Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2008, Blaðsíða 25
var takmarkað, m.a. vegna sársauka
sem fylgdi lyfjagjöfinni. Eftir 1980 var
farið að gefa lyfið í æð. Gammaglóbúlín,
sem gefið var í æð, var dýrara en það
sem áður var gefið í vöðva auk þess sem
það kostaði dvöl á spítala meðan það
var gefið.
Heimameðferð
Það var svo í byrjun níunda áratugarins
að farið var að gera tilraunir með að gefa
gammaglóbúlín undir húð í heimahúsi.
Þær tilraunir gáfu góða raun. í rannsókn
frá Huddinge-sjúkrahúsinu í Stokkhólmi
árið 1992 kom í Ijós að aukaverkanir voru
marktækt færri en við gjöf með dreypi í
æð. í fjölþjóðlegri rannsókn, sem birtist
2004, um gammaglóbúlín-meðferð undir
húð með dælu hjá börnum og fullorðnum
var árangur mjög góður. Borin var saman
meðferð með dreypi í æð á spítala
og meðferð með dælu í heimahúsi hjá
47 sjúklingum á aldrinum 2 til 75 ára.
Líkamleg, andleg og félagsleg líðan var
betri hjá þeim sem fengu meðferð í
heimahúsi. Fleiri rannsóknir hafa verið
birtar sem sýna svipaðar niðurstöður.
Ákveðið var að hefja þessa meðferð hér
á landi þegar Tryggingastofnun ríkisins
hafði veitt samþykki sitt fyrir kostnaði
lyfsins og þess búnaðar sem til þarf. Þeir
sem byrjuðu í heimameðferðinni hættu nú
að leggjast reglulega inn á sjúkrahús eða
mæta á dagdeild á þriggja til fjögurra vikna
fresti til að fá lyfið gefið í æð og fóru nú að
meðhöndla sig sjálfir heima vikulega.
Meðferðin felst í því að reyna að koma
í veg fyrir tfðar og erfiðar sýkingar sem
jafnvel hafa staðið árum saman. Notuð
er dæla, CRONO Super RID, sem dælir
lyfinu undir húð. Lyfið er dregið upp í
sprautu sem tengd er við dæluna.
Áður en heimameðferð hófst opinberlega
hafði eínum einstaklingi hérlendis verið
veitt undanþága, vegna sérstakra
aðstæðna, til að gefa sér Gammanorm,
eins og lyfið heitir, heima. Eins og
langflestir sem hefja þessa meðferð hafði
þessi einstaklingur í mörg ár þurft að
leggjast inn á sjúkrahús þriðju til fjórðu
hverja viku til að fá lyfið gefið í æð auk
þess að leggjast oft inn á sjúkrahús
vegna annarra veikinda.
Sótt var um undanþágu til Trygginga-
stofnunar ríkisins fyrir fleiri einstaklinga
þar sem heimameðferðin reyndist vel
hér á landi eins og annars staðar þar
sem hún er notuð en hún er einnig mun
ódýrari en meðferð á sjúkrahúsi.
Þegar ákveðið hefur verið að hefja
heimameðferð þarf viðkomandi að undirbúa
Hjúkrunarfræðingar geta hjálpað til við að greina meðfæddan ónæmisgalla með því
að vera á varðbergi gagnvart skjólstæðingum sem sýna eftirfarandi einkenni sem
gætu bent til þessa sjúkdóms.
1. Eyrnabólga átta sinnum eða oftar á ári.
2. Alvarleg nef- og kinnholsbólga tvisvar eða oftar á ári.
3. Meðferð sýklalyfja í tvo mánuði án teljandi
árangurs.
4. Lungnabólga tvisvar eða oftar á ári.
5. Vanþroski eða lítil þyngdaraukning ungbarna.
6. Graftarkýli í húð eða innri líffærum aftur og aftur.
7. Viðloðandi sveppasýking i munnholi eða húð eftir
að eins árs aldri er náð.
8. Nauðsyn á sýklalyfjagjöf í æð til að meðhöndla sýkingar
sem annars eru vægar.
9. Tvær eða fleiri alvarlegar sýkingar, s.s. heilahimnu-
bólga, heimakoma eða sýking f beini.
10. Meðfæddir ónæmisgallar í ættinni.
Listi þessi birtist upphaflega með grein Björns Rúnars Lúðvíkssonar læknis „Meðfæddir ónæmisgallar" í fréttabréfi Astma-
og ofnæmisfélagsins, 2. tölublaði 5. árgangs.
Tímarit hjúkrunarfræðinga - 4. tbl. 84. árg. 2008
23