Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1976, Blaðsíða 22

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1976, Blaðsíða 22
íslenzkir dómstólar hafa verið mjög tregir til þess að dæma söluhagnað fast- eigna skattskyldan á grundvelli atvinnu- rekstrarreglunnar og enginn hæstaréttar- dómur er til um það, að skattskylda hafi verið dæmd á grundvelli þeirrar reglu. Á þetta atriði reyndi í islenzkum liæstaréttardómi í 35. bindi bls. 337. Á árinu 1955 hof J, sem var leigu- bifreiðarstjóri að atvinnu, byggingu húss nr. 1 ásamt öðrum manni. J, sem áður hafði búið i leiguhúsnæði, flutti á árinu 1957 í aðra af þeim tveimur íbúðum, seni hann átti i þessu llúsi, en llina seldi hann. 17. desember 1958 seldi J síðan með söluhagnaði íbúð- ina, sem liann liafði búið í (íbúð a). Á sama ári hóf hann byggingu húss nr. 2, sem í voru 3 íbúðir. Árið 1959 flutti hann í eina þessara íbúða (íbúð b), cn hinar tvær seldi liann með hagnaði. Á sama ári lióf J byggingu húss nr. 3, sem var íbúðar- og verzl- unarhúsnæði. Árið 1960 liafði hann selt liúsnæði undir 5 sölubúðir í húsi þessu. Svo sem áður greinir var J leigu- bifreiðarsljóri, er hann hóf byggingu húss nr. 1, en sneri sér að alvöru að byggingarframkvœmdum haustið 1958, en hætti jafnframt leiguakstri. Skatt- yfirvöld skattlögðu söluhagnaðinn af sölu íbúðarinnar a í liúsi nr. 1 og sner- ist mál þetta eingöngu um skattlagn- ingu söluhagnaðar þeirrar íbúðar. J krafðist niðurfellingar skattsins á þeirri forsendu, að hann hefði byggt og selt hús nr. 1 og byggt liús nr. 2 til þess að eignast íbúð fyrir sig. Skiþti í því sambandi engu máli, þótt hann hefði frá hausti 1958 aðallega haft atvinnu af húsbyggingum og sölu liúsa, enda llafði hann greitt fullan tekjuskatt af þeim hagnaði, sem hann hefði haft af því. íbúð b, sem hann keyþti, hefði að fasteignamati verið stærri en íbúð a, sem hann seldi. Væri hagnaður af sölu íbúðar a því skattfrjáls, sbr. 2. mgr. e. liðs 7. gr. tskl. nr. 46/1954. Umboðsmaður ríkissjóðs hélt því hins vegar fram, að hagnaðurinn væri skattskyldur, vegna þess að salan félli undir atvinnurekstur J og einnig að hann hefði keypt ibúðina í því skyni að selja liana aftur með hagnaði, en í þeim tilfellum á undanþáguákvæðið ekki við. Héraðsdómur dœmdi söluhagnað- inn skattskyldan á þeim forsendum að J liefði reist hús nr. 1 í því skyni að selja það aftur með hagnaði og að at- vinnurekstur hans við byggingu og sölu húsa hafi byrjað með byggingu húss nr. 1. / forsendum dóms hæstaréttar segir hins vegar, að skattyfirvöld liafi ekki fært sönnur á það, að áfrýjandi (]) hafi byggt umrædda íbúð (a), sem hann bjó í, í atvinnurekstri sínum eða til þess að selja hann aftur með hagn- aði. Og þar sem hann hefði byggt sér aðra íbúð til eigin afnota innan 2ja ára frá söludegi, og fasteignamat þeirrar íbúðar (b) hefði verið hærra en hinnar seldu, þá vœri ekki lieim- ilt, skv. 2. mgr. e. liðs 7. greinar tskl., 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.