Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2008, Blaðsíða 22

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2008, Blaðsíða 22
aftast í röðina og engar skýringar gefnar. Á milli Nablús og Jerúsalem eru 4-5 eftirlitsstöðvar. Einu sinni var ég í rútu og þá var sagt við gamla konu sem var í rútunni: „Þú mátt ekki fara í gegn.“ Henni var ekki hleypt í gegn þrátt fyrir að hún hefði tii þess leyfi. Ég veit ekki hvað lá að baki þessari ákvörðun en svona er þetta. Þegar ég fór til Betlehem voru leigubílarnir alltaf stöðvaðir. Annaðhvort var ég tekinn út úr bílnum og spurður hvað ég væri að gera í bíl fullum af Palestínumönnum, eða einn af þeim var tekinn út og yfirheyrður. Stundum vorum við látin keyra í burtu án þessa manns. Það er stöðugt verið að ógna fólki. Stundum er engin gæsla, stundum dettur þeim í hug að leita á öllum. Stundum er eftirlitsstöðin bara lokuð og maður verður að finna aðra leið sem getur verið talsvert lengri. Svo getur maður lent í hreyfanlegri eftirlitsstöð sem getur verið sett upp hvar sem er. Málið er að það er hægt að komast krókaleiðir út úr Nablús án þess að fara í gegnum eftirlitsstöð. Það tekur bara talsvert lengri tíma. Þessar eftirlitsstöðvar eru bara til þess að kvelja fólk. Þeir sem fara til Tel Aviv og sprengja sig upp komast alltaf aðrar leiðir og ísraelsmenn vita þetta þannig að eftirlitsstöðvarnir eru ekki til þess að stöðva hryðjuverkamenn." En allar þessar eftirlitsstöðvar eru inni á palestínsku svæði og samt eru ísraelsmenn svona áberandi? „Já, en það er einnig vegna þess að inni í Palestínu er fullt af landnemabyggðum sem er troðið inn nálægt palestínskum bæjum. Stundum ráðast íbúarnir á Palestínumenn. Einu sinni komu ísraelskir krakkar skjótandi Sjúkrabíllinn sem Gunnar fór með til vinnu á hverjum degi. Aðskilnaðarmúrinn millí Ramallah og Jerúsalem, við Kalandía-eftirlitsstöðina. úr vélbyssum til þess eins að hundurinn þeirra gæti drukkið úr palestínskum brunni. Yfirgangurinn er rosalegur. Alls staðar uppi á hæðunum kringum Nablús eru landnemabyggðir. En Palestínumaður má ekki byggja hús nema með leyfi frá ísraelskum yfirvöldum. Lokað getur verið fyrir rafmagn og vatn hvenær sem er. Við þessar aðstæður eru Palestínumenn að reyna að byggja upp sitt samfélag. Útgöngubönn hafa torveldað allt menningarlíf en nú eru þeir að bjóða erlendum listamönnum til sín. Ég var til dæmis á frábærum fiðlutónleikum. Þeir eru komnir með mjög góðan háskóla með stórum byggingum og mjög góða og nútímalega aðstöðu." Þú lentir svo í að sjúkrabíll, sem þú varst /, var stöðvaður. „Sjúkrabílar eru oft stöðvaðir. Við fórum með sjúkrabíl í vinnu á hverjum degi, það er um 25 mínútna akstur milli Nablús og Sabastyia. Venjulega er varðstöðin milli Nablús og Sabastyia ómönnuð en einn daginn var þar löng röð. Við vorum búin að fá tilkynningu um neyðartilvik þannig að við fórum á forgangsakrein, með Ijósum en mjög rólega, annars hefðum við strax verið skotnir. Þá vorum við stöðvaðir og hermenn rifu upp hurðina. Læknirinn okkar sagði að það væri neyðartilvik og að við þyrftum að komast í gegn. Hermaðurinn varð þá mjög reiður og benti á mig og spurði hvað ég væri að gera þar. Við sögðumst þurfa að komast í gegn. Allt í einu fauk í hann og hann öskraði að hann gæti skotið okkur hér og nú. „Ég gæti bara sagt að þið væruð frá Hamas og þá hef ég alveg rétt á því að skjóta ykkur." Sem betur fer var þarna annar hermaður sem tókst að róa hann og við fengum svo að fara í gegn." Annað atvik var á vikulegum mótmælum gegn aðskilnaðarmúrnum í Bi’lin. Gunnar ætlaði að fara með læknateyminu sem mætir alltaf vegna þess að vitað er að mótmælunum er yfirleitt svarað með táragasi og gúmmíkúlum þó að þau fari friðsamlega fram. En læknateyminu seinkaði aðeins og Gunnar ákvað að slást í för með mótmælendum. Hann hélt sig samt aðeins til hliðar. „Um leið og við komum að túninu þar sem mótmælin fóru fram var byrjað að skjóta táragasi. Skotið var bæði fyrir framan okkur og aftan þannig að við áttum enga undankomuleið. Sem betur fer kom smávindhviða þannig að ég gat komist í burtu en þetta var óskemmtileg lífsreynsla." Að sögn Gunnars er stundum skotið með vopni sem sendir frá sér 40 táragaskúlur. „Ég hef heyrt að ísraelsher sé að prófa ný vopn og nýjar aðferðir við óeirðastjórn á friðsamlegum mótmælum en veit ekki hvort það er satt." Nú er Gunnar kominn heim, skólinn að byrja aftur og lífið að færast í eðlilegt horf. „Ég ætla samt að ijúka við bókina sem ég er að skrifa. Ég stefni á að gefa hana út á prenti en get eins vel hugsað mér að dreifa hana frítt á netinu. Ég er með svo margar sögur af Palestínudvölinni sem mig langar að koma á framfæri hér heima.“ 20 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 4. tbl. 84. árg. 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.