Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2008, Blaðsíða 32
skoða vinnuumhverfi þeirra og fara yfir
stoðnetið í kringum þá. Sem dæmi má
nefna að sumir sviðsstjórar hafa ekki einu
sinni ritara. Það er Ijóst að skriffinnska
tekur mikið af tíma sviðsstjóra sem væri
betur varið í samskipti við starfsmenn.
Að sögn Ernu er markvisst unnið að
endurbótumávinnuherbergjumhjúkrunar-
fræðinga - bæði til skráningar, viðtala
við sjúklinga og fjölskyldur og til lyfja-
tiltektar. Áætlun um endurbætur á lyfja-
herbergjum liggi fyrir í húsnæðisnefnd.
Einnig sé unnið að endurbótum á
legudeildum sem ætti að bæta vinnu-
umhverfið verulega. Verið sé að athuga
vinnuumhverfi hjúkrunarfræðinga í stórri
rannsókn. Lesa má um rannsóknina,
sem ber heitið „Þekking og mannafli í
hjúkrun á bráðadeildum: verkferlar og
vinnuumhverfi hjúkrunarfræðinga og
sjúkraliða" í fréttapunkti hér í blaðinu.
„Við fórum strax af stað
með viðamikið gæða-
verkefni."
Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, sviðsstjóri
hjúkrunar á slysa- og bráðasviði, segir
að ýmislegt hafi verið gert til þess að
bregðast við gagnrýni sem fram kom í
könnuninni. „Ég vann sjálf á skrifstofu
mannauðsmála þegar könnunin var gerð
og sá um framkvæmdina á Landspítala
þannig að þegar ég byrjaði á slysa- og
bráðasviði var ég vel inni í niðurstöðum
sviðsins," segir Rakel. „Við fórum strax
af stað með viðamikið gæðaverkefni
um öryggi sjúklinga og starfsfólks sem
hlaut styrk bæði frá sjúkrahúsinu og frá
heilbrigðisráðuneytinu." Öryggismál voru
eitt af þeim atriðum sem starfsfólki sviðsins
fannst yfirmenn ekki taka nógu alvarlega
samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar.
Þó að vinnan virðist vel á veg komin
á slysa- og bráðasviði og á skrifstofu
mannauðsmála virðist Iftið vera að gerast
á öðrum sviðum. Hjúkrunarfræðingar
í deildarvinnu, sem Tímarit
hjúkrunarfræðinga talaði við, höfðu lítið
heyrt um niðurstöður könnunarinnar
og hvernig yfirmenn þeirra hygðust
bregðast við. Hins vegar hefur verið
skipaður stýrihópur á Landspítala um
starfsumhverfi og stjórnum deilda og
er markmið hans að vinna að bættu
starfsumhverfi og stjórnun deilda. Það er
óskandi að þessi umræða komist fljótlega
á gott skrið alls staðar á Landspítala.
Notkun
Augnskaðar
Sýru brunar
Alkali brunar
Aðskotahlutir
Augnaðgerðir
Sýkingar
r ' \
Augnlinsan __
fráMorgan o
Augnlinsan frá Morgan Lens er sérstaklega hönnuð til að meðhöndla augnskaða.
Augnlinsan er mjög auðveld í notkun og hentareinnig vel til skolunar við efnabruna
og til að fjarlægja aðskotahlut úr auga.
Sjá nánari upplýsingar á vefsetri framleiðandans: www.morganlens.com
The Morgan Lens Eirberg
'^Z-pMorTariinc.
Stórhöfða 25-110 Reykjavík • sími 569 3100 • www.eirberg.is