrum Norðurlöndum (Bender o.fl., 2003). Unglingar ganga í gegnum margs konar þroskabreytingar og eru í mótun. Þeir verða fyrir áhrifum frá mörgum í umhverfinu, eins og foreldrum og vinum, en jafnframt hinu stóra samfélagi þar sem skilaboðum er komið í gegnum ýmsa fjöl- og netmiðla. Margvísleg misvísandi skilaboð eru gefin um kynlíf í þessum miðlum sem unglingurinn veit oft ekki hvernig hann á að taka á. Marga unglinga skortir færni í tjáskiptum þegar kemur að því að ræða um kynlff og ábyrgðarhlut þeirra í kynlífi. Þar sem unglingar eru að átta sig á sjálfum sér geta þeir verið að taka áhættu án þess að velta afleiðingum gjörða sinna nægjanlega fyrir sér. Fyrst er fjallað um þætti, sem geta haft áhrif á kynlífsheilbrigði unglinga og í framhaldi af því er gerð grein fyrir stefnumótun. Þar er lögð áhersla á að byggja upp kynferðislega heilbrigt samfélag. Byggt er á áherslum Alþjóða- heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) og Pan Am-heilbrigðis- málastofnunarinnar (PAHO). Sú umfjöllun er tengd íslenskum aðstæðum og unglingum eins og unnt er. Byrjað verður á að fjalla um hugmyndafræðilega þætti kynlífsheilbrigðis. Kynlífsheilbrigði Kynlífsheilbrigði má skilja í Ijósi hugmynda um tvíátta stefnu kynorkunnar (Maltz, 1995). Slíkar hugmyndir eru ekki nýjar af nálinni. Þær koma til dæmis fram í íslenskum ritum á fimmta áratug síðustu aldar. f bókinni Heilsurækt og mannamein (1943) er fjallað um kynorkuna á eftirfarandi hátt: „Kynhvötin er heitfeng. Hún vekur hjá mönnum logandi ástríður. Hún lifir, elskar og berst. Hún er óhemja, sem skapar eða tortímir, byggir upp eða rífur niður..." (Fishbein, 1943, bls. 56). Wendi Maltz lítur á kynorkuna sem jákvætt náttúrulegt afl sem getur beinst í jákvæðan eða neikvæðan farveg (Maltz, 1995). Árið 1995 setti hún fram hugmyndafræðilegt líkan sem hún nefndi „Hierarchy of Sexual Interaction" sem þýða mætti sem stigbundin kynferðisleg samskipti. Jákvæði farvegurinn er uppbyggjandi fyrir einstaklinginn þar sem lögð er áhersla á öryggi, umhyggju, traust og jafnræði. Þetta er sá farvegur er lýtur að kynlífsheilbrigði. Hinn farvegurinn er andstæða þess fyrri þar sem hvorki er hugað að tilfinningum og þroska einstaklingsins né öryggi hans. Hann einkennist af óheiðarleika, 52 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 4. tbl. 82. árg. 2006
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.