Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2006, Blaðsíða 43

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2006, Blaðsíða 43
RITRÝNDAR FRÆÐIGREINAR helmingur hafði orðið drukkinn um ævina samanborið við tæplega 2/3 í könnunum á árunum 1995-1999. Neysla ólöglegra vímuefna í þessum aldurshópi hefur verið tiltölulega lítil hér á landi og er þá aðallega um neyslu kannabisefna að ræða. Þó skipum við okkur ekki í hóp neysluminnstu þjóða í Evrópu að þessu leyti. Ofangreindar rannsóknir hérlendis og erlendis sýna að forvarnir gegn áfengi og vímuefnum geta skipt miklu máli og því mikilvægt að ná til foreldra og barna með markvissri fræðslu þegar á meðgöngu og strax eftir fæðingu. Heilsugæslan nær til allra landsmanna og er heilsuvernd eitt mikilvægra hlutverka hennar, þ.m.t. forvarnir gegn áfengis- og vímuefnaneyslu samkvæmt 19. grein laga um heilbrigðisþjónustu nr. 97/1990 (Alþingi, 1990). Til heilsuverndar teljast m.a. mæðravernd, ung- og smábarnavernd og skólaheilsugæsla. Nánast allar verðandi mæður og margir verðandi feður koma í mæðravernd, nánast öll börn í landinu koma með öðru eða báðum foreldrum sínum í ung- og smábarnavernd og í grunnskóla hafa börnin aðgang að skólahjúkrunarfræðingi og skólalækni (Geir Gunnlaugsson, 2005). Þessi nánd heilsugæslunnar við börn og fjölskyldur í landinu gefur einstaka möguleika á forvarnastarfi en þar gegna hjúkrunarfræðingar mikilvægu hlutverki (Caley o.fl., 2006). Fræðsla er mikilvægur þáttur mæðraverndar, ung- og smábarnaverndar og skólaheilsugæslu. Á þessu tímaskeiði eru foreldrar oftast jákvæðir fyrir því að skapa börnum sínum gott og öruggt umhverfi. í Ijósi þessa var könnun framkvæmd meðal heilsugæslustarfsfólks sem sinnir heilsuvernd. Markmið hennar var að kanna viðhorf starfsmanna til hvernig staðið er að fræðslu um áfengi og vímuefni í daglegu starfi heilsugæslunnar hér á landi og koma með tillögur um á hvern hátt hægt sé að styðja við og efla hana. Á spurningalistanum voru 15 spurningar. Reynt var að komast að hvort og hvenær fyrrnefndar fagstéttir veittu fræðslu um áfengi og vímuefni, hvernig þær mætu þekkingu sína, hvaða fræðsluaðferðir og fræðsluefni þær nýttu sér og hvort fræðsluefnið væri hentugt. Eftir því sem við átti var notaður fimm stiga Likert-kvarði frá mjög oft til mjög sjaldan. Öll rannsóknargögn voru skráð í FileMaker Pro (útgáfu 5.5) fyrir Windows en flutt yfir og unnin í SPSS-gagnagrunni (útgáfu 11) fyrir Windows. Myndir og töflur voru unnar í Excel fyrir Windows. Niðurstöður Við undirbúning rannsóknarinnar kom í Ijós að bæklingar, sem starfsfólk heilsuverndar notaði, voru Vímuefni og meðganga (Áfengis og vímuvarnaráð, 2002), sem var nýútgefinn, Áfengi andstæðingur afreka (Þórdís Gísladóttir og Þráinn Hafsteinsson, 2000) og Greining á áfengisneyslu og ráðleggingar til handa sjúklingum (Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann, 2006). Einnig benti fagfólk á vefsíðurnar landlaeknir.is, doktor.is, forvarnir.is og vimuvarnir.is. Alls svöruðu 116 heilbrigðisstarfsmenn spurningalistanum og í töflu 1 másjáskiptingu eftir fagsviði og starfshlutfalli. Samkvæmt upplýsingum landlæknisembættisins má gera ráð fyrir að um 420 fagaðilar hafi sinnt mæðravernd, ung- og smábarnavernd og skólaheilsugæslu á þessum tíma. Þar sem margir störfuðu á fleiru en einu af ofangreindum heilsuverndarsviðum var samanlagður fjöldi innan sviða hærri en heildarfjöldi svarenda. Meirihluti svarenda starfaði í minna en 20% starfshlutfalli á hverju heilsuverndarsviði nema hjúkrunarfræðingar í ung- og smábarnavernd og skólaheilsugæslu (tafla 1). Aðferðafræði Tafla 1. Fjöldi svarenda eftir fagstétt, heilsuverndarsviði og Söfnun gagna fór fram á tímabilinu júlí 2002 til febrúar 2003. starfshlutfalli. Notuð var lýsandi aðferðafræði. Til undirbúnings rannsókninni Starfshlutfall var haft samband við fagfólk innan sem utan heilsugæslunnar Heilsuverndarsviö Fjöldi Miðgildi Meðaltal með þekkingu á fræðslu um áfengi og vímuefni. Kannað var n (%) hvernig staðið væri að fræðslu og hvað væri til af fræðsluefni Mæðravernd 13 (16) 0.20 0,23 um áfengi og vímuefni til notkunar í daglegu starfi. Fljúkrunarfr. Ung-og smábarnavernd 60 (76) 0,40 0,41 Spurningalisti var saminn á grundvelli fenginna upplýsinga og (N=79) Skólaheilsugæsla 32 (41) 0,30 0,34 Mæðravernd 17 (100) 0,20 0,27 sendur í nóvember 2002 til lækninga- og hjúkrunarforstjóra allra 57 heilsugæslustöðvanna á landinu. Þeir voru beðnir um Ljósmæöur Ung- og smábarnavernd 6(35) 0,20 0,2 að fjölfalda spurningalistann og dreifa til hjúkrunarfræðinga, Ijósmæðra og lækna sem sinntu mæðravernd, ung- og (N=17) Skólaheilsugæsla 1 (6) 0,15 0,15 Mæðravernd 15 (75) 0,02 0,05 smábarnavernd og skólaheilsugæslu. Þessi aðferð var valin þar sem starfssvið starfsfólks heilsugæslunnar er mismunandi Læknar Ung- og smábarnavernd 18 (90) 0,02 0,02 og spannar öll svið heilsuverndarstarfsins, sérstaklega á landsbyggðinni þar sem tenging við sjúkrastofnanir er oft (N=20) Skólaheilsugæsla 14 (70) 0,02 0,03 mikil. Tvívegis var sent út ítrekunarbréf, þremur og sex vikum seinna. Þar sem spurningalistinn var án persónugreinanlegra upplýsinga og hver og einn réð hvort hann tæki þátt og sendi inn listann, var hver innsendur listi tekinn sem samþykki fyrir þátttöku. Tímarit hjúkrunarfræðinga - 4. tbl. 82. árg. 2006 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.