Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2008, Page 16

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2008, Page 16
Kvenkyns læknar voru að meðaltali með LÞS 23,9, sem telst kjörþyngd, en karlar í læknastétt voru að meðaltali með LÞS 25,9 sem telst ofþyngd. LÞS fór hækkandi með aldrinum hjá læknum. Þeir sem stunduðu reglulega líkamsrækt höfðu lægri LÞS. Hlutfall of feitra var hæst hjá báðum kynjum hjá þeim sem aldrei stunduðu líkamsrækt. Til umhugsunar Margír hópar voru að meðaltali yfir kjörþyngd og þyngd jókst marktækt með hækkandi aldri hjá öllum nema bændum. Líkamsrækt tengdist lægri líkamsþyngdarstuðli hjá læknum, flugfreyjum, kennurum og hjúkrunarfræðingum almennt en ekki hjúkrunarfræðingum á öldrunarstofnunum. Ekki verður séð að líkamlegt erfiði eða hreyfing í vinnunni hafi marktæk áhrif. Munur á meðaltali líkamsþyngdarstuðuls kvenna í öldrunarþjónustunni, sem ætla má að þurfi að taka líkamlega á í vinnunni, og kyrrsetukonum í bönkum var aðeins 0,2. Samkvæmt rannsókn Hólmfríðar Þorgeirsdóttur o.fl. (2001) þyngdist þjóðin markvert á árunum 1975-1994 og stór hluti var þá orðinn of þungur eða of feitur. Á hinn bóginn sást ekki að þyngdaraukningin hefði haldið áfram næstu árin í hópi 30 ára og eldri ef dæma má af niðurstöðum Sigríðar L. Guðmundsdóttur o.fl. (2004) sem gerðu rannsókn sína á árunum 2001-2003. í báðum þessum rannsóknum voru þátttakendur vegnir en ekki spurðir um þyngd sína. Þetta vekur spurningar um hvort þjóðin sé hætt að þyngjast. Sú virðist alls ekki raunin, a.m.k. ef litið er til yngri aldursflokka (Lýðheilsustöð, e.d.). í rannsókn Manneldisráðs frá 2002 kom einnig fram að miðað við niðurstöður frá árinu 1990 er Ijóst að æ fleiri teljast yfir æskilegri þyngd (Laufey Steingrímsdóttir o.fl., 2003). Hjá körlum var aukningin um 46% en minni aukning mældist hjá konum. Um sjálfsmetna þyngd var að ræða í rannsóknum Manneldisráðs. Bent hefur verið á að líklega sé meiri skekkja og vanmat í upplýsingum frá konum en körlum um þyngdina þar eð niðurstöður frá Hjartavernd, sem byggjast á vigtun og hæðarmælingu Reykvíkinga, sýni ekki svo mikinn mun kvenna og karla (Hólmfríður Þorgeirsdóttir o.fl., 2001) og ætla má að upplýsingar um þyngd séu áreiðanlegri þegar fólk er vegið fremur en spurt (Laufey Steingrímsdóttir, 2004). Líkamsþyngdarstuðullinn fór marktækt hækkandi eftir því sem leið á ævina hjá öllum hópunum nema hjá bændum og vekur það til umhugsunar um að fólk þurfi að vera sérstaklega á varðbergi gagnvart aukakílóunum þegar árin færast yfir. „Fólk þarf að vera sér- staklega á varðbergi gagn- vart aukakílóunum þegar árin færast yfir.