Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2006, Blaðsíða 45

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2006, Blaðsíða 45
RITRÝNDAR FRÆÐIGREINAR Umræða Niðurstöður þessarar könnunar benda til þess að hjúkrunarfræðingum, læknum og Ijósmæðrum finnist áfengis- og vímuvarnir vera mikilvæg forvarnaverkefni innan heilsu gæslunnar hvort sem er í mæðravernd, ung- og smábarnavernd eða skólaheilsugæslu. Mikilvægara þótti að veita slíka fræðslu í mæðravernd og skólaheilsugæslu en í ung- og smábarnavernd. Læknar og Ijósmæður töldu þekkingu sína góða andstætt því sem hjúkrunarfræðingar gerðu, en allir óskuðu þó eftir meiri fræðslu um málaflokkinn. Aftur á móti þótti skorta viðeigandi fræðsluefni til notkunar í daglegu starfi og þá sérstaklega fyrir einstaklings- og fjölskyldufræðslu sem þótti hentugasta fræðsluaðferðin. Mikilvægast þótti að efla forvarnastarfið gagnvart börnum og unglingum. Þessar niðurstöður eru í samræmi við rannsóknir erlendis. í ástralskri rannsókn, þar sem könnuð var þekking og viðhorf heimilislæknanema til fræðslu um áfengi og vímuefni, kom fram að 99% þátttakenda töldu það vera innan síns verkahrings að kanna áfengis- og vímuefnanotkun sjúklingá og 95% töldu vandamál tengd neyslunni vera innan síns verkahrings (Roche o.fl. 1996). í sænskri rannsókn töldu læknar og hjúkrunarfræðingar það vera hlutverk sitt að spyrja og fræða um áfengi og vímuefni en tæplega helmingur hjúkrunarfræðinganna taldi að einstaklingurinn brygðist illa við spurningum um áfengisneyslu (Johanson o.fl., 2002). í sömu rannsókn kom fram að bæði hjúkrunarfræðingar og læknar töldu þekkingu sína þokkalega. Þó töldu læknar sína þekkingu meiri og er það í samræmi við okkar niðurstöður þar sem hjúkrunarfræðingar töldu sig hafa mun lakari þekkingu en bæði læknar og Ijósmæður gerðu. Stærsti hluti svarenda var í mjög lágu starfshlutfalli innan hvers heilsuverndarsviðs. Athyglisvert er að þeir sem voru í hærra stöðuhlutfalli (>20%) sögðust veita fræðslu mjög oft eða oft í starfi sínu, mun oftar en þeir sem voru í lægra stöðuhlutfalli. Með auknu starfshlutfalli fagaðila í heilsuvernd virðast því gefast tækifæri til að efla fræðslu um áfengis- og vímuvarnir. Algengt er að allt fagfólk heilsugæslustöðva sínni öllum þáttum heilsuverndar. í Ijósi þess og niðurstaðna þessarar rannsóknar mætti velta því fyrir sér hvort endurskípulagning verkefna fagfólks á heilsugæslustöðvum myndi styrkja faglegan grunn heilsuverndarstarfsins. Með sérhæfingu starfsfólks á hverri heilsugæslustöð gæfist hverjum og einum tækifæri til að efla þekkingu sína í málaflokki á sínu áhugasviði, þ.m.t. heilsufræðslu um áfengi og vímuefni. Þannig er t.d. mæit með því í Svíþjóð að hver hjúkrunarfræðingur, sem sinnir ung- og smábarnavernd, sjái að lágmarki um 25-30 nýbura á ári til að viðhalda þekkingu sinni um vöxt og þroska þeirra (Socialstyrelsen, 2001). Samræmi virðist vera milli þess fræðsluefnis, sem til er innan heilsugæslunnar, og svara fagstéttanna um hvort það sé hentugt í daglegu starfi. Bæklingurinn Vímuefni og meðganga var nýútkominn þegar rannsóknin var framkvæmd og kynning meðal Ijósmæðra hafði farið fram á innhaldi hans. Þær notuðu hann mikið enda töldu þær fræðsluefnið hentugt. Hjúkrunarfræðingar voru hins