Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2008, Blaðsíða 7

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2008, Blaðsíða 7
RITSTJORASPJALL LESTU TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA? Tímarit HJÚKRUNARFRÆÐINGA THE ICELANDIC JOURNAL OF NURSING Tímarit hjúkrunarfræðinga Suðurlandsbraut 22 108 Reykjavík Sími 540 6405 Bréfsími 540 6401 Netfang: christer@hjukrun.is Vefsíða: www.hjukrun.is Útgefandi: Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Christer Magnusson Tekið er á móti efni til birtingar á netfanginu christer@hjukrun.is. Leiðbeiningar um ritun fræðslu- og fræðigreina er að finna á vefsíðu tímaritsins. Ritnefnd: Katrín Blöndal, formaður Oddný Gunnarsdóttir Ragnheiður Alfreðsdóttir Sigríður Jónsdóttir Ritstjórn ritrýndra greina: Herdís Sveinsdóttir, formaður Auðna Ágústsdóttir Marga Thome Fréttaefni: Christer Magnusson, Aðalbjörg Finnbogadóttir, Jón Aðalbjörn Jónsson Þetta er fáránleg spurning á þessum staö - ef þú ert að lesa þetta þá ertu augljóslega að lesa blaðið. Mestu skiptir að spyrja þessarar spurningar á öðrum stöðum. Ég hef verið að spyrja félagsmenn á ýmsum mannamótum og einnig á spjallrás vefsíðu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. En mikilvægast er að þú, lesandi góður, spyrjir samstarfsmenn þína þessarar spurningar. Það virðist vera til ákveðinn hópur félagsmanna sem aldrei les blaðið, „af því að það er svo leiðinlegt." Hvernig er hægt að vita það án þess að lesa blaðið? Þess vegna óska ég eftir hjálp þinni við að hvetja félagsmenn til þess að lesa þetta blað og komandi tölublöð. Ef blaðið er áfram leiðinlegt í þeirra huga, þá það. Best er hins vegar ef umræða skapast um það hvernig blaðið eigi að vera til þess að þjóna þörfum félagsmanna. Tvær spennandi fræðslugreinar eru í þessu tölublaði. Annars vegar er fjallað um holdarfar ýmissa starfshópa. Fram kemur að hjúkrunarfræðingar eru í þyngsta lagi. Hins vegar fáum við að fylgjast með hvernig gjörgæslumeðferð er að teygja sig inn á legudeildir. Ráðgjöf gjörgæsluhjúkrunarfræðinga og gjörgæslulækna getur skipt sköpun um hvernig sjúklingum reiðir af í sjúkrahúsvistinni. Því miður er engin fræðigrein í tölublaðinu. Það er miður vegna þess að aldrei hafa verið send inn eins mörg handrit í ritrýni eins og á fyrri helmingi þessa árs. Helst þyrfti að birta tvær fræðigreinar í hverju tölublaði til þess að biðin eftir birtingu yrði viðunandi. Það er stefna Tímarits hjúkrunarfræðinga að birta rannsóknarniðurstöður þegar þær eru ferskar og þannig stuðla að því að þær nýtist sem fyrst. En það er mikið verk að búa fræðihandrit undir birtingu og í þetta skipti náði ekkert handrit að komast í gegnum nálarauga ritrýna. Tímaritið heldur áfram að birta viðtöl við hjúkrunarfræðinga í sjálfstæðum rekstri og í forystu í heilbrigðisfyrirtækjum. Að þessu sinni er talað við Önnu Birnu Jensdóttur, forstjóra Sóltúns. Ný lög um sjúkratryggingastofnun eiga eftir að ýta undir það að hjúkrunarfræðingar geti veitt hjúkrun á eigin forsendum. Tímarit hjúkrunarfræðinga mun fjalla ýtarlega um þetta nýja umhverfi á næstunni. Christer Magnusson. Ljósmyndir: Bjarni Þór Bjarnason, Bergdís Kristjánsdóttir, Christer Magnusson, Gunnar Pétursson, Hermine Haslinger, Inger Helene Bóasson LSH/BUSV, Sigurður Bogi Sævarsson, Torfi H. Leifsson o.f. Próförk: Ragnar Hauksson Auglýsingar: Mark - markaðsmál, Þórdís Una Gunnarsdóttir, sími 866 3855 Hönnun: Þór Ingólfsson, grafískur hönnuður FÍT Prentvinnsla: Litróf Upplag 4100 eintök í viðtali við Gunnar Pétursson hjúkrunarfræðinema kemur fram að ástandið í Palestínu virðist ekki vera að batna. Þetta svæði er ein aðaluppspretta óróa í heiminum og því mikilvægt fyrir alla að fylgjast með því sem þar er að gerast. Nýlega bættist í hóp Palestínumanna á íslandi þannig að áhugi íslendinga á landinu á eftir að aukast. Þess vegna er fróðlegt að fá sjónarmið íslendings sem hefur verið á staðnum. Þá heldur tímaritið áfram að birta brot úr sögu hjúkrunar. Nú líður að því að þessi þáttaröð taki enda. Á næsta ári, á 90 ára afmæli hjúkrunarfélagana, kemur út bók um sögu hjúkrunar á íslandi en meira verður fjallað um afmælisárið í næsta tölublaði. Tímarit hjúkrunarfræðinga - 4. tbl. 84. árg. 2008 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.