Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2008, Side 11

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2008, Side 11
„Það fólk sem hér býr segir að því finnist mjög erfitt að allar tekjur, utan vasapeningar og greiðslur úr lífeyrissjóðum, eru af því teknar. í raun er þetta skerðing á sjálfsákvörðunarrétti." þyki sjálfsagt aö veita því alla þjónustu, til að mynda með heimahlynningu sem hjúkrunarfræðingar sinna sem og alhliða líknarþjónustu. Eldra fólk, sem glími við elli- og hrörnunarsjúkdóma, þurfi hins vegar að bíða iengi eftir að fá þá þjónustu sem því ber með tilheyrandi álagi á það sjálft og aðstandendur. Tíð mannaskipti tefja Anna Birna væntir að á næstunni geti hafist framkvæmdír við stækkun Sóltúns um 100 viðbótarbúsetuúrræðí fyrir eldrí borgara sem þarfnast stuðnings og hjúkrunar. Er þá gert ráð fyrir nýbyggingu austan við núverandi byggingu sem er þriggja hæða. Jafnframt er í bígerð að bæta fjórðu hæðinni við. „Við höfum kynnt þessar hugmyndir fyrir bæði ríki og borg og fengið í raun ágætar viðtökur. Tíð mannaskipti í stjórnkerfinu eru hins vegar til þess fallin að tefja framgang allra mála. Þannig höfum við haft fjóra heilbrigðisráðherra síðan samningurinn um rekstur Sóltúns var undirritaður. Þá eru borgarstjórarnirorðnir sjö og sumir hafa aðeins setið örfáa mánuði í embætti. Fyrir vikið hafa mál, sem snúa að deiliskipulagi stækkunar Sóltúns, sem jafnvel hafa verið komin á rekspöl, lent aftur á núllpunkti og það er slæmt fyrir alla framþróun." „Við leitum því eftir lífsglöðu og umhyggjusömu starfs- fólki sem er tilbúið að gefa af sér.“ Einbýlin komin til að vera í dag eru réttindum eldri borgara þannig fyrir komið að þegar þeir vistast á hjúkrunarheimili missa þeír ellilífeyris- greiðslur frá almannatryggingum en fá vasapeninga sem eru tæpar 40 þúsund krónur á mánuði. Þessu segist Anna Birna vænta að verði breytt fyrr en síðar og fyrirkomulagið verði þannig að fólk haldi þessum tekjum sínum og greiði sjálft fyrir búsetu- og heimilishald en heilbrigðisþjónustan verði kostuð af almennu skattfé. „Það fólk, sem hér býr, segir að því finnist mjög erfitt að allar tekjur, utan vasapeningaroggreiðslurúrlífeyrissjóðum, eru af því teknar. í raun er þetta skerðing á sjálfsákvörðunarrétti. Við þurfum að feta okkur út úr núverandi fyrirkomulagi og koma lífeyrismálunum þannig fyrir að fólk haldi fjárhagslegu sjálfstæði sínu þrátt fyrir sjúkdóma og fötlun." Viðhorf til þess hvernig standa skuli að allri þjónustu eru gjörbreytt, eins og Anna Birna segir hér að framan. Við stækkun sjúkrahúss Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi fyrir fáum árum var til dæmis í fyrstu ekki gert ráð fyrir einbýlisstofum á hjúkrunardeild aldraðra. Ákvörðun um það var ekki tekin fyrr en í lokaferli hönnunar byggingarinnar, þá eftir mikinn þrýsting á heilbrigðisyfirvöld. „Nú held ég að einbýlin séu komið til að vera enda hafa Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra og Jóhanna Sigurðardóttir félags- og tryggíngamálaráðherra markað þá stefnu. Það er þó furðu skammt síðan heyrðust raddir um að einbýli og fyrsta flokks aðbúnaður væri dýr eða flottur. Gamla fólkið gæti gert sér að góðu að vera í fjölbýli og að heilabilaðir og minnissjúkir þyrftu ekki þessa góðu aðstöðu, væru enda í raun horfnir úr heimi. Nú heyrist þessi sjónarmið ekki lengur - sem betur fer." Umhyggjusamur og gefandi Starfsmenn Sóltún eru um 200 talsins. Ávallt hefur verið eftirspurn eftir störfum í Sóltúni og aldrei hefur komið til neinna vandræða með að fá starfsfólk eins og svo í sjúkraþjálfun. Berta Ragnheiður Langendal, starfs- maður Sóltúns, og Hulda Guðmundsdóttir. víða í umönnunarþjónustu. Sóltúnsfólk hefur sömuleiðis æviniega geta staðið við það ákvæði þjónustusamnings við ríkið að starfsfólk sé vel mælt á íslensku. í dag eru erlendir starfsmenn um fimmtán talsins, afbragðsfólk sem, að sögn Önnu Birnu, er með góð tök á málinu. „Ég geri miklar kröfur til fólks sem hingað kemur til starfa. Auk haldgóðrar fagþekkingar og starfsreynslu eftir því sem við á þarf starfsmaðurínn að vera umhyggjusamur og gefandi svo sjúklingnum finnist hann í öruggum höndum. Við leitum því eftir lífsgiöðu og umhyggjusömu starfsfólki sem er tiibúið að gefa af sér. Almennt tel ég að fólk sé tilbúið að starfa við umönnun og telji það gefandi. Margir líta þó svo á að launin leyfi sér það ekki og þeir munu ekki skiia sér í umönnunarstörf fyrr en grund- vallarviðhorfsbreyting verður sýnileg í launaröðun þessara starfa í samfélaginu. Eigi að síður hefur okkur alltaf tekist að fullmanna starfsemina hér í Sóltúni - og þar tel ég að hugmyndafræði heimilisins, góð aðstaða og tækni, sem auðveldar störfin, hafi mikið að segja.“ Tímarit hjúkrunarfræöinga - 4. tbl. 84. árg. 2008 9

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.