Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2008, Síða 39

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2008, Síða 39
Björg Árnadóttir var fyrst íslenskra kvenna í mark í Sigrún Barkardóttir eldhress eftir 37 km. Reykjavíkurmaraþoni 2008. farin ár með góðum árangri og hefur langa afrekaskrá sem teygir sig aftur til 1999. í ár hljóp hún í fyrsta sinn heilt maraþon í Reykjavík en fyrsta heila maraþon hennar var í Kaupmannahöfn í fyrra. Hún ætlar ekki að hlaupa fleiri maraþon í ár. Hún tók þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í ár til þess að ná lágmarki fyrir Bostonmaraþonið á næsta ári og til þess að styrkja Göngum saman. Fyrir utan götuhlaup hefur Sigrún áhuga á utanvegahlaupi eins og Laugavegshlaupinu sem hún hefur hlaupið þrisvar. „Þetta er skemmtileg tilbreyting þar sem farið er upp og niður, yfir læki og umhverfið er allt annað en í götuhlaupi. Ég vil gjarnan taka þátt í fleiri slíkum hlaupum en æfingar fyrir þau taka talsverðan tíma,“ segir Sigrún. „Við Björg æfum þrisvar í viku með ÍR-skokkhópnum sem er flottur hópur fólks á öllum aldri. Við förum upp Esjuna, förum mikið í Heiðmörkina og höfum einnig farið ýmsar leiðir á Hellisheiði og í Mosfellsdal." Báðar hafa þær unnið mikið við heilsuvernd og eru góð dæmi um þann árangur sem hægt er að ná í heilsurækt. Annað dæmi eru hjúkrunarfræðingar á gjörgæsludeildum Landspítala sem hafa hvatt starfsfólk að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni. Aðal hvatamenn þar eru Sesselja H. Friðþjófsdóttir og Bríet Birgisdóttir. Stór hópur af gjörgæslunni í Fossvogi hljóp maraþonið í fyrra og skoraði á gjörgæsluna á Hringbraut að gera slíkt hið sama. Það heppnaðist frábærlega, samtals hljóp starfsfólk þessara tveggja deilda um 600 km. Nú í ár hlupu alls 36 hlaupararfrá gjörgæsludeildinni í Fossvogi og voru hlaupnir 387 km. Nokkrir hlupu heilt og hálft maraþon en flestir 10 km. Safnað var áheitum og renna styrkir til Vonar, styrktarfélags skjólstæðinga gjörgæsludeildarinnar í Fossvogi. Nánar verður fjallað um Von í næsta tölublaði. Það þurfa ekki allir að hlaupa maraþon en allir hafa gott af því að hreyfa sig meira. Eins og kemur fram í grein um holdafar starfshópa á bls. 10 eru hjúkrunarfræðingar að meðaltali þyngri en til dæmis kvenlæknar eða kennarar og er það áhyggjuefni. Það væri lítið mál að breyta þessu ef allir fylgdu fordæmi þessara kvenskörunga. Fræðsluefni á albönsku, arabísku, ensku, pólsku, rússnesku, spænsku og tælensku. Þessi fræðslurit eru fáanleg á öllum heilsugæslustöðvum. Texti ritanna hefur verið þýddur á nokkur tungumál og hægt er að nálgast textana ® og prenta út af heimasíðu Lýðheilsustöðvar: www.lydheilsustod.is - Útgefið efni - Foreign languages www.lydheilsustod.is LÝÐH E I LSUSTÖÐ Tímarit hjúkrunarfræðinga - 4. tbl. 84. árg. 2008 37

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.