Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2006, Blaðsíða 24
Samkvæmt kanadísku leiðbeiningunum er fyrsta verkefni hjúkrunarfræðings að stofna til tengsla við fjölskylduna
og það er forsenda þess að stuðningur við fjölskyldu barns með langvinnan sjúkdóm geti átt sér stað.
7. Starfshættir sem mælt er með (recommendation)
Stofna til tengsla við fjölskylduna
• Tengsl hefjast við fyrstu kynni hjúkrunarfræðings og fjölskyldu.
• Samskiptin einkennast af virðingu, trausti, jákvæðni, samræðum og hlustun, bæði hjúkrunarfræðingur og fjölskylda leggja til
upplýsingar.
• Fjölskyldan og hjúkrunarfræðingurinn koma með ákveðna lífssýn og lífsgildi inn í samskiptin sem geta haft áhrif á það hvernig
tekist er á við heilbrigiðsvandann.
• Fjölskyldan og hjúkrunarfræðingurinn leggja til styrk og úrræði við lausn heilbrigðisvandans.
Nursing Best Practice Guideline, 2006
2. Starfshættir sem mælt er með (recommendation)
Meta þarfir fjölskyldunnar
Með mati á fjölskyldunni má komast að því hvort og hvernig veikindi barnsins hafa áhrif á aðra í fjöiskyldunni. Þannig gerir
hjúkrunarfræðingurinn sér einnig grein fyrir styrk og stuðningsþörfum fjölskyldunnar. Flafa skal í huga að sérhver fjölskylda er
sérstök og einkenni fjölskyldunnar, fyrri reynsla, þroskastig hennar og úrræði munu hafa áhrif á það hvernig hún tekst á við
heilbrigðisvandann. Við mat á fjölskyldunni skulu eftirfarandi þættir skoðaðir eftir því sem við á:
• Fjölskyldumynstur; upplýsingar um einstaklingana í fjölskyldunni, kynþáttur, menning, trúarbrögð, fjárhagur, lífsstíll, þroskaferill,
hlutverk og samskipti milli einstaklinganna
• Búseta og umhverfi fjölskyldunnar; einkenni samfélagsins, aðgangur að heilbrigðisþjónustu, skólamál.
• Styrkleiki fjölskyldunnar; lífsgildi og lífssýn fjölskyldunnar, úrræði, úrlausn vandamála og geta til að takast á við heilbrigðisvandann.
Stuðningur fjölskyldunnar; hver er helsti stuðningur fjölskyldunnar við þær aðstæður sem fjölskyldan stendur núna frammi fyrir.
Nursing Best Practice Guideline, 2006
Til eru nokkrar gerðir líkana um mat á aðstæðum fjölskyldna. Calgary-fjölskyldumatslíkanið (Wright og Leahey, 2005) er eitt
þeirra og samræmist vel kanadísku leiðbeiningunum. í kanadísku leiðbeiningunum er einnig lagt til að hið svokallaða 15 mínútna
viðtal Wright og Leahey sé notað við tengslamyndun og mat hjúkrunarfræðingsins á fjölskyldunni. 15 mínútna viðtalið byggist á
samræðum og spurningum sem hafa meðferðargildi, að afla upplýsinga um fjölskylduna og draga fram styrkleíka fjölskyldunnar
og einstaklinganna innan hennar. Wright og Leahey benda á að með þekkingu og hæfni hjúkrunarfræðingsins megi á skömmum
tíma hafa veruleg áhrif á hjúkrun fjölskyldunnar. Stutt viðtal getur verið allt í senn; árangursríkt, upplýsandi og fræðandi og getur
jafnvel bætt heilsu viðkomandi. Fimm helstu atriði viðtalsins eru:
• að nálgast fjölskylduna með virðingu og kurteisi
• samræður og hlustun sem hafa meðferðargildi
• afla upplýsinga um fjölskylduna og mælt er með því að dregið sé upp ættartré
• spurningar eru settar fram í meðferðartilgangi, svo sem: „Hvernig útskýrir þú það fyrir sjálfum/ri þér að barnið þitt/ykkar hefur
fengið þennan sjúkdóm?" „Ef þið fengjuð svar við aðeins einni spurningu, hvaða spurningar mynduð þið spyrja?" „Af hverju hafið
þið mestar áhyggjur núna?"
• hrósa og draga fram styrkleika fjölskyldunnar í þeim tilgangi að fjölskyldan sjái úrræði til iausnar heilbrigðisvandanum.
Á fyrstu dögunum eftir greiningu sjúkdóms svo sem sykursýki, sem krefst flókinnar umönnunar af hálfu fjölskyldunnar, þarf hún
að tileinka sér á skömmum tíma allt sem viðkemur umönnun barnsins á sama tíma og hún þarf að takast á við áfallið sem fylgir
greiningu sjúkdómsins. Ættingjarnir hafa í einu vetfangi öðlast nýtt hlutverk, að taka ábyrgð á meðhöndlun sjúkdóms og umönnun
langveiks barns.
Þegar hið daglega líf tekur við að loknu greiningarferlinu leitast fjölskyldan við að ná jafnvægi á ný og þörf er á að sameina meðferð
og umönnnun daglegu lífi fjölskyldunnar. En langvarandi umönnun og ástand barna og unglinga með langvinna sjúkdóma getur
22
Tímarit hjúkrunarfræðinga - 4. tbl. 82. árg. 2006