Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2008, Side 38

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2008, Side 38
Christer Magnusson, christer@hjukrun.is MARAÞONKONUR Hjúkrunarfræðingar láta til sín taka á mörgum sviðum lífsins. Tveir þeirra voru nýlega í fremstu röð í Reykjavíkurmaraþoni og í Laugavegshlaupinu. Þessar tvær konur eru fordæmi hjúkrunarfræðinga og kvenna á Islandi. Tímarit hjúkrunarfræðinga óskar þeim til hamingju með árangurinn. Frá Laugaveginum. Björg Árnadóttir ásamt Sigurði Sigurðarsyni, hlaupafélaga sínum, og tveimur samstarfskonum í Vistor, báðum hjúkrunarfræðingum, sem sáu um aðhlynningu á Laugaveginum. Lengst til vinstri stendur Elín Hrönn Ólafsdóttir og lengst til hægri Friða Björg Leifsdóttir. Tveir hjúkrunarfræðingar voru meðal efstu kvennanna í Reykjavíkurmaraþoni 23. ágúst sl. Björg Árnadóttir, sölu- og markaðsstjóri hjá Vistor, var í fjórða sæti og fyrsta íslenska konan til að Ijúka keppni.Tímí hennar var 3:20:11, einungis 19 mínútum á eftir sigurvegaranum, Rozalyn Alexander frá Bretlandi. Björg var einnig fyrsta íslenska konan í mark í fyrra. í áttunda sæti og þriðja íslenska konan í mark var Sigrún Barkardóttir, yfirhjúkrunarfræðingur á heilsugæslunni í Glæsibæ, sem hljóp á tímanum 3:32:09. Björg Árnadóttir segir að hún hafi byrjað að hlaupa kringum 1985. Það var erfitt að byrja. „Mér fannst eins og allar tennur ætluðu að detta úr mér og ég fann blóðbragð í munninum,“ segir hún. En fljótlega fór þetta að ganga betur og hún hefur hlaupið síðan. Auk Reykjavíkurmaraþons hefur hún hlaupið maraþon í London og í Stokkhólmi. Annars er það fjallahlaup sem er hennar helsta áhugamál. Hún hefur hlaupið „Laugaveginn" fjórum sinnum, síðast nú í ár þar sem hún varð í fjórða sæti og bætti tímann sinn um 20 mínútur. Laugavegshlaupið er talsvert erfiðara en venjulegt maraþon, 55 km í staðinn fyrir 42 og allt annað landslag. Til þess að undirbúa sig fyrir þessi langhlaup þarf hún að æfa sig talsvert. Frá því í maí hefur hún farið á Esju einu sinni í viku og stundum farið upp og niður þrisvar sama daginn. Hún hleypir 10 km nokkrum sinnum í viku og styttri vegalengdir inn á milli. Þar að auki er hún í styrktarþjálfun í Boot Camp. Samtals eyðir hún 12-14 klukkustundum á viku í æfingar. En hvernig dettur henni í hug að leggja þetta á sig? „Þetta er bara svo rosalega gaman," segir hún. „Ég reyni að lifa heilsusamlegu lífi og að hlaupa er partur af því. Svo er þetta farið að smita af sér í vinnu.“ Maðurinn hennar er einnig mikill hlaupari og þær Björg og Sigrún æfa saman. Sigrún Barkardóttir er einnig mikil hlaupa- kona. Hún hefur tekið þátt í Reykjavíku- rmaraþoni og Laugavegshlaupinu undan- 36 Tímarit hjúkrunarfræöinga - 4. tbl. 84. árg. 2008

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.