Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2008, Blaðsíða 30

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2008, Blaðsíða 30
Christer Magnusson, christer@hjukrun.is Starfsumhverfið var ekki gott 2006, en hefur það breyst? STARFSÁNÆGJA Á LANDSPÍTALA I apríl 2007 kom út skýrsla þar sem viðamikil könnun á starfsumhverfi ríkisstarfsmanna var kynnt. Áberandi var hversu illa heilbrigðisstofnanir komu út og þá sérstaklega Landspítali. Heilbrigðisráðherra var brugðið og lofaði aðgerðum, meðal annars á aðalfundi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga í maí 2008. En hvað hefur gerst síðan þá? Könnun á starfsumhverfi ríkisstarfsmanna var framkvæmd af Stofnun stjórn- sýslufræða við Háskóla íslands í samvinnu við ParX viðskiptaráðgjafa og kostuð af fjármálaráðuneytinu. Könnunin var lögð fyrir í nóvember og desember 2006. Margir hjúkrunarfræðingar muna eflaust eftir að hafa svarað henni en þeir voru í hópi tæplega tíu þúsund ríkisstarfsmanna hjá 144 stofnunum sem tóku þátt. Til stóð reyndar að Landspítali yrði ekki með í könnuninni. Framkvæmdaraðilum þótti Landspítali of stór og flókinn vinnustaður. Velta má því fyrir sér hvort menn hafi miklað fyrir sér flækjustigið. Landspítali sótti það fast að fá að taka þátt og endaði það með að ráðuneytið lagði til sérstakt fjárframlag til þess að hægt yrði að bæta Landspítala í könnunarhópinn. Stjórnendur LSH litu svo á að niðurstöður gætu gefið góðar vísbendingar um það sem betur mætti fara og um það sem vel væri gert. Á Landspítala var unnið ötullega að því að auðvelda starfsmönnum að taka þátt í könnuninni. Ráðinn var verkefnastjóri og stofnaður var þverfaglegur vinnuhópur til að undirbúa hana. Hægt var að svara könnuninni bæði á vefnum og á pappír og var hún þýdd á fjölda tungumála. Niðurstöður könnunarinnar Þegar rýnt er í niðurstöðurnar kemurfljótlega í Ijós að heilbrigðisstofnanir komu verst út. Ástandið reyndist sérstaklega slæmt á Landspítala. Til dæmis var ánægja með stjórnun í heild 31 % á heilbrigðisstofnunum (lakast) en 61 % í framhalds- og háskólum. Einungis 51 % heilbrigðisstarfsmanna töldu Erna Einarsdóttir sviðsstjóri og Svava Kr. Þorkelsdóttir, deildarstjóri á skrifstofu mannauðsmála. „Landspítali lofaði starfsmönnum að stinga ekki niðurstöðunum undir stól," segir Erna. að góður starfsandi væri ríkjandi en 76% í þeim stofnunum þar sem starfsandinn var bestur. 68% heilbrigðisstarfsmanna töldu sig nær alltaf eða oft vera undir miklu vinnuálagi en 46% starfsmanna sem vinna að skatta- og tollamálum. ímynd heilbrigðisstofnunar í samfélaginu er jákvæð, sögðu 49% starfsmanna, en 80% starfsmanna í framhalds- og háskólum álitu að stofnun þeirra hefði jákvæða ímynd. Niðurstöður varðandi Landspítala voru í nær öllum tilfellum lakari en meðaltöl fyrir opinber fyrirtæki eða stofnanir og langoftast lakari en meðaltöl fyrir heiibrigðisstofnanir. Skrifstofa forstjóra var þó undantekning og var nokkuð vel yfir meðaltali hvað varðar starfsaðstöðu, ánægju með næsta yfirmann og viðhorf til stjórnunar. Reyndar var næsti yfirmaður talinn vera mjög góður á öllum klínískum sviðum sem þýðir að deildarstjórar fá góðar einkunnir. Öldrunarsvið og endurhæfingarsvið komu að jafnaði vel út og voru á köflum yfir meðaltölum fyrir heilbrigðisstofnanir og jafnvel ríkið í heild. Ánægja með vinnuaðstöðu var að jafnaði mjög lítil. Sérstaklega laka einkunn fengu slysa- og bráðasvið, svæfinga-, gjörgæslu- Tímarit hjúkrunarfræðinga - 4. tbl. 84. árg. 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.