Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2008, Síða 13

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2008, Síða 13
FRÆÐSLUGREIN - ..'-vÆj eru höfundum aðgengileg og hefur verið safnað á sl. 8 árum. í greininni er oft talað um ofþyngd og offitu. Ofþyngd er skilgreind sem líkamsþyngdarstuðull 25,0-29,9 en offita = líkamsþyngdarstuðull 30,0 eða þar yfir (Lýðheilsustöð, 2004). um heilsu, starf, hæð og þyngd. Svör fengust aðeins frá 1062 einstaklingum, eða rúmlega 50% (Tómas Helgason o.fl., 2004). Þriðja þjóðarúrtakið var tekið til viðmiðunar í tengslum við rannsókn á heilsu og líðan bænda árið 2004 (Kristinn Tómasson o.fl., 2004). Þrjú þjóðarúrtök Árið 2001 gerði IMG-Gallup þjóðar- úrtakskönnun fyrir Áfengis- og vímu- varnaráð þar sem spurt var um starf, hæð og þyngd. Engar spurningar voru um hreyfingu. Úrtakið var 4000 manns á aldrinum 18 til 75 ára. Svörun var 64%. 6 Aðferðum hefur verið lýst í Læknablaðinu (Tómas Helgason o.fl., 2003). Annað þjóðarúrtak var tekið í ársbyrjun 2002 á vegum IMG-Gallup með yfirskriftinni Heilsa og lífstíll. Um var að ræða 2000 manna slembiúrtak fólks á aldrinum 20-75 ára og spurt var m.a. Sjö starfshópar skoðaðir Starfsfólk við umönnun aldraðra. Gerð var þversniðsrannsókn sem náði til allra starfsmanna á 62 öldrunarstofnunum og öldrunardeildum á íslandi þar sem voru 10 eða fleiri starfsmenn. Könnunin var gerð 1.-2. nóvember árið 2000. Dreift var 1886 spurningalistum með 84 spurningum um lýðfræðileg og vinnutengd atriði, heilsu og lífsstíl. Svörun var 80% (Hólmfríður K. Gunnarsdóttir o.fl., 2004). Starfsmenn í útibúum banka og spari- sjóða. Allir starfsmenn, sem voru í vinnu hjá útibúum banka og sparisjóða um allt land í mars/apríl 2002, samtals 1847 manns, fengu sendan spurningalista um vinnuumhverfi líðan og heilsu. Svörun var 80% en aðferðum hefur verið lýst í Læknablaðinu (Guðbjörg Linda Rafnsdóttir og Kristinn Tómasson, 2004). Svarendur voru 86% konur og 14% karlar en það hlutfall endurspeglaði kynjahlutfallið í útibúunum eins og það var á þeim tíma. Bændur. Öllum bændum með 100 ærgildi eða meira (N=2042, svarhlutfali 54%) og 1500 manna slembiúrtaki frá þjóðinni, 25 til 70 ára (svarhlutfall 46%), var sendur ýtarlegur spurningalisti um heilsufar og fleira (Kristinn Tómasson O.fl., 2004). Flugfreyjur. Spurningalisti var sendur til allra flugfreyja sem voru á skrá hjá Flugfreyjufélagi íslands í apríl 2002 og sem höfðu unnið tvö ár eða lengur við flugfreyjustörf. í hópnum var 371 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 4. tbl. 84. árg. 2008 11

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.