Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2008, Blaðsíða 5

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2008, Blaðsíða 5
FORMANNSPISTILL NÝiR TÍMAR - NÝ TÆKIFÆRI Elsa B. Friðfinnsdóttir. Átímumörrabreytingaíheílbrígöísþjónustu er mikilvægt fyrir hjúkrunarfræðinga aö taka höndum saman og setja fram skýra framtíðarsýn í hjúkrun. í hjúkrun, eins og annars staðar í samfélaginu, hættir okkur til að lifa svo sterkt í nútíðinni að halda mætti að nútíðin verði einnig framtíðin. Þannig verður framtíðin bara til, nánast af sjálfu sér, og við tökum bara því sem að höndum ber. Við bregðumst þá við því sem þegar er orðíð í stað þess að móta eða hafa áhrif á framtíðina. Segja má að heilbrigðisþjónusta og hjúkrunarþjónusta á íslandi standi nú á ákveðnum tímamótum. Ný lög um heilbrigðisþjónustu tóku gildi á síðasta ári og ný stofnun, Sjúkratryggingastofnun, tók til starfa um síðustu mánaðamót. Með þeirri stofnun mun margt breytast, fyrirséð og ófyrirséð. Þeir sem töluðu gegn þeim breytingum, sem fyrirséð er að fylgja muni stofnuninni, telja að breytingarnar muni leiða til misskiptingar í samfélaginu hvað heilbrigðisþjónustu varðar. Aðrir hafa viljað sjá tækifæri í breytingunum, m.a. að möguleikar heilbrigðisstarfsfólks til sjálfstæðs reksturs aukist og að samkeppni muni leiða af sér aukin gæði þjónustunnar. Þessi ólíku viðhorf hafa eflaust bæði eitthvað til síns ágætis en mikilvægast er þó að gera sér grein fyrir að þróunin - framtíðin - er í okkar höndum. Á sama tíma og ýmsir þættir í ytra umhverfi skapa tækifæri má greina blikur á lofti á öðrum sviðum. Aðsókn að hjúkrunarfræðinámi í Háskóla íslands hefur sjaldan verið minni en á þessu hausti. Það er þó fagnaðarefni að heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri heldur sínum hlut hvað aðsókn varðar. Stjórnenda hjúkrunarfræðideildar HÍ bíður það verkefni að greina hvað veldur minnkandi aðsókn að náminu þar og bregðast við. Yfirvofandi breytingar á stjórnkerfi Landspítalans vekja upp spurningar um stjórnunarlegt vægi hjúkrunarfræðinga. Ásókn annarra stétta inn í störf hjúkrunarfræðinga vekja upp spurningar um kröfur um gæði hjúkrunarþjónustu. Tilflutningur heimahjúkrunar í Reykjavík frá heilsugæslunni til velferðarviðs borgarinnar vekur upp spurningar um áherslurog hugmyndafræði þjónustunnar. Og áfram mætti telja. En felast ekki tækifæri jafnvel í blikunum? Á hjúkrunarþingi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga er fjallað um fagleg málefni hjúkrunar og stefnan mörkuð. Á hjúkrunarþingi nú í nóvember verður lögð áhersla á þau tækifæri sem nýtt umhverfi í heilbrigðismálum skapar hjúkrunarfræðingum. Þar verður m.a. reynt að rýna í framtíðina og spurt hvert hlutverk hjúkrunarfræðinga og starfsvettvangur í heilbrigðisþjónustunni verður fram til ársins 2020. Hvernig geta hjúkrunarfræðingar haft áhrif á þær breytingar sem munu verða? Býr menntun hjúkrunarfræðinema þá undir framtíðina eða bara nútíðina? Hvernig vilja hjúkrunarfræðingar sjá hjúkrunarþjónustuna og sitt hlutverk? Og hvað viljum við og ætlum að gera til að ná fram þeim breytingum sem við viljum sjá? Hver er framtíðarsýn hjúkrunarfræðinga? Nýtt skipulag FÍH, sem samþykkt var á aðalfundi félagsins í maí síðastliðnum og taka mun gildi á afmælisári 2009, miðar m.a. að því að styrkja félagið í því að skapa framtíðina. Grunnstoðir félagsins, fagdeildirnar og svæðisdeildirnar, munu styrkjast og vægi þeirra í ákvarðanatöku um félagsleg málefni aukast. Tengsl stjórnar félagsins við „grasrótina“ munu eflast. Til að móta framtíðína þarf leiðtoga, fólk sem starfar á vettvangi, fólk með metnað og skýra framtíðarsýn. Félagið þarf að fóstra leiðtoga í hjúkrun, hjúkrunarfræðinga sem koma til starfa í fagdeildum og svæðisdeildum, og verða í forystu á sínu sviði eða svæði. Sterkari fagdeildir auka einnig möguleikana á faglegu samstarfi FÍH og menntastofnana hjúkrunarfræðinga, enda er það nauðsynlegt til að menntun hjúkrunarfræðinga búi þá undir þá framtíð sem bíður þeirra. Til að framtíðarsýn verði að veruleika þarf breiða samstöðu um hver sýnin á að vera. Því hvet ég hjúkrunarfræðinga til að fjölmenna á hjúkrunarþingið sem haldið verður dagana 6. og 7. nóvember og leggja sitt af mörkum til að móta framtíðarsýn hjúkrunarfræðinga til 2020. Tímarit hjúkrunarfræðinga - 4. tbl. 84. árg. 2008 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.