Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1976, Page 12

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1976, Page 12
J. Hartvig Jacobsen hefur þetta að segja um þá verðhækkun og það verð- fall, sem fram kemur við sölu á fjár- munum skattgreiðanda: „Með tilliti til þess að tekjurnar eru tengdar ákveðnu tímabili, einu ári, og með tilliti til eðli máls, er ekki um að ræða tekjur, þegar hlutirnir eru seldir, nema um sé að ræða hluti, sem eigandinn hefur atvinnu af því að selja. Skattþegninn hefur með öðr- um orðum átt hlutinn í mörg ár og á- góðinn, sem fram kemur, er afleiðingin af sveiflum þessara ára. Það er hins veg- ar ekki um neinn vafa að ræða á at- vinnusviðinu. Ágóðinn þar er tekju- skattsskyldur eða tapið dregst frá á venju- legan hátt á því ári, sem salan fer fram. Utan þess sviðs er hins vegar ekki um að ræða tengsl við tímabilið eða tengsl við atvinnu, og í hlutlægum skilningi stafa breytingarnar af verðlagsbreytingum en ekki af athöfnum eigandans. Seldur kapi- talágóði- eða tap fellur því utan tekju- hugtaksins. Um er að ræða athöfn, sem fer fram í eitt skipti. Ef skatta á slíkan ágóða eða slíkt tap, frekar en gert er með eignarskatti, þarf lagaheimild til.“* Þessi lagaheimild fannst (og finnst) í a. lið 5. greinar, sem mælir fyrir um skatt- skyldu spekulationságóða. Grundvallar- reglan var hins vegar sú, að ágóði við sölu eigna, sem ekki eru seldar í ágóða- skvni, telst ekki til tekna. Þessi regla er í dag í Danmörku orðin að undantekn- ingarreglu í raun, sbr. 7.2. síðar. */. Hartvig Jacobsen: Skatteretten. Kbh. 1950, bls. 143. 2.2.3. Grundvallarreglan í l. nr. 74/ 1921 um tekjuskatt og eignarskatt Svo sem áður er getið byggðu fyrstu íslenzku tekjuskattslögin frá 1877 á því, að sala á eignum skattþegns, sem ekki var gerð í atvinnuskyni, væri óviðkom- andi tekjum. Tillögur nefndarinnar frá 1907 gengu hins vegar út frá þeirri aðalreglu, að slík- ur ágóði teldist til tekna. í athugasemdum við frumvarpið frá 1913 var síðan bent á það, að slík verð- hækkunarsköttun væri óréttlát gagnvart seljandanum með tilliti til tengslanna við ákveðið tímabil, eitt ár. Síðastnefnda sjónarmiðið var siðan lögfest í 1. nr. 74/ 1921, 10. gr. a. Upphafsákvæði 8. greinar laganna frá 1921 er mjög víðtækt, sbr. nú 7. grein laga nr. 68/1971. Spurningin er sú, hvort ákvæði greinarinnar um að til skatt- skyldra tekna teljist „allskonar arður, laun eða gróði, er gjaldanda hlotnast af eign eða atvinnu eða einstökum verknaði eða atvikum . . taki einnig til ágóða af sölu eigna, sem ekki er fram- kvæmd í atvinnuskyni. í fyrsta lagi eru mestar líkur á því, að orðalagið gróði af eign og atvinnu sé þannig til komið, að verið sé með því að undirstrika, að í lögunum frá 1921 er ekki gerður greinarmunur á tekjum af eign og atvinnu eins og gert var í lögun- um frá 1877, en samkvæmt síðast greindum lögum voru eignatekjur skatt- aðar með hærri prósentu en atvinnutekj- ur. { öðru lagi verður að ætla, að orðin gróði af eign eigi ekki við gróða af sölu 10

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.