Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2008, Blaðsíða 24

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2008, Blaðsíða 24
Ásta Karlsdóttir, astakarl@landspitali.is HEIMAMEÐFERÐ MEÐ GAMMAGLÓBÚLÍNI VIÐ ÓNÆMISGALLA Meðfæddur ónæmisgalli er sjaldgæfur en erfiður sjúkdómur. Það er mikið framfaraspor að flestir sjúklingar geta nú meðhöndlað sig sjálfir heima. Hér verður fjallað um aðdraganda heimameðferðar og hvernig hún fer fram. Einnig er hér að finna ráðleggingar til hjúkrunarfræðinga um hvernig má finna ógreinda einstaklinga með þennan sjúkdóm. Meðfæddur ónæmisgalli heitir það þegar einhver hluti af varnarkerfi líkamans er óstarfhæfur vegna meðfædds skorts á einhverjum efnum, frumum eða eiginleikum þeirra. Ónæmiskerfið samanstendur af flóknu samspili líffæra, fruma og eggjahvítuefna. Ef starfsemi ónæmiskerfisins raskast á einu eða fleiri sviðum getur það leitt til ónæmisgalla. Yfir 100 mismunandi gallar eru þekktir innan ónæmiskerfisins, sumir eru fremur algengir en aðrir eru mjög sjaldgæfir. Einkennin geta verið mjög alvarleg niður í lítil sem engin. Ónæmisgalli greinist hjá öllum aldurshópum. Flestir ónæmisgallar eiga það sammerkt að hætta á sýkingum er meiri en hjá heilbrigðum einstaklingum og erfiðara er að ráða við sýkingarnar. Einn af algengustu ónæmisgöllunum er skortur á mótefnum sem verja líkamann fyrir innrás baktería. Mótefni eru til af nokkrum gerðum en mótefnið IgG er mikilvægast og lífsnauðsynlegt. Það er jafnframt það mótefni sem hægt er að vinna úr blóðhlutum blóðgjafa. Við framleiðsluna eru mótefnin hreinsuð og þétt þannig að mótefni frá mörgum einstaklingum eru þjöppuð í lítið rúmmál sem gefa má í æð eða undir húð. Allt blóð, sem notað er í mótefnaframleiðslu, hefur verið skimað gagnvart veirum og smitefnum og síað þannig að smitsjúkdómar geta ekki borist með því. Með þessum hætti má breyta lífshættulegu ástandi einstaklings með mótefnaskort í tiltölulega eðlilegt líf. Mótefni þarf að gefa regiulega og þegar um meðfæddan galla er að ræða er þetta meðferð fyrir lífstíð. Þar til fyrir nokkrum árum voru mótefni einungis gefin í æð á sjúkradeildum en nú gefst ■ ■■ "*3BH ' ' w 1 / mT ■ 3 I I / 1 I 1 m - -jiiil Lv'. I / 1 I . . ® k Á a ■ m Lyfjadælan er mjög fyrírferðarlítil og handhæg. þessum einstaklíngum kostur á að gefa sjálfum sér mótefni undir húð í heimahúsi. Heimamótefnagjöf með gammaglóbúlíni hófst hér á landi árið 2005. Þeir sem fá þessa meðferð eru með meðfæddan ónæmisgalla eða ónæmisbrest. Svo til alla ónæmisgalla er hægt að meðhöndla. Á alþjóðavísu er talið að einn af hverjum tíu þúsund sé með einhvers konar ónæmisgalla. Hér á landi ættu þá að vera um það bil 30 manns með ónæmisgalla. Gammaglóbúlín var fyrst gefið við immúnóglóbúlínskorti árið 1952, efnið var þá gefið nánast eingöngu í vöðva. Magnið, sem hægt var að gefa í vöðva, 22 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 4. tbl. 84. árg. 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.