Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2008, Blaðsíða 21

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2008, Blaðsíða 21
Kennsla í skyndihjálp fyrir utan skóla. kveikti hjá mér þessa hugmynd sem mér fannst alveg frábær en svolítið ógnvekjandi vegna frétta um sprengingar og ofbeldi. Þó að ég hafi ekki verið í pólitík hef ég alltaf haft áhuga á þessu máli. Þarna er svo augljóslega kúgari og sá sem er kúgaður og ástandið mjög erfitt. Mér hefur fundist þetta áhugaverður staður, arabíska menningin og saga svæðisins heillaði. Það er svo margt hægt að skoða þar þó að ég hafi kannski ekki gert það mikið í sumar. Þetta er sex-sjö þúsund ára samfélag. Bærinn, sem ég vann í, Sabastyia, stendur á rústum sjö borga. Svo var það kannski spennufíkn í mér líka." Það var ekki auðvelt að komast inn í Palestínu. Á flugvellinum var Gunnar fyrst stöðvaður langa stund á landgöngubrúnni og svo fimm tíma í vegabréfaskoðun þar sem hann var stöðugt yfirheyrður. ísraelsmenn vilja ekki sjá sjálfboðaliða fara inn á palestínsku svæðin og eru greinilega að reyna að ergja sjálfboðaliða við komuna til landsins. Ef sjálfboðaliðinn reiðist er komin ástæða til þess að senda hann heim aftur, að sögn Gunnars. „Við vorum fimm sem fórum út á vegum félagsins Ísland-Palestína, tveirlæknanemar, einn palestínskur strákur sem býr á íslandi og svo tveir hjúkrunarfræðinemar. Anna er í félaginu og við fengum námskeið hjá félaginu áður en við fórum út. Hugmyndin hjá mér var að fara út og vinna við erfiða hjúkrun." Þetta var óraunhæf draumsýn, starfið reyndist miklu rólegra. Gunnar vann á heilsugæslustöð frá 8 til 2 á daginn, þar sem hann aðstoðaði við ýmis verk, eins og að taka á móti sjúklingum, taka lífsmörk og skrá upplýsingar um sjúklingana. „En svo var ég að vísu tvisvar látinn sauma Anna Tómasdóttir kveikti áhuga Gunnars á Palestínu. - án þess að hafa nokkurn tímann lært það. Það var bara: „Hér er sjúklingur, kanntu að sauma?" Ég sagði: „Nei,“ en þá var spurt: „Hefurðu séð það gert?" „Já,“ svaraði ég og þá var bara að hefjast handa. Þetta var gert án deyfingar á litlum börnum og það var mjög erfitt. Það var til deyfing en læknirinn vildi ekki nota hana af einhverjum ástæðum sem hann skýrði ekki frá. Fjóra karlmenn þurfti til að halda einu barni á meðan ég saumaði tíu spor í handlegginn. Sem betur fer hefur maður ágætis sjónminni og ég vona að þetta hafi heppnast. Það leit að minnsta kosti ágætlega út. Svo var það skurður á höfði sem ég saumaði með 3-4 sporum." Gunnar segir að heilbrigðisstarfsfólk sé yfirleitt vel menntað eins og flestir Palestínumenn. Hjúkrunarfræðingarnir á heilsugæslustöðinni séu metnaðarfullir og vel hæfir. En vegna þrenginga og hamla, sem fylgi hernáminu, hafi ekki allir atvinnu við hæfi. Gunnar segist meðal annars hafa hitt lækni sem hefði unnið sem leigubílsstjóri. Hvernig var að vera í Palestínu? „Að starfa á heilsugæslustöðinni var ágætis reynsla, en það sem skipti mig mestu máli var að fá að fylgjast með þessu ástandi. Þess vegna ákvað ég strax á fyrstu vikunni að skrifa bók og er einmitt byrjaður á henni núna. Þetta verður bók sem byggð er á samtölum og atburðum sem ég varð vitni að. Það verður örugglega mjög barnaleg bók og engin ritsnilld heldur raunveruleikinn eins og ég skynjaði hann. Eins og þegar fimm ára barn segir við mig: „Ég ætla að vera eins og bróðir minn og fara til Tel Aviv og sprengja mig upp.“ Maður hugsar óneitanlega, hvaða ástand rekur krakkana út í þetta. í Nablús, borginni sem ég bjó í, eru myndir af píslavottum uppi um alla veggi. Bróðursonur mannsins, sem ég leigði hjá, var uppi á vegg á blokkinni minni. Þeir eru álitnir hetjur en almennt styður fólkið þarna ekki ofbeldi og vill frekar berjast friðsamlega. Svo má velta fyrir sér hvort auðvelt er að berjast friðsamlega þegar búið er að drepa fjölskylduna og ísraelsher segir: „Úbbs, vitlaust hús." Ég get alveg sagt að ég skil fólkið sem fer út í svona aðgerðir þó að ég styðji þær ekki. Ég skil sem sagt ástæðurnar sem liggja þar að baki. En auðvitað finnur maður til með ísraelsku hermönnunum. Þettaeru 18-21 ársgamlir krakkar sem eru settir í þetta. Maður spyr sig: „Hvaða ríkisstjórn lætur börnin sín gera þetta?" Ég eyddi tveimur síðustu nóttunum með ísraelskri fjölskyldu í Tel Aviv. Þau voru öll fyrrverandi hermenn og strákurinn í fjölskyldunni var enn hermaður. „Hefur þú drepið?" spurði ég strákinn. Hann svaraði engu en benti á byssuna sína. Þar voru fjórir krossar. Er það eðlilegt að 21 árs gamall strákur hafi gert svona? Ég fór út að skemmta mér með vinum hans, sumir voru enn þá hermenn. Þetta kvöld skildi ég að við erum öll manneskjur. Það er sama hvort maður er einkennisklæddur eða með trefil utan um höfðið, allir eru í grunninn manneskjur. Þegar pólitíkinni er sleppt erum við öll jafningar. Kúgunin í Palestínu er mikil. ísraelsmenn koma inn í Nablús nánast á hverri einustu nóttu og oft kemur fyrir að þeir sem eru úti eftir miðnætti eru handteknir sem hryðjuverkamenn. Alltaf heyrast skothvellir. Herflugvélar mega ekki fljúga yfir ísraelskum borgum þannig að þær æfa sig yfir Palestínu. Stundum rjúfa þeir hljóðmúrinn yfir borgunum og það er ekki þægilegt fyrir þá sem þar búa. Rúður brotna og börnin verða hrædd. Maður er minntur á að borgin er umkringd. í Sabastyia heyrðum við alltaf drunurnar í herþotunum. Þó að þær væru bara að æfa sig þá var það samt óþægilegt. Allt í kringum Nablús eru eftirlitsstöðvar. í hvert sinn, sem maður fer út úr borginni, er leitað á fólki. Stundum fær maður ekki að fara út úr borginni. Kannski er maður búinn að bíða í fjóra klukkutíma og þá er manni allt í einu skipað að fara Tímarit hjúkrunarfræðinga - 4. tbl. 84. árg. 2008 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.