Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2006, Blaðsíða 36

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2006, Blaðsíða 36
Guðrún Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðíngur, MS, verkefnisstjóri Geðræktar / Gudrun@lydheilsustod.is GEÐHJÚKRUN OG GEÐORÐIN 10 Nú er komið að lokum greinaskrifanna „Geðhjúkrun og geðorðin 10“. Geðorðin 10 eru afrakstur elju og hugsjóna þeirra sem settu geðræktarverkefnið á fót í upphafi. Samvinna og gagnkvæm virðing Geðrækt er nú eitt af verkefnum Lýðheilsustöðvar (www.lydheilsustod.is) sem hefur það að leiðarljósi að skapa landsmönnum tækifæri til heilbrigðs lífs. Það gera starfsmenn Lýðheilsustöðvar með því að leitast stöðugt við að auka þekkingu á sviði lýðheilsu, fræða í samstarfi við aðra, samræma og efla starf á vettvangi forvarna og heilsueflingar og vera stjórnvöldum til ráðgjafar. Gildum starfsmanna Lýðheilsustöðvar er lýst með orðunum þekking, virðing, árangur og samvinna en samstarf og gagnkvæm virðing eru grundvöllur þess að árangur verði af starfinu. Greinaskrifin „Geðhjúkrun og geðorðin 10“ eru einmitt afrakstur slíkrar samvinnu. Geðorðin 10 sem leiðarvísir Geðorðin 10 eru einföld ráð en um leið mikilvægur leiðarvísir í daglegu lífi. Þau minna á ábyrgð hvers og eins á eigin lífi en einnig samfélagslega ábyrgð gagnvart öðrum. Fyrsta geðorðið: „Hugsaðu jákvætt, það er léttara," er því undirstaða vellíðanar því án jákvæðra hugsana er engin vellíðan og halda má því fram, að tilfinningalegt heilbrigði sé lykillinn að hamingjuríku lífi og velgengni. Mörgum getur reynst erfitt að finna áhrifaríkar leiðir til að takast á við erfiðleika og vonbrigði. Reynslan hefur hins vegar leitt f Ijós að þegar þrautseigja ungs fólks er styrkt til að takast á við lífið þá finni það síður til sjálfsvígshugsana og þunglyndis, og það eflir tilfinningalega getu sína (Eydís Sveinbjarnardóttir, 2006a). Jafnvel mjög ung börn geta lært ^ GEÐORÐIN 10 1. Hugsaðu jíkvætt það er líttara 2. Hlúðu að þvi sem þér þyklr vænt um 3. Haltu áfram að Uera svo tengi sem þú Ufir 4. Lærðu af mistökum þinum 5. Hreyfðu þig daglega, það léttir lundina 6. FUektu ekki lif þitt að ðþörfu 7. Reyndu að skilja og hvetja aðra i kringum þfg S. Gefstu ekki upp, velgengnl í lifinu er tanghlaup 9. Finndu og raektaðu hæfilelka þina 10. Settu þér markmlð og láttu drauma þina rætast mismunandi aðferðir til að takast á við vandamál og erfiðleika sem þau standa frammi fyrir í daglegu lífi og það getur hjálpað þeim að mynda tengsl við annað fólk og að bregðast við vandamálum á jákvæðan hátt (Mishara og Ystgaard, 2006). Meðal barna jafnt sem fullorðinna felst lykillinn að góðum árangri f því sama. Því fleiri leiðir, sem hægt er að nota til að leysa vandamál, því meiri líkur eru á farsælli lausn og betri líðan (Lazarus og Folkman, 1984). Geðhjúkrunarfræðingar, sem vinna með fjölskyldum, meta áhættuþætti og verndandi þætti fjölskyldunnar. Áhættuþættir eru m.a. að lifa við fátækt, ofbeldi, einangrun eða langvinnan geðsjúkdóm í fjölskyldunni. Verndandi þættir geta hins vegar verið uppbyggileg samskipti, ástundun áhugamála og náms eða aukin sjálfskilningur einstaklinga í fjölskyldu (Eydís K. Sveinbjarnardóttir, 2006a). Öll höfum við þörf fyrir ást og umhyggju annarra. Það er okkur eðlilegt að sinna okkar nánustu, börnunum okkar, mökunum, systkinum og vinahópnum, og þar komum við að geðorði nr. 2: „Hlúðu að þeim sem þér þykir vænt um“. Lífið væri ósköp snautt ef við værum ekki í samspili og tengslum við aðra, saman erum við sterkari, það er skemmtilegra að vera til þegar við gefum af sjálfum okkur og njótum lífsins með öðrum og við erum einfaldlega heilli þegar við erum í góðum tengslum við aðra (Guðbjörg Sveinsdóttir, 2006a). Af bókum má margt læra en ekki síður af lífinu og reynslunni, eigin mistökum og eigin sigrum og þar kemur geðorð nr. 3 til skjalanna: „Haltu áfram að læra svo lengi sem þú lifir.“. Það er lífstíðarverkefni að kynnast sjálfum sér og eigin viðbrögðum (Guðný Anna Arnþórsdóttir, 2006a). Geðorð nr. 4: „Lærðu af mistökum þínurn," felur e.t.v. í sér mesta lærdóminn. Sumir einstaklingar sjá oft mistök sín sem eitthvað óyfirstíganlegt, þrjóskast við að viðurkenna vanmátt sinn, þora illa að takast á við mótbyr, sjá endalausar ógnanir og draga sig í hlé (Salbjörg Bjarnadóttir, 2006a). Þá er oft stutt í óvirknina og hreyfingarleysið. „Hreyfðu þig daglega, það léttir lundina," segir í geðorði nr. 5. Sameiginleg reynsla margra er að verða léttari í lund eftir að hafa farið í göngutúr eða út að hlaupa þegar vanlíðan sækir að. Niðurstöður fjölda rannsókna hafa einnig leitt líkum að mikilvægi reglulegrar hreyfingar fyrir heilsu almennt. Hjúkrunarfræðingar hafa tækifæri til þess í starfi sínu að hvetja skjólstæðinga sína til aukinnar hreyfingar og hollrar næringar (Sigríður Bjarnadóttir, 2006a). Enn fremur geta hjúkrunarfræðingar haft áhrif á að þeir sjálfir sem og aðrir tileinki sér boðskap þann sem geðorð nr. 6 flytur: „Flæktu ekki líf þitt að óþörfu." Til að geta borið virðingu fyrir öðrum þurfum við að bera virðingu fyrir sjálfum okkur, þekkja eiginleika okkar og skoðanir og um leið virða skoðanir annarra. Margir þurfa einnig að læra að setja sjálfum sér mörk. Til að einfalda lífið og njóta þess er 34 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 4. tbl. 82. árg. 2006
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.