Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2008, Qupperneq 54

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2008, Qupperneq 54
 AÐ LATA GOTT AF SER LEIÐA Sjálfboðastarf Rauða krossins er fjölbreytt og víðfemt. Samtals eru sjálfboðaliðar um 2000 en alltaf er pláss fyrir fleiri. Hér eru talin upp þau sjálfboðaverkefni sem RKÍ vinnur að um þessar mundir. Upplýsingarnir eru sóttar á vefsíðu Rauða kross íslands. • Sjálfboðaliðar í neyðarvörnum sinna fjöldahjálp og félags- legu hjálparstarfi. • Skyndihjálparhópar sinna sjúkragæslu á ýmsum manna- mótum. • Heimsóknarvinir styðja einstaklinga sem búa við einsemd og félagslega einangrun. • í hjálparsíma Rauða krossins 1717 svara sjálfboðaliðar símtölum frá fólki sem þarf aðstoð. • Sjálfboðaliðar í fataverkefni selja notuð föt í Rauða- krossbúðunum, prjóna og hekla eða vinna við að taka á móti og flokka föt í flokkunarmiðstöðvum félagsins. I athvörfum Rauða krossins fyrir fólk með geðröskun er veittur margvíslegur stuðningur sem sjálfboðaliðar taka þátt í. Einnig er starfrækt næturathvarf fyrir heimilislausar konur á höfuðborgarsvæðinu, Konukot. Starf með innflytjendum felst meðal annars í heimanáms- aðstoð, heimsóknum til hælisleitenda og þátttöku í þjóð- hátíðum. Löng hefð er fyrir starfi sjálfboðaliða á sjúkrahúsum LSH við rekstur sölubúða og bókasafnsþjónustu. f starfi með ungu fólki er lögð áhersla á gagnkvæma aðlögun ungra innflytjenda og jafnaldra þeirra, meðal annars með málörvun og samfélagsfræðslu. í hópstarfi barna og ungmenna (fyrir 18 ára og yngri) er mannúðarhugsjón Rauða krossins höfð að leiðarljósi. í alþjóðlegri samvinnu efla sjálfboðaliðar tengsl við sjálf- boðaliða í öðrum löndum í vinadeildasamstarfi. Sigþrúður Ingimundardóttir látið pakka niður öllum gömlum kennslugögnum úr verklegu kennslunni." Þessi gögn mynda í dag uppistöðuna í safninu sem Bergdís hefur verið að skrá og varðveita. Svo skall einnotavæðingin á og öllu var hent þannig að munirnir úr gamla hjúkrunarskólanum eru algjör fjársjóður. Vorið 2000 var Bergdísi boðin þátttaka í sögu- og minjanefndávegum FÍH. Nefndinni var falið að skila tillögum um stefnu og aðgerðir FÍH varðandi hjúkrunarmuni. Fjallað er um niðurstöður nefndarinnar í sér dálki. „Þá jókst áhugi minn þegar ég fann að það voru fleiri sem höfðu áhuga á þessu," segir Bergdís. 2005 var hún svo ráðin í hlutastarf við að safna þessum munum saman og skrá í gagnagrunn Þjóðminjasafnsins. „Þetta er mikil vinna en skemmtileg og gefandi því það rifjar upp alls konar minningar," segir Bergdís. Hvaða munir finnst þér sérstaklega áhugaverðir? „Það eru búningarnir. Það er rosalega skemmtilegt að vinna við þá. Ég er að vonast til að við getum gert þetta þannig að þeir geti verið til sýningar, okkur öllum til ánægju. Þeir segja okkur svo mikið, þessir búningar. í gamla daga voru þeir okkar merkingar. Þá vissu sjúklingarnir strax hverjir voru hjúkrunarfræðingar án þess að þurfa að rýna í einhver nafnspjöld. í dag eru allir í eins fötum." Það er til töluvert af búningum þó að nú séu mörg ár liðin síðan þeir lögðust af. Bergdís j hefur staðið fyrir nokkrum sýningum á búningum. Sýndir voru búningar í sambandi við 60 ára afmæli Landspítalans. Þá var sett upp sjúkrastofa með gömlum rúmum og munum ásamt gínum í hjúkrunarbúningum. í sambandi við ráðstefnu í Háskólabíói 1995 setti Bergdís upp gamla og nýja gjörgæslu og voru þar einnig sýndir búningar. Á 80 ára afmæli Tímarits hjúkrunarfræðinga 2005 komu fram „fyrirsætur" í búningum frá mismunandi tímabilum og voru myndir birtar í 3. og 4. tbl. Tímarits hjúkrunarfræðinga það ár. „Margir töluðu um hvað það var gaman að sjá gömlu búningana í blaðinu," rifjar Bergdís upp. Leshringur um greinaskrif Langar þig að skrifa grein í Tímariti hjúkrunarfræðinga? Ertu með hugmynd eða jafnvel með óklárað handrit í skúffunni? 52 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 4. tbl. 84. árg. 2008

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.