Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2006, Blaðsíða 44
Tafla 2. Hlutfall fagstétta sem fræða um áfengi og vímuefni innan
hvers heilsuverndarsviðs.
Fjöldi svarenda n (%)
sjaldan/
mjög oft/ mjög
Heilsuverndarsvið Alls oft stundum sjaldan
Mæðravernd 21 14 (67) 5(24) 2(9)
Hjúkrunarfr. Ung- og smábarnav. 67 16 (24) 21 (31) 30 (45)
(N=79) Skólaheilsugæsla 36 15 (42) 13 (36) 8 (22)
Mæðravernd 17 14 (82) 3(18) 0
Ljósmæður Ung- og smábarnav. 6 3 (50) 3 (50) 0
(N=17) Skólaheilsugæsla 1 1 (100) 0 0
Mæðravernd 17 8(47) 2(12) 7(41)
Læknar Ung- og smábarnav. 19 1 (5) 4(21) 14 (74)
(N=20) Skólaheilsugæsla 16 4(25) 3(19) 9 (56)
Nánast öllum svarendum fannst fræðsla um áfengi og vímuefní
mikilvæg í heilsugæslu en mikilvægi hennar var mismikið
eftir heilsuverndarsviði. Þannig veitti tæplega helmingur
hjúkrunarfræðinga og um 3/4 lækna, sem svöruðu og sem
störfuðu innan ung- og smábarnaverndar, sjaldan eða
mjög sjaldan fræðslu innan þess sviðs (tafla 2). Hins vegar
veittu fagstéttirnar oftast fræðslu innan mæðraverndar og
skólaheilsugæslu. Þeir sem voru í meira en 20% stöðugildi
sögðust frekar veita fræðslu mjög oft eða oft en hinir sem voru
í lægra stöðuhlutfalli (tafla 3).
taldi sig hafa frekar mikla þekkingu og hinn hópurinn taldi sig
hafa frekar litla þekkingu á málaflokknum. Um þriðjungur
hjúkrunarfræðinganna, yfir helmingur Ijósmæðranna og flestir
læknanna höfðu farið á námskeið sl. 5 ár. Samanburður á
mati á eigin þekkingu og hvort einstaklingurinn hefði farið
á námskeið sl. 5 ár sýndi að heilbrigðisstarfsmenn, sem
höfðu farið á námskeið, töldu sig hafa meiri þekkingu til að
sinna fræðslu. Þrátt fyrir að stærsti hluti svarenda teldi sig
hafa mikla þekkingu á málaflokknum svöruðu nánast allir
hjúkrunarfræðingarnir, allar Ijósmæðurnar og yfir helmingur
læknanna því til að þeir myndu fara á fræðslunámskeið um
áfengi og vímuefni ef boðið yrði upp á það.
Um fjórðungur svarenda svaraði því til að ekkert fræðsluefni væri
til innan heilsugæslunnar um áfengi og vímuefni en hinir skiptust
í nokkuð jafna hópa sem sögðu fræðsluefni vera mjög eða frekar
hentugt og síðan mjög eða frekar óhentugt. Nokkur munur var á
svörum eftir fagstéttum. Flestar Ijósmæðurnar sögðu fræðsluefnið
hentugt en aðeins fjórðungur hjúkrunarfræðinganna. Læknarnir
skiptust nokkuð jafnt milli flokka en um fjórðungur þeirra sagði
ekkert fræðsluefni vera til.
Viðhorf til fræðsluaðferða var misjafnt eftir fagstéttum.
Fræðsluaðferðir, sem svarendur töldu henta, voru fjölbreyttari
en þær sem þeir höfðu yfir að ráða (mynd 1). Flestir
notuðu einstaklings- og fjölskyldufræðslu ásamt bæklingum
en þeir töldu þessar fræðsluaðferðir ásamt myndböndum
og hópfræðslu vera hentugar fræðsluaðferðir. Fæstir töldu
veraldarvefinn og margmiðlun hentug til fræðslu og nokkrum
fannst slíkt henta vel.
Tafla 3. Umfang starfshlutfalls á hverju heilsuverndarsviði og
hversu oft fræðsla er veitt.
Fjöldi svarenda n (%) Mjög oft/ Heilsuverndarsvið Starfshlutfall oft Stundum Sjaldan/ mjög sjaldan
Mæðravernd s20% 8 (30) 8 (30) 11 (40)
>20% 9(47) 7(37) 3(16)
Ung- og smábarnav. £20% 10 (25) 9 (22) 21 (53)
>20% 7(17) 16 (39) 18 (44)
Skólaheilsugæsla s20% 18 (56) 7(22) 7(22)
>20% 12 (86) 2(14) 0
Misjafnt var eftir svarendum hvenær þeir teldu mikilvægast að
veita fræðslu um áfengi og vímuefni. í mæðravernd töldu tveir
þriðju svarenda að mikilvægást væri að veita fræðslu við fyrstu
skoðun eða eftir þörfum. í ung- og smábarnavernd nefndi
rúmlega helmingur fyrstu heimavitjun en síðan eftir þörfum eða
reglulega. í skólaheilsugæslunni taldi helmingur svarenda að
best væri að byrja á miðstigi (10-12 ára). Heldur fleiri vildu byrja
á yngsta stigi (36%) en á efsta stigi (15%).
Hjúkrunarfræðingar skáru sig úr hvað varðar mat á eigin
þekkingu til að fræða um áfengi og vímuefni. Gagnstætt
læknum og Ijósmæðrum, sem flest töldu sig hafa mikla
eða frekar mikla þekkingu til að veita slíka fræðslu, skiptust
hjúkrunarfræðingarnir í tvo vel afmarkaða hópa. Annar hópurinn
Einstaklings- og
fjölskyldufræðslu
Bæklingar
Myndbönd
Hópfræðsla
Veraldarvefurinn
Margmiðlun
20
40 60 80
Fjöldi svaranna
100
120
Mynd 1. Fræðsluaðferðir
Svarendur voru beðnir um að velja eitt af fimm atriðum sem
þeir teldu líklegast til forvarna í áfengis- og vímuefnamálum.
Tæplega helmingur (45%) taldi forvarnir meðal barna og
unglinga vera líklegastar til árangurs en fast á eftir fylgdi
fræðsla til foreldra um aga og uppeldi (38%) og að lokum
fræðsla og upplýsingar til foreldra (17%). Enginn svarandi taldi
aukna tollgæslu eða hertar refsingar líklegastar til árangurs.
Fjórðungur þeirra sem tók afstöðu gat ekki valið eitt atriði
heldur merkti við tvö eða fleiri.
42
Tímarit hjúkrunarfræðinga - 4. tbl. 82. árg. 2006