Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2008, Blaðsíða 49
FRÆÐSLUGREIN
Hringbraut og frá apríl 2008 hefur þjónusta GÁT veríö í boði á
tveimur legudeildum LSH í Fossvogi.
Eitt af markmiðum GÁT er að efla samvinnu og teymishugsun.
Gjörgæsluhjúkrunarfræðingur, með a.m.k. tveggja ára
starfsreynslu á gjörgæsludeild, tekur við álitsbeiðnum og sér
um að þeim sé sinnt innan 10 mínútna. Hann tekur einnig þátt
í mati og meðferð og veitir ráð og aðstoð varðandi hjúkrun
sjúklingsins á legudeild. Sérfræðingur í svæfingalæknisfræði
kynnir sér sögu og meðferð, skoðar sjúkling og metur þörf
fyrir gjörgæsluinnlögn ásamt því að gefa ráð um frekari
meðferð ef ekki er talin þörf á gjörgæsluvistun. Lögð er
áhersla á að ábyrgð á sjúklingi sé áfram á hendi lækna og
hjúkrunarfræðinga legudeildar en gjörgæsluteymið einungis
ráðgefandi. Enn fremur er æskilegt að búið sé að nýta þá
þekkingu og úrræði sem eru til staðar á deildinni áður en
kallað er á teymið.
Til að auðvelda nákvæmari vöktun og mat á breytingum á
ástandi sjúklings var tekið upp stigunarkerfi, kallað „stigun
bráðveikra sjúklinga", að breskri fyrirmynd (mynd 1). Auk þess voru
hjúkrunarfræðingar á legudeildum hvattir til að nota nákvæmari
skráningarblöð hjá mikið veikum sjúklingum (mynd 2).
Mynd 1. Stigun bráðveikra sjúklinga.
Stig
Öndun (/mín.)l
Púls (/mín.)
Stigun bráðveikra sjúklinga (Modified Early Warning Score)
Syst. blóðþr.
(mmHg)
Hiti (°C)
Þvagútsk.
(ml/klst.)
Meðvitund
< 9
< 40
171-80
<35
< 20
1
41-50
81-100
35,1-36
< 35
Rugl
1
15-20
101-110
38,1-38,5
Mikið
þvag
Bregst við
ávarpi
21-29
111-129
a 200
> 38,5
Bregst við
sársauka
Að meðaltali voru 7,5 útköll á mánuði fyrstu 12 mánuðina
í starfi GÁT á LSH, Hringbraut. Flest útköll eða 67% voru
á skurðlækningadeildir. Útkall leiddi til innlagnar sjúklings
á gjörgæslu í 39% tilvika en í öðrum tilvikum var meðferð
haldið áfram á legudeild. Viðbragðstími teymisins var innan 5
mínútna í helmingi tilvika (markmiðið er innan 10 mínútna) og
viðvera á legudeild var í flestum tilvikum um 20 mínútur (8-85
mínútur). Ástæður útkalls voru oftast tengdar óskilgreindum
áhyggjum starfsfólks af ástandi sjúklingsins en rannsóknir
sýna að þær ber að taka alvarlega. Þar næst kom loftvegaógn
(þar með talið fall í súrefnismettun) og því næst breytingar
á lífsmörkum (mynd 3). Flest útköll voru á morgunvöktum
(mynd 4).
Séu upplýsingar frá erlendum sjúkrahúsum með sambærilega
þjónustu heimfærðar á LSH má búast við tæplega einu útkalli á
dag eftir að starfsemi GÁT hefur verið að fullu tekin upp, að útköll
dreifist jafnar yfir sólarhringinn og 70% útkalla hljóti afgreiðslu á
legudeild en um 30% leiði til innlagnar á gjörgæslu.
Mynd 2. Nákvæmt eftirlit alvarlega og bráðveikra sjúklinga.
Ö NÁKVÆMT EFTIRLIT Mssassaa" i
M*P
M
-r- -e- -4- -r- -f- -f- — — — -H — -4-
" '
I i; •
-
- - "* * — - — -r-
40
eriíÆKJS j >úl« B IVJ A BPd <SL AP m, il Oðþ w. Hj H éð: >7
1 1 i 1 1 0, Hvtmig cefið ®ös. (T)fach. Vél
Oj Majn
• hrývlingw úl/mn (EPAP/IPAP)
Onúuiurllðni; Sjúklinguf/irél
Minútu volumf/lidll volumc
VOl (vurrimunmun)
PH
PCOj
P02
so2
HCOj/BE
®ogun. ®unnur.®8l.(J>4Ch
Hvll/ntulro
Hb/nogur
Blúðtyiur
BM/Pvíg
lyt|Jv«kvi
®l««, ®lbúmin.(P)lMmj.(F)W*w
Ummunn
Magasondi
Afli:
' Pvig. (S)ponlanl. (P)viglfggur
UppkOvl/vonda
Hegdir/mdurgingur
Drtn/umbúðrr
Bleðmg
Afls:
VOkvaiafnvígi
SUgun briðvtikn sjúklinga (SBS)
Verkur (0-10)
1.
2.
J.
4.
5.
Lokaorð
Mikil veikindi og flókin meðferð sjúklinga á legudeildum
Landspítala er staðreynd. Til að auka öryggi sjúklinga og
bæta gæði þjónustunnar er mikilvægt að skoða þá þætti sem
rannsóknir benda til að ógni lífi sjúklinga. Þættir eins og skortur
á hjúkrunarfræðingum, ónóg þekking og þjálfun starfsfólks,
óljósir verkferlar og vinnureglur, og samskiptavandamál geta leitt
til þess að ekki er brugðist tímanlega við fyrirboðaeinkennum
sem benda til versnandi ástands. Rannsóknir sýna að ef tekið
er eftir fyrirboðaeinkennum og gripið snemma inn í veikindi
sjúklinga með markvissum aðgerðum, svo sem að kalla til
gjörgæsluteymi, þá er hægt að bæta líðan þeirra og afdrif. Því
geta góð vöktun og rétt viðbrögð skipt sköpum.
Þjónusta gjörgæsluteymis er ákveðin aðferð til þess að
bæta öryggi sjúklinga á legudeildum LSH og byggist á þeirri
hugmyndafræði að færa án tafar sérhæfða ráðgjöf og inngrip
til sjúklinga í stað þess að færa sjúklinga á milli deilda og
sérgreina.
Nálægð hjúkrunarfræðinga við sjúklinga ásamt áherslu á
heildræna sýn, sem fram kemur í hugmyndafræði hjúkrunar,
Tímarit hjúkrunarfræðinga - 4. tbl. 84. árg. 2008
47