Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2008, Blaðsíða 53

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2008, Blaðsíða 53
um þaö væntanleg. Bergdís segir að RKÍ sé um margt frumkvöðull á sviði samfélagsþjónustu. Þegar verkefnin hafa sannað gildi sitt er kominn tími fyrir ríkið eða sveitarfélög að taka við og Rauði krossinn getur farið að skipuleggja ný verkefni. Þannig fór til dæmis með sjúkrahótelið sem Landspítali hefur nú alfarið tekið við. En heimsóknarþjónustan er enn verkefni Rauða krossins. „Þörfin er geysileg og við höfum pláss fyrir fleiri sjálfboðaliða," segir Bergdís. „Þetta er hentugt verkefni fyrir hjúkrunarfræðinga á eftiriaunum og við erum nú þegar um það bil 10 en gætum verið fleiri." Bergdís hefur verið að kynna starfsemi Rauða krossins og þá sérstaklega heim- sóknarþjónustuna á ýmsum heilbrigðis- stofnunum. „Ég fór á Landakot í vetur og er að fara í Sóltún núna í haust. Við fáum talsvert af heimsóknarbeiðnum frá heilbrigðisstofnunum en til þess að geta sinnt öllum þessum beiðnum þurfum við að hafa sjálfboðaliða. Það er svo gott að fá sjálfboðaliða úr heilbrigðisstéttum og þetta er góður vettvangur fyrir okkur hjúkrunarfræðinga." Hjúkrunarminjar varðveittir Þegar Bergdís er ekki að vinna fyrir Rauða krossinn notar hún tímann til að Safnið ( bílskúr Bergdísar. Nýjustu fréttir herma að það verði nú flutt á Suðurlandsbraut 22. safna og varðveita hjúkrunarminjar fyrir Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga. „Þegar Landspítalinn átti 60 ára afmæli 1990 fór ég að líta í kringum mig eftir munum til þess að sýna í þessu afmælishófi. Þannig byrjaði þetta með að safna gömlum hlutum," segir Bergdís. „Þá komst ég að því að það hafði enginn haft hug á því að safna þessu gamla dóti þannig að ég er sú fyrsta sem fór að safna gömlum munum á Landspítalanum. En ég komst líka að því að í Hjúkrunarskóla íslands hafði Vasahrákadallur notaður þegar lungnasýki og berklar voru algengir sjúkdómar og reynt var að kenna fólki að hætta að hrækja á götum úti. SKYRSLA MINJANEFNDAR 2003 í febrúar 2003 lagði nefnd, sem Bergdís átti sæti í, til að stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga myndi beita sér fyrir varðveislu og sýningu hjúkrunarminja. Stungið var upp á samstarfi við Árbæjarsafn og bent á að Líknarhúsið, sem tengist hjúkrun, væri góður staður fyrir sýningu í tengslum við 85 ára afmæli félagsins 2004. Ekki varð úr því en Bergdís er nú í samstarfi við Þjóðminjasafnið og hugsanlega verður hægt að gera eitthvað svipað á afmælisárinu 2009. Einnig var lagt til að FÍH starfaði með Læknafélaginu og Akureyrarbæ um að styrkja uppbyggingu safns í Gudmanns Minde en það er húsið Aðalstræti 14 á Akureyri. Þar átti sér stað fyrsta skurðaðgerðin í svæfingu á íslandi 1856 og var þar rekinn spítali í mörg ár. FÍH hefur styrkt þetta verkefni en safnið hefur enn ekki verið opnað. Beðið er eftir svari frá Akureyrarbæ. Einnig var lagt til að stofnuð yrði minjanefnd og að gerður yrði heildstæður gagnagrunnur um hjúkrunarminjar og þær varðveittar á viðeigandi hátt. Eins og kemur fram í viðtalinu er Bergdís ráðin í hlutastarf hjá FÍH og vinnur að því að setja myndir af öllum minjum inn í gagnagrunn Þjóðminjasafnsins. Málefni geymsluhúsnæðis eru hins vegar enn ekki leyst. Tímarit hjúkrunarfræðinga - 4. tbl. 84. árg. 2008 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.