Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2008, Blaðsíða 57

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2008, Blaðsíða 57
Frá vinstri: 1. Hjúkrunarkona á háum hælum. Paiii, 6 ára, teiknaði. 2. Á fæðingardeild. Listamaðurinn heitir Jóna og var þá 6 ára. 3. Helga Dóra, 6 ára, teiknaði myndina. Takið eftir barninu í belti hjúkrunarkonunar. i hjúkrunarkona". Margir töldu hana eina bestu myndina á sýningunni. Myndin var í mörg ár í geymslu ásamt hinum myndum sýningarinnar. Miklu seinna var hún tekin fram og römmuð inn. Fyrir 1.-2. tölublað 1987 vantaði forsíðumynd og Ingibjörg reyndi þá að hafa upp á listamanninnum til þess að fá birtingarleyfi. Ekki tókst að finna hann en myndin var birt á forsíðu blaðsins. Niðurstaða í eignarmálinu er að myndin „Ég vil verða hjúkrunarkona" hefur alla tíð verið í eigu hjúkrunarfélaganna og var alls ekki teiknuð á Landspítalanum. Hins vegar er enn óleyst hver listamaðurinn er. Sumar myndir frá sýningunni hafa týnst í áranna rás en Ingibjörg hefur varðveitt hluta þeirra. Tímarit hjúkrunarfræðinga birtir hér nokkrar myndir. Þær eru allar eftir sex ára börn. FRÉTTAPUNKTUR Hulda lauk námi í hjúkrun og stjórnun frá Hjúkrunarskóla íslands og framhaldsnámi í stjórnun í Noregi 1989. Hún hefur undanfarin ár verið sérlegur ráðgjafi við byggingu Barnaspítala Hringsins og einnig nýs Landspítala. Nýr forstjóri átti að taka til starfa 1. september en eins og áður sagði mun Hulda hefja störf um miðjan október. Þangað til mun Björn Zoéga halda áfram sem starfandi forstjóri. ► Heilbrigðisráðherra sagði á blaðamannafundi að margt hæft fólk hefði sótt um forstjórastarfið. Það sýndi að menn hefðu trú á Landspítala. Nú væri Landspítali kominn með mjög öflugt stjórnunarteymi. í viðtali við Tímarit hjúkrunarfræóinga í mars 2006 segir Hulda um ástæður þess að hún valdi nám í hjúkrun: „Amma var hjúkrunarkona svo ég þekkti svolítið til starfsins. Ég held ég hafi valið námið bæði vegna þess hve það er hagnýtt, það veitti starfsmöguleika fyrir konur á öllum aldri og einnig var auðvelt að fá hlutastarf. Ég sá líka hvernig hjúkrunarkonurnar gátu sameinað starf og fjölskyldu. Hjúkrunarmenntunin var einnig góð grunnmenntun og með hana að undirstöðu opnast margar dyr, hjúkrun getur verið undirstaða hvers sem er. Það er líka eitthvað sameiginlegt með fólki sem fer í hjúkrun eða læknisfræði, einhver mannúð eða sýn á manneskjuna, einhvers konar hugsjón. Ég er líka á þeirri skoðun að það að vinna með fólk og með fólki sé mest gefandi af öllu.“ Tímarit hjúkrunarfræðinga - 4. tbl. 84. árg. 2008 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.