Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2006, Page 10

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2006, Page 10
Valgerður Katrín Jónsdóttir / valgerdur@hjukrun.is LANGAÐI TIL AÐ „VERÐA EITTHVAÐ" segir Bergljót Líndal, heiðursfélagi FÍH Bergljót Líndal segir það hafa verið afar praktíska hugsun hjá sér að velja hjúkrun sem starfsvettvang en bætir við að hún hafi séð sjálfa sig fyrir sér sem hjúkrunarkonu þegar hún var lítil stúlka þegar hún var að hugsa um framtíðarstarfið. Hún er yngsta barn hjónanna Theodórs Líndals, prófessorsílögfræði, og Þórhildar Briem húsfreyju og segir að það hafi þótt sjálfsagt í fjölskyldu hennar að hún gengi menntaveginn eins og eldri systkinin þrjú og lyki stúdentsprófi. „Ég var vissulega af forréttindastétt hvað þetta varðar. Það þótti svo sjálfsagt að það var aldrei rætt.“ Það hafi þó almennt ekki verið sjálfsagt að stúlkur færu í menntaskóla því að stundum var sagt að þær köstuðu menntun sinni á glæ ef þær giftu sig og urðu heimavinnandi húsmæður og héldu ekki áfram námi. „Ég hef alltaf verið ákaflega ósátt við þá skoðun því að góð menntun er einhver besti grunnur undir lífið sem hugsast getur. Það var aldrei neitt vafamál hjá mér að fá þennan góða grunn hvað svo sem tæki við eftir stúdentspróf," segir hún þar sem hún situr á skrifstofu ritstjóra Tímarits hjúkrunarfræðinga eftir að hafa fengið sér göngu að heiman sem hún segir vera sína líkamsrækt undanfarin ár. Það er meðvituð ákvörðun hjá henni að eiga ekki bfl, hún hefur gengið í vinnu og heim aftur árum saman og leggur fyrir þá peninga sem sparast. 8 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 4. tbl. 82. árg. 2006

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.