Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2008, Qupperneq 40

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2008, Qupperneq 40
Bríet Birgisdóttir, brietbirgisdottir@mao.com ÞANKASTRIK NÝ SÓKNARFÆRI í HJÚKRUN Síðastliðin tíu ár hefur mitt starf sem hjúkrunarfræðingur að mestu farið fram á gjörgæsludeildum hérlendis og í Noregi. í þessu tæknivædda umhverfi gjörgæsludeilda verður mér stundum hugsað til þess hvort verið sé að bæta árum við líf einstaklinganna eða Iffi við árin. Þessi hugsun hefur sótt mjög á mig undanfarin ár en þó má segja að vendipunkturinn hafi verið viðbrögð fólks gegn umferðaslysum og fjöldagöngur af því tilefni. Þar fann ég mjög sterkt að hægt er að hafa áhrif á viðhorf fólks og að mikil þörf er fyrir fræðslu og forvarnir. Þegar ég ákvað að setjast á skólabekk að nýju var valið auðvelt, það var bara meistaranám í lýðheilsu sem kom til greina. í lýðheilsu er lögð höfuðáhersla á að bæta heilbrigði einstaklinga og hópa, lengja líf og ekki síst að auka lífsgæði fólks. Þá er heilsuvernd, heilsuefling og varnir gegn sjúkdómum meginstarfsvettvangurinn þar sem athyglin beinist að áhrifaþáttum heilbrigðis, hvernig menning, umhverfi, félagslegur stuðningur og stjórnmál hefur áhrif á líf fólks. Ég lít svo á að í forvörnum liggi gífurleg sóknarfæri Bríet Birgisdóttir. til þess að draga úr heilbrigðiskostnaði og ekki síst til þess að bæta líf og líðan þjóðarinnar. „í forvömum ligga gífurleg sóknarfæri.“ Hjúkrunarfræðingar standa öðrum framar á sviði forvarna Hjúkrunarfræðingar standa öðrum framar á sviði forvarna vegna grunnmenntunar sinnar, þekkingar og reynslu, en hin heildræna hugsun hjúkrunar er einmitt ákaflega mikils virði á þessu sviði. En forvarnir koma ekki af sjálfu sér og er mikilvægt að hafa vakandi auga fyrir þróun og breytingum í heiminum og samfélaginu sem við búum í. Offita er heimsfaraldur Offita er vaxandi vandamál meðal íslendinga þar sem við „njótum" lífsins í síauknum mæli með kyrrsetu og miklum og „góðum“ mat. Margar tilgátur eru uppi um orsakir þessa „heimsfaraldurs" sem virðist ætla að stöðva frekari hækkun lífaldurs barna okkar. í Bandaríkjunum er því spáð að börn dagsins í dag muni ekki geta vænst þess að lifa jafnlengi og foreldrarnir. Þetta er uggvænleg þróun og virðist síst vera á undanhaldi. Einhverjir segja að helsta orsök offitu sé neysla á orkuríkum drykkjum enda aukist hún í takt við offitufaraldurinn, aðrir segja að ástæðurnar megi finna í streitu og svefnleysi sem einkenni líf Herdís Sveinsdóttir kosin formaður WENR Á fundi, sem haldinn var í Vínarborg 2. september sl., var Herdís Sveinsdóttir kosin formaður Samtaka evrópskra hjúkrunarrannsakenda (WENR). Herdís Sveinsdóttir er prófessor við hjúkrunarfræðideild Háskóla íslands og fyrrverandi formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Samtökin voru stofnuð 1978 af 26 hjúkrunar- fræðingum frá 18 Evrópulöndum sem sóttu ráðstefnu í Utrecht í Hollandi um samstarf evrópskra hjúkrunarrannsakenda. Samtökin eru styrkt af evrópskum hjúkrunarfélögum og tilnefna þau fulltrúa sína í fulltrúaráð WENR. Meginmarkmið samtakanna er að efla tengslanet evrópskra hjúkrunarrannsakenda. Það hefur verið gert á margvís- legan hátt, meðal annars með ráðstefnum annað hvert ár, málþingum, samstarfs- verkefnum, óformlegum sam- skiptum og gerð gagnabanka um evrópskar hjúkrunar- rannsóknir. 38 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 4. tbl. 84. árg. 2008

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.