Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2008, Blaðsíða 48
níunda áratuginn (Parr o.fl., 2001). Þessi þjónusta gengur undir
ýmsum nöfnum, s.s. medical emergency team í Ástralíu, critical
care outreach í Bretlandí, rapid response team í Bandaríkjunum,
mobila intensivvárdsgrupper í Svíþjóð og mobilt akut-team
í Danmörku. Þrátt fyrir ólíka samsetningu teymanna milli
landa (einungis hjúkrunarfræðingar eða hjúkrunarfræðingur
og læknir) þá eru markmiðin þau sömu, þ.e. að greina
alvarlega veika sjúklinga snemma, styðja við útskriftir þeirra af
gjörgæsludeildum og miðla þekkingu í meðferð (Scales o.fl.,
2003). Gjörgæsluteymin eiga það enn fremur sameiginlegt að
með einu símtali getur hvaða heilbrigðisstarfsmaður sem er
kallað teymið til ef ákveðin skilmerki eru uppfyllt.
í Bandaríkjunum er starfsemi gjörgæsluteyma álitin lykilatriði
til að fækka alvarlegum atvikum og þar með að auka öryggí
sjúklinga. Hafa bandarísk, áströlsk og bresk heilbrigðisyfirvöld
mælt með innleiðingu slíkra teyma þrátt fyrir að enn skorti
aðferðafræðilega sterkar rannsóknir um gagnsemi þeirra og
að niðurstöður rannsókna á beinum árangrí þeirra hingað til
séu misvísandí (Department of Health, 2000; MERIT study
investigators, 2005; DeVita o.fl., 2006).
Ýmsar rannsóknir hafa þó sýnt að gjörgæsluteymi fækka
hjartastoppum utan veggja gjörgæsludeilda, lækka dánartíðni
og tíðni óvæntra innlagna á gjörgæsludeildir (Aneman og
Parr, 2006; Bristow o.fl., 2000; Buist o.fl., 2002; Jones
o.fl., 2007; Simmonds, 2005). Árangur gjörgæsluteyma er
einkum athyglisverður hjá fullorðnum sem hafa gengist undir
skurðaðgerðir. Nefna má að í rannsókn Bellomo og félaga (2004)
kom fram umtalsverð fækkun á fylgikvíllum skurðaðgerða með
tilkomu gjörgæsluteymis, óvæntum innlögnum á gjörgæsludeild
fækkaði um 44% og heildarlegutími eftir skurðaðgerð styttist úr
rúmlega 23 dögum niður í 19 daga. Þjónusta gjörgæsluteyma
hefur víða erlendis fyrst og fremst miðast við fullorðna sjúklinga
á legudeildum en nýlegar rannsóknir á þjónustu slíkra teyma
við barnadeildir sýna að hjartastoppum fækkar og dánartíðni
lækkar (Sharek o.fl., 2007).
Rannsóknir benda til að gjörgæsluteymi séu oftar virkjuð á
daginn en á kvöldin (Galhotra, DeVita, o.fl., 2006). Einnig
hefur komið fram að fylgni er á milli tíma sólarhringsins þegar
hjúkrunarfræðingar fara hefðbundnar eftirlitsferðir til sjúklinga
og þess hvenær haft er samband við gjörgæsluteymin (Galhotra
o.fl., 2006; Schmid, 2007). Hjúkrunarfræðíngar hafa greint frá
ánægju með gjörgæsluteymin og telja að slíkt fyrírkomulag
bæti meðferð og þjónustu við sjúklinga og stuðli að öruggara
vinnuumhverfi (Valentine og Skirton, 2006; Galhotra, Scholle
o.fl., 2006).
