Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2008, Blaðsíða 15

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2008, Blaðsíða 15
FRÆÐSLUGREIN Tafla 3. Líkamsþyngdarstuðull (LÞS) kvenna og karla sem starfa á öldrunarstofnunum (Vinnueftirlitið, 2000), meðaltal (M), staðalfrávik (SF), * fjöldi (N). Hundraðshluti (%) þeirra sem hafa líkamsþyngdarstuðul (LÞS) 30 eða meira. Konur Karlar Starfsheiti/starf M SF N % LÞS a 30 M SF N % LÞSí 30 Deildarstjóri/yfirmaður 26,2 4,4 147 17,0 25,3 3,2 12 15,4 Faglærður starfsmaður 25,4 3,9 346 12,0 24,6 3,0 20 8,7 Ófaglærður starfsmaður 25,6 4,6 619 16,8 25,0 5,0 24 7,7 Meðaltal 25,6 4,5 15,4 24,9 4,0 9,7 Samtals 1112 56 Aldur F=50,5 p<0,0001; kyn F=0,13 p=0,72; staða F=1,44 p=0,24; tíðni likamsræktar á viku F=1,37 p=0,24. Tafla 4. Líkamsþyngdarstuðull kvenna í hópi hjúkrunarfræðinga, grunnskólakennara og flugfreyja (Rannsóknastofnun í hjúkrunarfræði og Vinnueftirlitið, 2002), meðaltal (M), staðalfrávik (SF), fjöldi (N). Hundraðshluti (%) þeirra sem hafa líkamsþyngdarstuðul (LÞS) 30 eða meira. Starfsheiti/starf M SF N % 2 30* Flugfreyja 22,3 2,5 248 2,0 Hjúkrunarfræðingur 25,4 4,2 387 17,1 Kennari 25,3 4,2 364 18,0 Aldur F=35,6 p<0,0001; starf F=50,9 p <0,0001; tíðni líkamsræktar á viku F=13,1 p<0,0001. •Ki'kvaðrat = 39,73; fö=2 p<0,001. til aldurs, kyns og tíðni reglubundinnar líkamsræktar þegar slík gögn voru tiltæk. Niðurstöður í töflu 1 sést yfirlit yfir rannsóknirnar sem fjallað er um, fjöldi í hverjum hópi, hvenær rannsóknirnar voru gerðar og af hverjum, svörun, aldurshópar, hlutfall kynja og hvort fyrir lágu upplýsingar um reglulega líkamsrækt. Þar má sjá að rannsóknirnar voru gerðar á árabilinu 2000 til 2004, heildarfjöldi, sem spurningalistar voru sendir til, var 16.035 manns. Svörun var frá 46-80%. í könnun IMG-Gallup fyrir Áfengis- og vímuvarnaráð sást ekki marktækur munur á meðaltali LÞS milli starfshópa kvenna en hlutfall of feitra var hæst hjá bændum (36,4%) en lægst hjá stjórnendum (12,7%). Munurinn var tölfræðilega marktækur. Ekki var marktækur munur milli starfshópa karla, hvorki að því er varðaði meðaltal LÞS eða hlutfall of feitra sem var hæst meðal bænda (35,6%), lægst meðal sjómanna (19,3%). Þegar litið var á niðurstöður rannsóknarinnar Heilsa og lífsstíll (tafla 2) sást að allir hóparnir voru að meðaltali yfir kjörþyngd nema sérfræðingar. Munur á meðaltali LÞS milli starfshópa var ekki marktækur en hundraðshluti of feitra í kvennahópunum var hæstur meðal iðnaðar-/iðnverkakvenna (25,0%), lægstur meðal sérfræðinga (10,6%). í báðum þessum rannsóknum óx þyngd marktækt með hækkandi aldri hjá báðum kynjum. í rannsókninni Heilsa og lífsstíll kom ekki fram marktækt samband milli líkamsræktar og LÞS en ekki var spurt um líkamsrækt í könnun Áfengis- og vímuefnaráðs. í bændarannsókninni var ekki munur á LÞS karlkyns bænda (LÞS 26,6; staðalfrávik 3,8) og þjóðarúrtaki karla (LÞS 26,9; staðalfrávik 3,8). Hins vegar var LÞS hærri hjá kvenkyns bændum (LÞS 26,7; staðalfrávik 5,4) en hjá þjóðarúrtaki kvenna (LÞS 25,9; staðalfrávik 4,7; p=0,038). Meðal bænda í bændarannsókninni var ekki samband milli aldurs og LÞS og eru þeir að því leyti frábrugðnir öðrum hópum sem hér eru til skoðunar. í töflu 3 má sjá niðurstöður hjá þeim sem starfa í öldrunarþjónustunni. Hvorki hjá körlum né konum var marktækur munur á LÞS á milli starfshópa en hæst hlutfall of feitra meðal kvenna var hjá deildarstjórum/yfirmönnum (17,0%), lægst hjá faglærðum (12,0%). Hjá körlunum var einnig hæst hlutfall of feitra hjá deildarstjórum/yfirmönnum (15,4%) en lægst hjá ófaglærðum (7,7%). LÞS fór mjög hækkandi með aldri en áhrif hreyfingar voru ekki marktæk. Ekki var marktækur munur á meðaltali LSÞ hjá starfsfólki í útibúum banka og sparisjóða en hjá konum var marktækur munur á hlutfalli of feitra sem var hæst hjá bankariturum (22,1%), lægst hjá deildar- stjórum/öðrum yfirmönnum (13,8%). Hjá körlum var hlutfall of feitra hæst hjá gjaldkerum (40,3%) en lægst hjá deildarstjórum/öðrum yfirmönnum og bankariturum (14,3%). Líkamsþyngd jókst marktækt með hækkandi aldri en áhrif hreyfingar voru ekki marktæk. Þegar litið var til þriggja starfshópa kvenna, þ.e. flugfreyja, hjúkrunarfræðinga og kennara, sást að marktækur munur var á meðaltali LÞS hjá hópunum. Hækkandi aldur tengdist marktækt hækkandi LÞS eins og sást hjá öðrum hópum (tafla 4). Reglubundin líkamsrækt tengdist einnig marktækt lægri LÞS hjá hópunum. Hlutfall of feitra var marktækt lægra hjá flugfreyjum (2%) en hjá hjúkrunarfræðingum (17,1%) og kennurum (18,0%). Hjúkrunarfræðingar og kennarar voru að meðaltali 168 sm á hæð en flugfreyjur 169 sm. Miklu munaði á þyngdinni. Hjúkrunarfræðingar voru að meðaltali 72 kg, kennarar 73 kg en flugfreyjur 64 kg. Tímarit hjúkrunarfræðinga - 4. tbl. 84. árg. 2008 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.