vegar á öðru máli því einungis fjórðungur þeirra taldi fræðsluefnið, sem þeir notuðu, hentugt. Því virðist vanta gott fræðsluefni fyrir þá í forvarnarstarfi um áfengis- og vímuefni. Fagstéttirnar voru nokkuð sammála um að einstaklings- og fjölskyldufræðsla auk bæklinga væri hentugasta fræðsluaðferðin. Það er mikilvægt að fagfólk innan heilsugæslunnar fái þjálfun og fræðsluefni til að styðja við daglegt starf sitt með foreldrum og börnum þeirra. í því sambandi má nefna aukna þekkingu á árangursríkum aðferðum til að fræða og styðja við foreldra og börn (Hall og Elliman, 2003; Nutbeam og Harris, 1999; van Mejel o.fl., 2004;). Hlutfallslega voru hjúkrunarfræðingar og Ijósmæður jákvæðari gagnvart myndböndum, veraldarvefnum og margmiðlun heldur en læknarnir. Fram á síðustu ár hafa einstaklingsfræðsla, fjölskyldufræðsla, bæklingar og myndbönd verið helsta fræðslu- aðferðin innan heilbrigðisgeirans. Fagstéttir virðast ekki nýta veraldarvefinn til fræðslu heldur notar almenningur hann til upplýsingaöflunarum heilsutengd málefni (Escofferyo.fi., 2005; VanBiervliet og Edwards-Schafer, 2004). Hér á landi hefur Lýðheilsustöð byggt upp öfluga heimasíðu með aðgengilegri heilsufræðslu fyrir almenning. Heilsugæsla landsins mætti ef til vill efla starf sitt að þessu leyti, bæði hvað varðar upplýsingar fyrir almenning en ekki síður að efla miðlun viðeigandi fræðslu og stuðning við starfsfólk og þannig stuðla að símenntun þeirra. Hjúkrunarfræðingar, Ijósmæður og læknar vildu byrja á fræðslu um áfengi og vímuefni sem fyrst á hverju heilsuverndarsviði og síðan veita hana reglulega eða eftir þörfum. Rannsóknir hafa sýnt að stuðningur og ráðgjöf á meðgöngu og fyrst eftir fæðingu geta haft töluvert forvarnagildi varðandi áfengis- og vímuefnanotkun síðar meir. I langtímarannsókn Olds o.fl. (1998) heimsóttu hjúkrunarfræðingar ógiftar og illa stæðar mæður mun oftar en ætlað var eða að meðaltali 9 sinnum á meðgöngu og 23 sinnum fyrstu tvö æviár barnsins. 15 árum síðar kom í Ijós að börn þessara mæðra lentu minna í útistöðum við lögreglu, reyktu minna og drukku minna áfengi en samanburðarhópur sem ekki fékk slíkan stuðning. Forvarnafræðsla um áfengi og vímuefni innan grunnskóla hefur tekið miklum breytingum sl. 30 ár og árangur slíkrar fræðslu verið rhetinn víða erlendis. Heildarniðurstaða á slíku mati sýnir að þekking barna eykst en lítil áhrif verða á notkun áfengis- og vímuefna ef fræðslan er eingöngu veitt í skólastofum (Tobler og Stratton, 1997). Áherslan á forvarnafræðslu hefur því breyst úr því að auka þekkingu barna yfir í að auka félagslega færni og hafa áhrif á viðtekin viðhorf. í þessari þróun hefur fræðsla færst úr því að vera eingöngu inni í skólastofum í það að gera foreldra virka, nota fjölmiðla og virkja samfélagið í heild sinni. Foreldrar og samfélagið eru fyrirmyndir barna og unglinga og leggja með atferli sínu, skilaboðum og samskiptum grunn að hegðun barna og unglinga. Þessi nýja áhersla hefur skilað árangri (Botvin, 2000; Flay, 2000; Svandís Nína Jónsdóttir o.fi., 2002). Webster-Stratton og Taylor (2001) telja þau börn í mestri hættu á að misnota áfengi og vímuefni á unglingsárum sem Tímarit hjúkrunarfræðinga - 4. tbl. 82. árg. 2006 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.