Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2008, Qupperneq 36

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2008, Qupperneq 36
áherslu á að þau kynntust norrænum vinum. Þegar Vigdís var nýorðin fimm ára var hún búin að læra að þekkja á Ijósmynd alla fimm formenn félaganna á Norðurlöndum, bæði með nöfnum og frá hvaða landi hver og einn væri (FÍH B/3. Bréf Sigríðar Eiríksdóttur, dags. 16. maí 1935). Árið 1935 var erlendar samstarfskonur farið að lengja eftir að sjá börn Sigríðar. Elise Furuholmen, ritari Félags norskra hjúkrunarkvenna, taldi að Vigdís gæti innan skamms fylgt móður sinna á fundi og ráðstefnur (FÍH B/3. Bréf Elise Furuholmen, dags. 5. júní 1935). Greta Mueller frá Svíþjóð hvatti Sigríði um svipað leyti til að koma með þau systkinin til Kaupmannahafnar. Sign'ður svaraði að vinir sínir hefðu þrábeðið um að sjá þau í Kaupmannahöfn en þau væru enn þá of ung til utanferða (Margrét Guðmundsdóttir, handrit). Sú sænska sagði að Vigdís og Þorvaldur væru fyrstu norrænu „barnabörnin" og þar af leiðandi sérstakt áhugamál Samvinnu hjúkrunarkvenna á Norðurlöndum (FÍH B/2 2. Bréf Gretu Mueller, dags. 21. september 1937). Löngu eftir að norrænu forystukonurnar frá fjórðra áratugnum voru gengnar á vit formæðra sinna og forfeðra og aðrar teknar við lifði myndin af telpuhnokka Sigríðar innan samtakanna (Morgunblaðið, 16. júní 1994). Norrænar hjúkrunarkonur skiptust ekki eingöngu á upplýsingum um kjör stéttarinnar, stöðu fagsins og nýjungar sem þjónuðu betri umönnun sjúklinga. Þær deildu einnig ráðum um sameiginleg áhugamál og réttu hverannarri hjálparhönd á því sviði. Johanne Mortensen, hjúkrunarkona á sjúkrahúsinu í Nyköbing, gaf, svo dæmi sé tekið, Sigríði Eiríksdóttur góð ráð um garðrækt (FÍH B/3. Bréf Sigríðar Eiríksdóttur, dags. 9. mars 1937) og ástríðufullir frímerkjasafnarar í hópi erlendra starfssystra leituðu til Félags íslenskra hjúkrunarkvenna eftir aðstoð. Ferðalöngum úr röðum stéttarinnar, sem skolaði hér á land, var sýnd lofsverð gestrisni. Fyrir Alþingishátíðina 1930 auglýsti félagið í hjúkrunartímaritum á Norðurlöndum, Englandi og í Kanada að reynt yrði að greiða götu þeirra sem hefðu hug á að sækja hátíðarhöldin á Þingvöllum. Hjúkrunarkonur frá Dan- mörku, Hollandi og Noregi þáðu boðið - ein frá hverju landi. Þær fóru í kynnisferð að Kleppsspítala í fylgd stjórnarkvenna (Margrét Guðmundsdóttir, handrit). Sam- vinna hjúkrunarkvenna á Norðurlöndum sendi íslendingum veglega kransaköku að gjöf. Hún var fyllt með ýmsu hnossgæti og listilega skreytt með sykurgerðu víkingaskipi og hjúkrunarkonu sem tróndi á toppnum. Kakan var flutt til Þingvalla og komið fyrir á veisluborði þar sem sérstakir gestir þingsins fengu að njóta hennar (Tímarit Félags íslenskra hjúkrunarkvenna 6:2 (1930), ágúst, bls. 5). íslendingar höfðu takmarkaða reynslu af starfi innan fjölþjóðlegra félagshreyfinga í upphafi þriðja áratugarins. Samstarf hjúkrunarkvenna hér á landi við erlend systurfélög vakti athygli Ingibjargar Ólafsson framkvæmdastjóra sem bjó í London. Félag íslenskra hjúkrunarkvenna sýndi að hennar dómi „víðsýni og BREYTT HLUTVERK STÉTTARFÉLAGA Frá altækri umsjón til einstaklingsaðstoðar? Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga veltir hér vöngum yfir hlutverki stéttarfélaga. Tímabil miðstýringar virðist vera fyrir bí, einnig á þessu sviði. Gengur Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga í takt við þessa þróun? Lesendur eru hvattir til að taka þátt í umræðunni með því að senda inn viðbrögð við grein Elsu. Meginhlutverk stéttarfélaga hefur hingað til verið kjarasamningagerð og réttinda- gæsla. Á síðastliðnum áratug hafa hins vegar orðið þær breytingar á samnings- umhverfi og uppbyggingu kjarasamninga að þeir hafa færst úr miðstýrðum samningum í dreifstýrða, og samskipta- reglur og áherslur vinnuveitenda annars vegar og stéttarfélaga og starfsmanna hins vegar hafa breyst. Það er mikilvægt að stéttarfélög og félagsmenn þeirra þekki hlutverk sín og taki forystu um breytingar sem til heilla geta orðið í stað þess að bregðast eingöngu við því sem orðið er. Miklir hagsmunir eru jú í húfi. Elsa B. Friðfinnsdóttir Tvískipting kjarasamninga, í miðlægan hluta og stofnanahluta, hefur aukið mjög möguleika stéttarfélaga og einstakra starfsmanna eða starfsmannahópa á að einstaklingstengja laun. Víðast hefur verið horfið frá þeirri hugmyndafræði að aðall kjarasamninga sé jöfn laun, nú er iitið svo á að ákveðinn grunnur sé sameiginlegur en hver og einn starfsmaður fái síðan að njóta verðleika sinna í launum. Markmið stofnanasamninga var og er m.a.: - Að styrkja starfsemi viðkomandi stofnunar þegar til lengri tíma er litið með því að færa í hendur stofnunar og stéttar- félags/starfsmanna hennar útfærslu til- tekinna þátta kjarasamningsins og skapa þannig forsendur fyrir betri starfs- skilyrðum starfsmanna. - Að færa ákvörðun um launasetningu starfa nær starfsvettvangi þar sem hægt er að bregðast hraðar við breytingum sem eiga sér stað á störfum og skipulagi stofnana. - Að auka gæði þjónustunnar með því að efla samstarf starfsmanna og stjórnenda á vinnustað. Þessi breyting á kjarasamningum frá miðstýringu til dreifstýringar var að mínu mati fyrsta skrefið í ferli sem hefur og mun leiða af sér annað hlutverk 34 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 4. tbl. 84. árg. 2008

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.