Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2008, Blaðsíða 56

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2008, Blaðsíða 56
MYNDIR Á SÝNINGU í síðasta tölublaði Tímarits hjúkrunarfræðinga var beðið um upplýsingar varðandi mynd sem hangir á skrifstofu ritstjóra. Betra hefði verið að tala fyrst við Ingibjörgu Árnadóttur, ritstjóra Tímarits Hjúkrunarfélags íslands og Hjúkrunar 1970-1990, því hún veit allt um þessa mynd og er athyglisverð saga þar að baki. Saga myndarinnar er í raun allt önnur en hægt er að ímynda sér eftir að hafa lesið textann á myndinni. Þar er gefið í skyn að myndin sé frá Landspítalanum og ritstjóri var forvitinn að fá að vita hvernig hún komst í eigu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Nú hefur komið í Ijós að eignarsagan er frekar einföld en þó með flóknu ívafi. Ingibjörg tók við sem ritstjóri í janúar 1970. Hún hafði þá komið heim frá Danmörku nokkrum árum áður. 1968 fór hún að vinna á Barnaspítala Hringsins. Hún og vinkona hennar, Guðrún Eygló Guðmundsdóttir, skrifuðu Maríu Pétursdóttur formanni bréf og stungu upp á að félagið héldi árshátíð, eins og mörg önnur félög höfðu fyrir sið. Maríu leist vel á það, Ingibjörg og Guðrún Eygló lentu f skemmtinefnd og úr varð hin skemmtilegasta árshátíð í Súlnasal á Hótel Sögu vorið 1968. Þetta varð til þess að María Pétursdóttir kom auga á Ingibjörgu og bauð henni vinnu sem ritstjóra nokkrum árum seinna. Vorið 1970, þegar Ingibjörg var nýbyrjuð sem ritstjóri, var haldið í Reykjavík stórt norrænt hjúkrunarþing á vegum SSN, samvinnusamtaka hjúkrunarfræðinga á Norðuriöndum. Yfir 600 manns sóttu þingið. Fundahöldin fóru fram í Hagaskóla. Eitthvað vantaði til þess að skreyta skólann með. Fyrrverandi eiginmaður i Ingibjargar er arkitekt og kenndi í Handíða- og myndlistarskólanum. Hann hafði milligöngu um að börn voru fengin til þess að teikna myndir tengdar hjúkrun. Tæpiega 30 myndir voru hengdar upp og ein þeirra bar heitið „Ég vil verða Hjúkrunarfræðingur nýskipaður forstjóri Landspítala Hulda Gunnlaugsdóttir, forstjóri Aker- háskólasjúkrahússins í Ósló, hefur verið ráðin forstjóri Landspítala. Alls sóttu fjórtán einstaklingar um starf forstjóra, átta konur og sex karlar. Hulda tekur til starfa um miðjan október. Það var tilkynnt á fundi með starfsmönnum Landspítala 29. ágúst síðastliðinn og tók starfsfólk á móti Huldu með dynjandi lófataki. Hulda, sem hefur verið forstjóri Aker-háskólasjúkra- hússins síðan 2005, ákvað að sækja um starfið þar sem hana langaði að takast á við að stjórna stærstu stofnuninni í einhverju besta heilbrigðiskerfi heims. Þar að auki hefur hún verið 19 ár í Noregi og þetta var tækifæri að koma heim til íslands. Frá blaðamannafundi 29. ágúst þar sem tilkynnt var um ráðninguna. 54 Tímarit hjúkrunarfræöinga - 4. tbl. 84. árg. 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.