Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2006, Blaðsíða 51

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2006, Blaðsíða 51
RITRYNDAR FRÆÐIGREINAR Fjórum árum síöar, þ.e. árið 1987, var myndaður vinnuhópur á vegum WHO sem fékk það verkefni að fjalla um hvað fælist í hugtakinu kynlífsheilbrigði, hvað ógnaði heilbrigðu kynlífi og hvað væri hægt að gera til að stuðla að heilbrigði á þessu sviði (WHO, 1987). í þeirri umfjöllun var hugtakið kynlífsheilbrigði skoðað í tengslum við menningu, í sögulegu samhengi og út frá ólíkum þörfum einstaklinga. Margbreytileiki heilbrigðs kynlífs var álitinn mikill og nauðsynlegt væri hverju sinni að taka mið af menningu og ríkjandi gildum, greina hvernig skilaboð um heilbrigt kynlíf, á hverjum tíma, hefðu áhrif og að hver og einn einstaklingur gengi í gegnum kynferðisþroskann á ólíkan hátt. Skynjun sérhvers manns á því hvað sé heilbrigt kynlíf geti verið mismunandi. Fólk í ólíkum aldurshópum, með andlega eða líkamlega sjúkdóma, í mismunandi samfélögum og trúarhópum sé því líklegt til þess að líta á kynlíf á ólíkan hátt og hafa frábrugnar hugmyndir um hvað sé heilbrigt kynlíf. Sá nútímalegi skilningur, sem lagður er í kynlífsheilbrigði, gengur út frá því að persónuleg viðhorf til kynlífs megi ekki brjóta í bága við siðferðiskennd kynlífsfélaga. í kynlífi og kynferðislegum samskiptum gildi ákveðnar reglur og viss siðferðisleg mörk. Það eru mörk sem hver og einn setur sér og aðrir þurfa að virða. Skilgreining Pan American-heilbrigðis- málastofnunarinnar og WHO í samvinnu við Alheimssamtök um kynfræði, sem sett var fram árið 2000, kemur inn á þessi mörk með því að fjalla um kynlífsrétt fólks. Hún hljóðar svo: Kynlífsheilbrigði er stöðugt ferli sem felur í sér kynferðislega vellíðan á líkamlegu, andlegu, félagslegu og menningarlegu sviði. Kynlífsheilbrigði er það þegar hægt er á frjálsan og ábyrgan hátt að tjá kynferðislegar tilfinningar sem stuðla að persónulegri og félagslegri vellíðan og jafnframt styrkja einstaklinginn og samskipti hans. Það er ekki bundið við að vera án sjúkdóma eða heilsubrests. Til að öðlast og viðhalda kynlífsheilbrigði er nauðsynlegt að viðurkenna og viðhalda kynlífsrétti fólks (PAHO og WHO, 2000, bls. 6). Samkvæmt þessari skilgreiningu felur kynlífsheilbrigði í sér frjálsa og ábyrga tjáningu kynferðislegra tilfinninga, gott samspil milli einstaklinga sem er gefandi og stuðlar að vellíðan fólks. Jafnframt er lögð mikil áhersla á kynlífsrétt hvers og eins. Skiigreiningin er svipuð þeirri frá 1975 að því leyti að kjarni hennar liggur í samspili á miili einstaklinga og að það samspil sé styrkjandi og gefandi fyrir hann og aðra. Báðar skilgreiningarnar leggja áherslu á vellíðan fólks. Sú seinni og meðfylgjandi greinargerð er frábrugðin hinni að því leyti að hún byggist á vísindalegum grunni margvíslegra alþjóðlegra rannsókna (Giami, 2002). Jafnframt kemur fram í henni áhersla á frjálsa tjáningu kynferðislegra tilfinninga, ábyrgð einstaklinga í kynferðislegum samböndum og um rétt einstaklingsins. Merking þessara grundvallarhugtaka skilgreiningarinnar getur verið margvísleg. Frjáls tjáning getur falið í sér að geta tjáð hugsanir og tilfinningar á óþvingaðan hátt í kynferðislegu sambandi og þurfa ekki að óttast háðung eða niðurlægingu. Ábyrgð getur átt við að bera ábyrgð á eigin gjörðum og að vera jafnframt