Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2006, Blaðsíða 29

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2006, Blaðsíða 29
Samstarfskonur í hjúkrunarstjórn. Frá vinstri: Guðrún Guðnadóttir, Margrét Sæmundsdóttir, Björg Guðmundsdóttir, Nanna Jónasdóttir, Þórunn Pálsdóttir, Jóhanna Stefánsdóttir og Anna Ásmundsdóttir svo sem hjúkrunarferlið og hjúkrunar- þyngdarmælingar, og hvers konar rann- sóknarvinna hóf innreið sína við spítalann. Menntun og endurmenntun, ráðstefnur og fræðsla varð snar þáttur hjá starfshópnum og var áhuginn stundum slíkur að ekkert mál var að eyða heilu helgunum, jafnvel kauplaust, við slíka þætti, þar á meðal eflingu góðrar samvinnu okkar á meðal. Við köstuðum „uniformunum'' til þess að bæta heímilisbraginn. Aðstandendur sögðust ráðalausir þegar þeir komu í heimsókn því að ómögulegt væri að greina á milli sjúklinga og starfsfólks! En við svöruðum auðvitað á þá leið að það væri einmitt takmarkið með þessu öllu saman. Já, hugsjónin réð ríkjum og hugur og hönd fylgdu máli. Stofugangur var á síðari árum að mestu lagður niður en í hans stað var safnast saman á dagstofum með sjúklingunum og þeir teknir inn í umræðuna og rædd meðferðarúrræði við þá. Einnig var fjölskyldan oft kölluð til. Verndaður vinnustaður varð til og margs konar félagsleg þjálfun var á boðstólum. Við höfðum samkomusal sem nýttur var fyrir messur, skemmtanahald, leikfimi og margs konar starfsemi, auk iðjuþjálfunar sem einnig var ávallt í gangi og nauðsynlegur hlekkur í keðjunni. Við lögðum okkur fram um að taka vel á móti nema- og starfshópum og kynntum þeim staðinn og starfsemina, en allt slíkt var snar þáttur í að draga úr fordómum og þeirri dulúð sem fylgdi geðsjúkdómum. Einnig gafst vel að hafa sérstakar aðstandendamóttökur á deildum og var þá efnt til veislu og aðkomufólk fékk þá nýja sýn á umhverfið og tengsl efldust við það. Messur og skemmtanahald var alltaf kringum jólin og mikið lagt í undirbúníng þeirra viðburða og allir fengu jólaglaðning. Síðar komu þorrablótin til sögunnar og garðveislur 17. júní. Þess á milli voru fengnir ýmsir skemmtikraftar og hljómsveitir og skemmtu sjúklingar og starfsfólk sér þá saman af lífi og sál. Farið var í rútuferðir á sumrin og ógleymanlegar sólarlandaferðir, svo að eitthvað sé nefnt. Má segja að vinnustaðurinn hafi verið snar þáttur í lífi okkar sem að þessu stóðum. Ég og margir samstarfsmenn mínir byrjuðum t.d. alltaf jóiin með þvf að mæta með fjölskyldur okkar á aðfangadag í samkomusalinn þar sem við hlýddum á messu ásamt starfsliði og sjúklingum sem á staðnum dvöldu. Fyrir mér og mínum var þetta ómissandi þáttur í jólahaldinu á þessum árum. Starfsfólk og vistmenn á Kleppi njóta lífsins saman á Costa Del Sol 1978 Þessi langi starfsferill minn við geðdeild hefur verið litríkur, hlaðinn atburðarás og gífurlegri framþróun í málefnum geðsjúkra. Margs er því að minnast frá vinnustaðnum okkar þegar störfum lýkur en hér læt ég staðar numið. Skora ég nú á félaga mína í öldungadeildinni að deila minningum sínum með okkur hinum og skrifa í blaðið undir liðnum Litið um öxl. FRÉTTAPUNKTUR Peningagjöf frá fyrrverandi kennurum og starfsfólki Hjúkrunarskóla íslands Fyrrverandi kennarar og starfsfólk Hjúkrunarskóla íslands færðu Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga peningagjöf í Minningarsjóð Kristínar Thoroddsen í byrjun september. Á myndinni eru Elsa B. Friðfinnsdóttir og Sigríður Jóhannsdóttir, fyrrverandi skólastjóra Hjúkrunarskóla íslands, við athöfnina. V.K.J. Tímarit hjúkrunarfræðinga - 4. tbl. 82. árg. 2006 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.