“ Þegar niðurstöðurnar eru bornar saman við niðurstöður sem sýna að ofþyngd og offita er algengari meðal láglaunafólks með skamma skólagöngu að baki (Drewnowsky og Specter, 2004) og að bilið milli ríkra og fátækra virðist vera að breikka (Kark og Rasmussen, 2005) er mikilvægt að leggja áherslu á að hér er fjallað um hvaða starfshóp fólk tilheyrir en ekki við hvaða efnahag það býr. Starfshópur endurspeglar um margt hvaða skólagöngu menn hafa en er hins vegar varla mælikvarði á efnahag hérlendis. Rannsóknir Tinnu Laufeyjar Ásgeirsdóttur (2007) benda til minni tengsla launa og heilsufars hérlendis en víða annars staðar enda hafi skipting tekna verið nokkuð jöfn á íslandi fram að þessu. Misskipting hafi hins vegar færst í aukana hérlendis á skömmum tíma og búast megi við að það endurspeglist í ójöfnu heilsufari þjóðfélagshópanna þegar fram í sækir. Athugun okkar bendir ekki til þess að ofþyngd sé tíðari hér á landi meðal þeirra sem vinna ófaglærð störf en t.d. meðal embættismanna og stjórnenda en þetta gæti breyst á komandi árum með meiri reglulegri hreyfingu tiltekinna hópa. Ekki er unnt að fullyrða um það hvers vegna meðaltal líkamsþyngdarstuðuls var lægst hjá flugfreyjum en geta má þess til, að æskilegt sé talið að þær haldi sér hæfilega þungum. Hjúkrunarfræðingar, sem hafa menntun á heilbrigðissviði, og kennarar, sem hafa m.a. það hlutverk að fræða börn og unglinga, ættu að vera meðvitaðri en margir aðrir um heilbrigða lífshætti en það verður ekki séð ef litið er til meðaltals LÞS í þeim hópum. Konur í læknastétt virðast meðvitaðri á þessu sviði. Vafalaust er ekki nægileg þekking fyrir hendi á erfða- og umhverfisþáttum, sem kunna að skipta máli varðandi offitu, en líklegir áhrifavaldar eru breyttir þjóðfélagshættir með auknu framboði á mat, aukinni bílaeign, tæknivæðingu ýmissa starfa og meiri kyrrsetum. Hólmfríður Þorgeirsdóttir o.fl. (2001) telja að nærtækasta skýringin á aukinni offitu hér á landi sé minni hreyfing fólks við daglegar athafnir og störf. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu íslands hefur erfiðisvinnustörfumfækkaðhlutfallslegaen æ fleiri stunda kyrrsetustörf (Guðmundur Jónsson og Magnús S. Magnússon, 1997). Hlutfall þeirra sem segjast hreyfa sig reglulega í frístundum hefur á hinn bóginn aukist til muna frá 1970 til 2000 samkvæmt upplýsingum frá Hjartavernd (Hreyfing lengir lífið, 2000). Bent hefur verið á að nauðsyn beri til að líta á vinnutengda heilsu og öryggi í víðara samhengi en að skoða aðeins heilsufarsáhrif efnafræðilegra og líkamlegra þátta í vinnuumhverfinu. Hreyfing og hollt mataræði þarf að haldast í hendur ef þeim árangri á að ná að halda þyngdinni í skefjum. Atvinnurekendur geta ekki neytt starfsmenn til neins en þeir geta gert þeim auðveldara fyrir með einföldum ráðum, til dæmis með því að hafa greiðan aðgang að hollu mataræði, hvetja þá til að nota stiga fremur en lyftur, að hlaupa, ganga eða hjóla í vinnuna. Atvinnurekendur geta Ifka lagt sitt af mörkum með því að hafa aðgang að sturtum á vinnustaðnum og stað þar sem unnt er að geyma hjól, sjá starfsmönnum fyrir aðgangi að líkamsræktarsal eða veita líkamsræktarstyrki. Offita, reykingar og skortur á hreyfingu virðast vera sjálfstæðir áhættuþættir veikindafjarvista, að teknu tilliti til heilsufarsástands og vinnuumhverfis, en þessir áhættuþættir eru venjulega hluti af flóknu lífsháttamynstri sem tengjast ýmiss konar heilsuvá (Allebeck og Mastekaasa, 2004). 14 Tímarít hjúkrunarfræðinga - 4. tbl. 84. árg. 2008

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.