Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1976, Blaðsíða 26

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1976, Blaðsíða 26
ur sú, að leiguhúsnæði fer minnkandi og að sama skapi færist það í vöxt, að menn eiga sjálfir það húsnæði, sem þeir búa í. í þessu sambandi má nefna það, að árið 1962 bjuggu 75% framteljenda í eigin húsnæði, miðað við kvænta karla á aldr- inum 25—66 ára, samanber Hagtíðindi 1964. Þetta hlutfall mun vera enn hærra í dag. í Danmörku hafa húsnæðismál fólks að meginstefnu til verið leyst með byggingu leiguhúsnæðis. Eftir að lögin um eigendaibúðir (ejerleiligheder) voru samþykkt i Danmörku árið 1966, hefur þróunin þó snúist í þá átt, að æ fleiri eiga sjálfir það húsnæði, sem þeir búa í. Það liggja ekki fyrir fullkomlega sam- anburðarhæfar danskar tölur um þessa þróun, en þess má þó geta, að á árinu 1970 bjuggu eigendurnir sjálfir í um 51% af íbúðum, en 49% íbúðanna voru leigð- ar út.* Eg mun hér á eftir rekja nokkra dóma og úrskurði um framkvæmd undanþágu- reglunnar til þess að lýsa nokkuð þeim vandamálum og lagasjónarmiðum, sem upp komu við beitingu hennar. Lýsingin nær að sjálfsögðu aðeins til undanþágu- reglunnar eins og hún var í tekjuskatts- lögum fyrir 1971, en eins og áður er rakið gildir hún nú eingöngu um íbúð- arhúsnæði. Hins vegar geta ýmis af þeim sjónarmiðum og vandamálum, sem þar er lýst, samkvæmt eðli sínu að ýmsu leyti átt við enn í dag. Má þar til dæmis nefna, að undanþágan kom ekki til greina þegar telja mátti að um atvinnurekstur væri að *Statistisk Aarbog 1975, Danmarks statistik, bls. 64. ræða, sbr. t.d. 2. mgr. E. liðs 7. gr. tskl. nr. 90/1965. Þetta er ekki sérstaklega tek- ið fram í 4. mgr. E. liðs 7. gr. laga nr. 68/1971, en leiðir hins vegar af 9. mgr. sama liðs, þar sem segir, að „falli sala eigna undir atvinnurekstur skattþegns, telst ágóði af sölu þeirra ávallt að fullu til skattskyldra tekna á söluári.11 6.2. Úrskurðir og dórnar varðandi undanþáguna Undanþágan gilti sem sagt ekki, ef um var að ræða sölu í gróðaskyni eða í at- vinnurekstri. / úrsk. rskn. frá 6./11./1956 var um að rœða skattþegninn A, sem var húsa- smiður. Hann hóf byggingu húss nr. 1 á árinu 1954 og hélt áfram bygg- ingu þess, þar til hann seldi það í smíðum 16. júní 1955. Sama ár hóf hann byggingu húss nr. 2. Vinnutekj- ur húsasmiðsins við annað en nefndar byggingar voru mjög lágar á þessum árum. Ríkisskattanefnd úrskurðaði, að A hefði byggt umrædd hús í atvinnu- skyni og var söluágóðinn af sölu llúss nr. 1 því skattskyldur og naut hann þannig ekki undanþáguákvœðis 2. mgr. e. liðs 7. greinar. Það, að gróðaskyn gat komið í veg fyrir beitingu undanþágunnar, var, eins og áður greinir, dæmi um, að gróðaskyn gat skipt máli um sölu innan 5 ára. Um þetta má nefna úrskurð rskn. nr. 428 frá 1964. A lauk byggingu íbúðar nr. 1 á árinu 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.