í ástralskri rannsókn, þar sem skoðuð var líðan og reynsla
hjúkrunarfræðinga á legudeíldum af samskiptum við
gjörgæsluteymi, kom í Ijós að hjúkrunarfræðingar eru oft efins
um hvort þeir eru að gera rétt með því að kalla á teymið og
eru oft búnir að ráðfæra sig við samstarfshjúkrunarfræðinga
áður en þeir hringja (Cioffi, 2000). í sömu rannsókn kom fram
að hjúkrunarfræðingar fundu fyrir kvíða og óöryggi áður en
þeir hringdu í teymið, en á hinn bóginn veitti gjörgæsluteymið
öryggistilfínníngu, farveg til þess að ræða málin og stuðning
við ákvarðanatöku. Enn fremur telja hjúkrunarfræðingar að
alvarlega veikir og bráðveikir sjúklingar fái meiri athygli og séu
almennt fyrr lagðir inn á gjörgæsludeild (Odell o.fl., 2002).
Rannsóknír frá ýmsum löndum um áhrif gjörgæsluteyma hafa
þannig sýnt að með slíku fyrirkomulagi sé hægt að forðast
innlögn á gjörgæslu eða leggja sjúkling fyrr inn á gjörgæslu
áður en ástand hans versnar enn frekar. Því sé hægt að
komast af með einfaldari, ódýrari og hættuminni ínngrip og
jafnvel að bæta horfur sjúklingsins. Þess ber þó að geta að
góður árangur í tengslum við gjörgæsluteymi er ekki eingöngu
til kominn vegna beinna inngripa teymisins, heldur getur allt eíns
verið að þakka þeirri fræðslu sem fylgir stofnun slíkra teyma. í
kjölfaríð eykst vitund hjúkrunarfræðinga um mikilvægi vöktunar
og skjótra viðbragða við breytingum á ástandi sjúklinga.
Gjörgæsluálit á Landspítala
Við innleiðingu á gæðaverkefninu gjörgæsluálit - mat og
inngrip án tafar (GÁT) var tekið mið af leiðbeiningum Institute
for Healthcare Improvement frá árinu 2006. Verkþættir voru
skilgreindir, meðal annars markmið (tafla 1), viðmið fyrír
útkall (tafla 2), ferill útkalls, verklýsingar fyrir þá aðila sem
taka þátt í útkalli og skráníng útkalla. Verkefnið var kynnt fyrir
hjúkrunarfræðingum og læknum á gjörgæslu- og legudeildum,
bæði skriflega og í fyrirlestrum. í fræðslu fyrir hjúkrunarfræðinga
á legudeildum var lögð áhersla á vöktun og heildrænt mat, að
þekkja og meta fyrirboðaeinkenni og bregðast við fljótt.
Tafla 1. Markmið GÁT
• Fækka hjarta- og öndunarstoppum
• Fækka óvæntum innlögnum á gjörgæslu
• Fækka endurinnlögnum á gjörgæslu (< 48 klst.)
• Að veita stuðning og ráðgjöf við legudeildir
• Efla samvinnu og teymishugsun
Tafla 2. Skilmerki fyrir álitsbeiðni GÁT
Kallið til gjörgæsluteymi ef:
• SBS stig > 4
• Súrefnismettun fellur skyndilega niður fyrir 90% þrátt fyrir
súrefnisgjöf
• Ef eitthvert hugboð veldur áhyggjum varðandi ástand
sjúklings
í upphafi árs 2007 voru valdar fjórar legudeildir þar sem GÁT
var boðið til reynslu í 6 mánuði, þ.e. blóðmeinafræðideild
11G, handlækningadeildir 12G og 13G og hjartadeild 14G, en
þessar deildir hafa háan bráðleika sjúklinga (patient acuity).
Auk þess komu flestar óvæntar innlagnir á gjörgæslu árið 2006
frá þessum deildum (Þorsteinn Jónsson, 2007). í febrúar 2008
var starfsemin boðin öllum hand- og lyflækningadeildum við
46
Tímarit hjúkrunarfræðinga - 4. tbl. 84. árg. 2008