Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2008, Blaðsíða 13

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2008, Blaðsíða 13
FRÆÐSLUGREIN - ..'-vÆj eru höfundum aðgengileg og hefur verið safnað á sl. 8 árum. í greininni er oft talað um ofþyngd og offitu. Ofþyngd er skilgreind sem líkamsþyngdarstuðull 25,0-29,9 en offita = líkamsþyngdarstuðull 30,0 eða þar yfir (Lýðheilsustöð, 2004). um heilsu, starf, hæð og þyngd. Svör fengust aðeins frá 1062 einstaklingum, eða rúmlega 50% (Tómas Helgason o.fl., 2004). Þriðja þjóðarúrtakið var tekið til viðmiðunar í tengslum við rannsókn á heilsu og líðan bænda árið 2004 (Kristinn Tómasson o.fl., 2004). Þrjú þjóðarúrtök Árið 2001 gerði IMG-Gallup þjóðar- úrtakskönnun fyrir Áfengis- og vímu- varnaráð þar sem spurt var um starf, hæð og þyngd. Engar spurningar voru um hreyfingu. Úrtakið var 4000 manns á aldrinum 18 til 75 ára. Svörun var 64%. 6 Aðferðum hefur verið lýst í Læknablaðinu (Tómas Helgason o.fl., 2003). Annað þjóðarúrtak var tekið í ársbyrjun 2002 á vegum IMG-Gallup með yfirskriftinni Heilsa og lífstíll. Um var að ræða 2000 manna slembiúrtak fólks á aldrinum 20-75 ára og spurt var m.a. Sjö starfshópar skoðaðir Starfsfólk við umönnun aldraðra. Gerð var þversniðsrannsókn sem náði til allra starfsmanna á 62 öldrunarstofnunum og öldrunardeildum á íslandi þar sem voru 10 eða fleiri starfsmenn. Könnunin var gerð 1.-2. nóvember árið 2000. Dreift var 1886 spurningalistum með 84 spurningum um lýðfræðileg og vinnutengd atriði, heilsu og lífsstíl. Svörun var 80% (Hólmfríður K. Gunnarsdóttir o.fl., 2004). Starfsmenn í útibúum banka og spari- sjóða. Allir starfsmenn, sem voru í vinnu hjá útibúum banka og sparisjóða um allt land í mars/apríl 2002, samtals 1847 manns, fengu sendan spurningalista um vinnuumhverfi líðan og heilsu. Svörun var 80% en aðferðum hefur verið lýst í Læknablaðinu (Guðbjörg Linda Rafnsdóttir og Kristinn Tómasson, 2004). Svarendur voru 86% konur og 14% karlar en það hlutfall endurspeglaði kynjahlutfallið í útibúunum eins og það var á þeim tíma. Bændur. Öllum bændum með 100 ærgildi eða meira (N=2042, svarhlutfali 54%) og 1500 manna slembiúrtaki frá þjóðinni, 25 til 70 ára (svarhlutfall 46%), var sendur ýtarlegur spurningalisti um heilsufar og fleira (Kristinn Tómasson O.fl., 2004). Flugfreyjur. Spurningalisti var sendur til allra flugfreyja sem voru á skrá hjá Flugfreyjufélagi íslands í apríl 2002 og sem höfðu unnið tvö ár eða lengur við flugfreyjustörf. í hópnum var 371 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 4. tbl. 84. árg. 2008 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.