Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2008, Blaðsíða 39

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2008, Blaðsíða 39
Björg Árnadóttir var fyrst íslenskra kvenna í mark í Sigrún Barkardóttir eldhress eftir 37 km. Reykjavíkurmaraþoni 2008. farin ár með góðum árangri og hefur langa afrekaskrá sem teygir sig aftur til 1999. í ár hljóp hún í fyrsta sinn heilt maraþon í Reykjavík en fyrsta heila maraþon hennar var í Kaupmannahöfn í fyrra. Hún ætlar ekki að hlaupa fleiri maraþon í ár. Hún tók þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í ár til þess að ná lágmarki fyrir Bostonmaraþonið á næsta ári og til þess að styrkja Göngum saman. Fyrir utan götuhlaup hefur Sigrún áhuga á utanvegahlaupi eins og Laugavegshlaupinu sem hún hefur hlaupið þrisvar. „Þetta er skemmtileg tilbreyting þar sem farið er upp og niður, yfir læki og umhverfið er allt annað en í götuhlaupi. Ég vil gjarnan taka þátt í fleiri slíkum hlaupum en æfingar fyrir þau taka talsverðan tíma,“ segir Sigrún. „Við Björg æfum þrisvar í viku með ÍR-skokkhópnum sem er flottur hópur fólks á öllum aldri. Við förum upp Esjuna, förum mikið í Heiðmörkina og höfum einnig farið ýmsar leiðir á Hellisheiði og í Mosfellsdal." Báðar hafa þær unnið mikið við heilsuvernd og eru góð dæmi um þann árangur sem hægt er að ná í heilsurækt. Annað dæmi eru hjúkrunarfræðingar á gjörgæsludeildum Landspítala sem hafa hvatt starfsfólk að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni. Aðal hvatamenn þar eru Sesselja H. Friðþjófsdóttir og Bríet Birgisdóttir. Stór hópur af gjörgæslunni í Fossvogi hljóp maraþonið í fyrra og skoraði á gjörgæsluna á Hringbraut að gera slíkt hið sama. Það heppnaðist frábærlega, samtals hljóp starfsfólk þessara tveggja deilda um 600 km. Nú í ár hlupu alls 36 hlaupararfrá gjörgæsludeildinni í Fossvogi og voru hlaupnir 387 km. Nokkrir hlupu heilt og hálft maraþon en flestir 10 km. Safnað var áheitum og renna styrkir til Vonar, styrktarfélags skjólstæðinga gjörgæsludeildarinnar í Fossvogi. Nánar verður fjallað um Von í næsta tölublaði. Það þurfa ekki allir að hlaupa maraþon en allir hafa gott af því að hreyfa sig meira. Eins og kemur fram í grein um holdafar starfshópa á bls. 10 eru hjúkrunarfræðingar að meðaltali þyngri en til dæmis kvenlæknar eða kennarar og er það áhyggjuefni. Það væri lítið mál að breyta þessu ef allir fylgdu fordæmi þessara kvenskörunga. Fræðsluefni á albönsku, arabísku, ensku, pólsku, rússnesku, spænsku og tælensku. Þessi fræðslurit eru fáanleg á öllum heilsugæslustöðvum. Texti ritanna hefur verið þýddur á nokkur tungumál og hægt er að nálgast textana ® og prenta út af heimasíðu Lýðheilsustöðvar: www.lydheilsustod.is - Útgefið efni - Foreign languages www.lydheilsustod.is LÝÐH E I LSUSTÖÐ Tímarit hjúkrunarfræðinga - 4. tbl. 84. árg. 2008 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.