Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2008, Blaðsíða 20

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2008, Blaðsíða 20
Christer Magnusson, ohrister@hjukrun.is SJÁLFBOÐALIÐI í PALESTÍNU Gunnar saumar sár á höfði. Um miðjan júlí sl. stöðvaði ísraelsher palestínskan sjúkrabíl í neyðarútkalli'og hermaður hótaði að skjóta farþegana. í bílnum var meðal annarra Gunnar Pétursson, íslenskur hjúkrunarfræðinemi í sjálfboðavinnu á palestínskri heilsugæslustöð. Gunnar Pétursson var í haust að byrja þriðja árið í hjúkrunarfræði. Hann er ungur maður með brennandi áhuga á öllu sem við kemur manneskjunni. Gunnar hefur alltaf haft mikinn áhuga á ferðalögum. Faðir hans hefur í mörg ár verið sjálfboðaliði á Haítí og Gunnar hefur oft farið þangað. í menntaskóla var hann skiptinermi í Brasilíu og ferðaðist talsvert um landið. Á menntaskólaárunum vann hann á hjúkrunarheimili og hafði þannig aflað sér reynslu í heilbrigðisgeiranum þegar hann byrjaði í hjúkrun. En kveikjan að þessu viðtali var dvöl hans í Palestínu síðastliðið sumar. Hann hélt úti bloggsíðu í ferðinni og varð fréttaefni í Morgunblaðinu þegar ísraelskur hermaður hótaði að skjóta hann. Ritstjóri hitti Gunnar til þess að fræðast meira um þessa ferð. Ef við byrjum frá byrjun - hvernig datt þér í hug að fara í hjúkrun? „Mig langaði aldrei beint í hjúkrun heldur ætlaði ég að fara í læknisfræði. Ég tók inntökuprófið í læknadeild og varð örfáum sætum frá því að komast inn. Ég ákvað þá að fara eitt ár í hjúkrun og reyna svo aftur. Svo bara datt ég inn í hjúkrunarfræðina og fannst það mjög skemmtilegt. Það var frábært að fara að vinna á spítala eftir fyrsta árið. Hjúkrun er svo fjölbreytt, maður er aldrei að gera sama hlutinn. Vissulega var erfitt að fara beint inn á krabbameinsdeild þegar verklega námið hófst en tengslin við fólkið eru svo gefandi. Mér leið oftast vel eftir vaktina, kom heim og hugsaði: „í dag hef ég gert eitthvað gott." Ég heillaðist af starfinu og það endaði með að ég ákvað að taka ekki aftur inntökupróf í læknadeild heldur halda áfram í hjúkrunarfræði." Gunnar segir að það sé svo margt hægt að gera sem hjúkrunarfræðingur og hægt sé að vinna nánast hvar sem er. En hvernig kom það til að þú fórst til Palestínu? „Við höfðum nokkrir verið að spá í það síðan í fyrra að gera eitthvað slíkt. Mér datt í hug að fara til Haítí og byrja á einhverju þar, en það hefði kostað mjög mikla vinnu og það hafði enginn áhuga á því. En bekkjarsystir mín, Anna Tómasdóttir, hafði verið í Palestínu áður og ætlaði að fara út aftur í vor. Hún Hjúkrunarfræðingar á heilsugæslustöðinni í Sabastyia. 18 Tímarit hjúkrunarfræöinga - 4. tbl. 84. árg. 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.