Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1976, Qupperneq 39
Gildi slíkra leiðréttinga er mjög umdeil-
anlegt. Til þess að einbeita okkur að síð-
ara einkenninu skal óhætt að gera ráð
fyrir, að almennt verðlag, hvernig svo
sem það er mælt, sé stöðugt.
Hitt megineinkennið er svo það, sem
ýmist er lýst með auðkenninu „kostnað-
arverðsregla" (historical cost principle)
eða með „reglunni um tekjur sem inn-
leystar tekjur“ (realization principle). í
aðalatriðum mælir reglan fyrir um, að
tekjur verði til við sölu (innlausn, real-
ization) og að hreinar tekjur séu mis-
munur söluvirðis og upphaflegs kostn-
aðar (historical cost). Fyrri liður þess-
arar skýrgreiningar ákveður, hvenær
hagnaður sé talinn hafa myndazt; síðari
liðurinn segir til um upphæð hagnaðar.
Líta má svo á, að starfsemi fyrirtækis
greinist í tvo cðlisólíka þætti. Annar
þátturinn varðar vinnslu (eiginlega form-
brevtingu eða staðarbreytingu), sem er
fólgin í því að tengja saman framleiðslu-
nauðsynjar með ákveðnu samanlögðu
virði í afurð með hærra virði. Hinn
þáttur starfseminnar er fólginn í geymslu
framleiðslunauðsynja eða verðmæta
(tímabreyting). Fyrirtæki getur leitazt við
að hagnast á slikri varðveizlu verðmæta,
eða látið sér nægja að horfa aðgerðarlaust
upp á það sem gerist í þessu efni. Dæmi-
gerður efnahagsreikningur sýnir margs
konar verðmæti í geymslu, t.d. hráefni,
fullunnar afurðir, húsnæði og vélar. Að
hluta getur verið um að ræða algjört
lágmark þess, sem komizt verður af með
til þess að vinnslan gangi snurðulaust. Að
öðrum hluta getur verið um að ræða
fjármuni, sem haldið er í þeim ásetningi
einum að hagnast sérstaklega á verð-
breytingum.
Þegar reglan um innleystar tekjur er
skoðuð í ljósi þessarar lýsingar, má greina
í reglunni tvær víddir. í annarri vídd-
inni, tímavíddinni, er um að ræða fyrir-
mæli um, að framleiðslunauðsynjar skuli
meta á (einhverju) verði, sem ræður á
kaupdegi og frá þessari virðistölu skuli
ekki vikið fyrr en við sölu.
Hin víddin tengist því formi eða á-
standi, sem fjármunurinn er talinn vera
í, en varðar þó beinlínis þann markað,
sem verðupplýsingarnar eru sóttar til. A
því sviði má greina á milli tvenns konar
markaða, markað við inntöku (entry)
gæða í fyrirtækið og markað við útför
(exit) gæða úr fyrirtækinu. Fyrir sumar
tegundir gæða, t.d. hráefni í mörgum til-
fellum, getur verið, að lítill mismunur
sé á verði, sem iðnfyrirtœki geldur fyrir
gæðin, og á því verði, sem sama fyrirtæki
mundi fá við sölu sömu gæða örskömmu
síðar. Mismunur, sem á þessum tvenns
konar verðum kynni að vera, stafaði
fyrst og fremst af flutningskostnaði, sem
seljandi yrði að taka á sig, sérstökum
sölukostnaði (kynningarkostnaði, kostn-
aði við að leita að kaupanda), sem gæti
verið hærri en sölukostnaður hjá því fyr-
irtæki, sem hefur sölu slíkra hráefna að
aðalstarfi og er því vel kynnt sem selj-
andi. Þegar í hlut eiga framleiðslutæki,
t.d. sérhæfðar vélar, getur þessi sérstaki
kostnaður orðið feiknamikill. Á inntaks-
verði og útfararverði jafnvel glænýs tæk-
is getur mismunurinn orðið tilfinnanlega
hár. Reglan um innleystar tekjur kveður
á um notkun inntaksverðs, en útilokar
37