Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2006, Blaðsíða 28
Guðrún Guðnadóttir / karisigf@isl.is
LITIÐ UM ÖXL
VINNUSTAÐURINN MINN
Að þessu sinni ætla ég að ræða um
þann vinnustað sem ég starfaði lengst
við á hjúkrunarferli mínum, þ.e. Klepps-
spítalann sem síðar var nefndur geðdeild
Landspítalans. Eftir nokkurra ára störf
á handlækningadeildum og skurðstofu,
bæði hérlendis og erlendis, sótti ég
um stöðu við Kleppsspítalann. Sannast
að segja var það mest vegna þeirra
hlunninda sem þar var boðið upp á, bæði
íbúðar og barnagæslu, en með árunum
óx áhugi minn svo fyrir því starfi að ég
ílentist þar í 35 ár, eða til starfsloka.
í fyrstu voru allar deildir yfirfullar af
sjúklingum en fátt um fagfóik. Hjúkr-
unarfræðingar voru flestir á tvískiptum
vöktum og læknar örfáir. Félagsráðgjafar
og sálfræðingar voru ekki til en rann-
sóknarkonur voru þá komnar og iðjuþjálfi.
Læknanemar og hjúkrunarnemar voru
mikilvægir starfskraftar og reynslunni
ríkari eftir dvölina þar. Fátt var einníg
um annað starfsfólk og míkið álag á
fjölmennum deildum en þar var rúm við
rúm, engin vaktherbergi eða dagstofur
og lyfjaskápurinn í býtibúrinu. Sjúklingar
gengu í spítalafötum og lítið var um
sameiginlegt borðhald. Vegna fólksfæðar
þurfti að loka órólega sjúklinga inni á
svokölluðum „sellum'' svo að þeir yllu
hvorki sér né öðrum skaða. Geðlyfin voru
reyndar komin til sögunnar og má segja
að nýjungar í meðferð og breytingar á
umhverfi sjúklinganna hafi streymt inn um
það leyti er ég hóf störf þar.
Þeirra sem á undan okkur gengu við
störfin var ávallt minnst með virðingu
en of litlar fjárveitingar og baráttan við
fordómana hefur sjálfsagt gert þeim erfitt
fyrir. Spennitreyjur, sem notaðar voru hjá
öðrum þjóðum, voru þó aldrei leyfðar
þar af mannúðarhugsjón. Samheldni var
mikil á þessum afskekkta vinnustað en
stór hluti þeirra sem þar unnu bjuggu
á staðnum og rekið var stórt bú við
spítalann.
Kleppsspítalinn
Ég hafði starfstitilinn aðstoðarforstöðu-
konaogsíðarhjúkrunarframkvæmdastjóri.
Störf mín í fyrstu voru svo margbreytileg
að mér var fátt óviðkomandi. Ég seldi
frímerki, tóbak, afgreiddi vörur af lager,
hélt bókhald og hafði með fjármál
sjúklinganna að gera. Starfsmannahald
og ráðningar var einnig stór þáttur í
starfinu sem og umsjón með deildum.
Á morgnana komum við sem unnum
utan deilda saman við hringborð eitt
í kjallaranum og ræddum málin yfir
kaffisopa. Síðar reis stór skrifstofubygging
á lóðinni og man ég að viðbrigðin voru
svo mikil að okkur fannst við vart finna
hvert annað er þangað kom. Ég gekk
stofugang alla morgna og í hádeginu var
svo haldinn fundur með læknunum og
mál sjúklinganna rædd, svo sem meðferð
og inn- og útskriftir.
Breytingar urðu örar, vel menntað fólk og
nýir starfshópar hösluðu sér völl meðal
okkar og ég tók þátt í ævintýrinu með
opnum huga og áhuga. Síðar fór ég í
tveggja ára sérnám í geðhjúkrun.
Á spítalanum var rúmum fækkað og
gerðar voru upp deildir með borðstofum,
dagstofum, vaktherbergjum og bættri
vinnuaðstöðu fyrir starfshópana.
Heimilislegar deildir og síðar sambýli urðu
til vítt og breytt utan við sjúkrahúsið en
þó í tengslum við það. Bilið milli sjúkra
og heilbrigðra varð æ minna með því
fyrirkomulagi. Við tókum við straumum
og stefnum með opnum huga, svo sem
samfélagslækningum, hópmeðferð og
atferlismeðferð. Endurhæfingarhugsjónin
var efld og útbúnar sérstakar deildir fyrir
þann þátt. Göngudeildirfyrir fólk utan úr bæ
spruttu upp, vímuefnin fengu sitt sérstaka
svigrúm, barna- og unglingageðdeildin
heyrði einnig undir spítalann og ný
geðdeildarbygging reis á Landspítalalóð.
Stjórnunarlegir þættir á svo stórri stofnun
voru því mjög umfangsmiklir. Nýjungar í
hjúkrun náðu, að sjálfsögðu, inn til okkar,
Tímarit hjúkrunarfræðinga - 4. tbl. 82. árg. 2006