ábyrgur gagnvart öðrum. Ábyrg kynhegðun felur það í sér að geta rætt um og notað getnaðarvarnir þegar það á við og jafnframt að geta rætt um og farið í greiningu á kynsjúkdómum ef grunur leikur á smiti. Einnig felst ábyrgð í því að gæta að heill annarrar manneskju í kynferðislegu sambandi. Áhersla skilgreiningarinnar á kynlífsrétt (e. sexual rights) fólks byggist á samþykkt sem gerð var á alþjóðlegu þingi Alheimssamtaka um kynfræði (World Association for Sexology) árið 1999 (WAS, 2002; PAHO og WHO, 2000, bls. 37). Samkvæmt henni er litið á kynlífsrétt sem alþjóðlegan rétt sem grundvallast á frelsi, virðingu og jafnrétti manna. Til að stuðla að kynlífsheilbrigði einstaklingsins verður að viðurkenna kynlífsrétt hans og jafnframt þarf samfélagið að viðurkenna og leggja áherslu á þennan rétt. Þessi réttur var settur fram í ellefu meginatrtðum sem eru mun víðtækara en áður hefur verið gert. Þau eru: réttur til frjálsræðis í kynlífi, réttur til sjálfstjórnar í kynlífi og líkamlegs öryggis, réttur til einkalífs í kynlífi, réttur til sanngirni í kynlífi, réttur til að njóta kynlífs, réttur til að sýna kynferðislegar tilfinningar, réttur til að tengjast öðrum á frjálsan hátt, réttur til að taka óþvingaðar og ábyrgar ákvarðanir um barneignir og takmörkun þeirra, réttur til kynfræðslu sem byggist á vísindalegum grunni, réttur til alhliða kynfræðslu og réttur til kynheilbrigðisþjónustu. Sem dæmi má nefna að réttur til frjálsræðis í kynlífi á við um það að einstaklingurinn geti notið kynlífs án kynferðislegrar áreitni, þvingana í kynlífi eða misnotkunar. Réttur til sanngirni í kynlífi vísar til þess að hann njóti sanngirni hvað varðar aldur, kyn, kynhneigð, kynþátt, trúarbrögð og félagslega stöðu. Þessi ellefu atriði koma öll inn á það að einstaklingurinn sé frjáls í kynlífi sínu og hafi möguleika á því að geta notið þess. Ekki má þvinga hann til einhvers sem hann vill ekki. Hann á að geta tekið ábyrgar ákvarðanir varðandi kynlíf sem eru honum og öðrum til góðs. Til þess að geta tekið slíkar ákvarðanir þarf hann að hafa góðar upplýsingar og aðgang að þjónustu á þessu sviði. Lokaorð Þegar litið er yfir þróunarsögu orðræðu um kynlíf á um sjötíu ára tímaþili kemur í Ijós að hún einkenndist í upphafi af fáfræði og óöryggi gagnvart því að ræða um kynlíf. Kynlífið er ekki viðurkennt en annað gilti um barneignir. Smám saman fer að vaxa almennur skilningur á nauðsyn þess að leggja áherslu á heilbrigði kynlífs og ræða það á eðlilegan hátt. Vafalítið má rekja þá þróun til aukinna rannsókna og þar með þekkingar á sviði kynfræða. Alþjóðleg samtök og stofnanir hafa komist að þeirri niðurstöðu að leggja þurfi ríka áherslu á kynlífsheilbrigði. Slík hugmyndafræði á þó víða erfitt uppdráttar meðal annars vegna þess að enn er til staðar fáfræði tengd kynlífi sem skapað getur ótta gagnvart því að kynlífið fari endanlega úr böndunum og slíkt leiði til lauslætis og annars ósóma. Frá því að þögnin var algjör hefur tekist á síðustu árum að setja fram mun víðtækari skilning á kynlífi og kynferðislegu heilbrigði. Það er mjög mikilvægt í upplýstu samfélagi nútímans að byggja á þeirri hugmyndafræði til að stuðla að kynlífsheilbrigði fólks með margvíslegum forvörnum. Þær hafi þann tilgang að auðvelda Tímarit hjúkrunarfræðinga - 4. tbl. 82. árg. 2006 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.