Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1976, Side 13

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1976, Side 13
eignarinnar sjálfrar, heldur taki það til þess, sem eignin gefur af sér, sbr. t. d. c. liður 8. greinar um leigur af fasteign- um og lausafé og d. liður sömu greinar um vexti eða arð af fjárkröfum. í því sambandi má m.a. vísa til norsku sjón- armiðanna hér að framan um „fordele vunnet ved kapital“. í þriðja lagi útilokar grundvallarregl- an í 10. gr. a. svo víðtæka túlkun á upp- hafsákvæði 8. greinarinnar að þessu leyti. Niðurstaðan er því sú, að grundvallar- reglan í lögunum frá 1921 hafi verið sú, að ágóði af sölu á fjármunum skatt- þegns, sem ekki fór fram í atvinnuskyni, hafi ekki talizt til skattskyldra tekna. Reglurnar í 8. grein og 10. grein a., sem í vissurn tilfellum heimila sköttun slíks ágóða, eru því með hliðsjón af þess- ari grundvallarreglu sérreglur. 3. ÞRÓUN LAGAÁKVÆÐA UM SÖLUHAGNAÐ FASTEIGNA 1921—1971 3.1. Reglurnar þrjár Grundvallarreglan var sú, að tekjur, sem stöfuðu af sölu fasteignar, töldust ekki til skattskyldra tekna; þótt maður seldi eign hærra verði en hann keypti hana, þá skoðaðist það ekki sem tekju- auki, heldur sem eignaauki og tekju- skattur var því ekki greiddur af neinum hluta söluverðsins, sbr. a. liður 10. gr. tskl. og 2. mgr. 13. gr. reglug. nr. 90/1921. f lögunum voru síðan 3 sérreglur, sem mæltu fyrir um skattskyldu söluhagnaðar fasteignar í eftirfarandi tilfellum: 1) Atvinnurekstrarreglan Salan var alltaf skattskyld, ef hún féll undir atvinnurekstur skattþegns, sbr. a. lið 10. gr. í raun leiðir upphafsákvæði 7. gr. (áður 8. gr.) og a. liður sömu grein- ar til sömu niðurstöðu, þ.e.a.s. hin al- mennu ákvæði um skattskyldu tekna af atvinnurekstri. Af þessu leiðir að skýra verður a. lið 10. gr., lokamálslið, á þá leið, að draga megi tap, sem verður á sölu fasteignar í atvinnurekstri frá al- mennum tekjum skattþegns, en ekki ein- ungis frá ágóða af samskonar sölu, enda hefur þeirri reglu verið fylgt í fram- kvæmd fyrr og síðar. 2) Gróðaskynsreglan Salan var skattskyld, ef ætla mátti, að skattþegn hefði keypt eignina eða öðlast hana á annan hátt (t.d. í makaskiptum, sbr. 11. gr. reglug. nr. 90/1921) í því skvni að selja hana aftur með ágóða. f reglugerðinni var bent á það sem leiðar- vísi um gróðaskyn, hvort aðili hefði þurft á eigninni að halda eða ekki, hvort hann hefði þurft að taka hana upp í skuld og hvort hann væri kunnur að eignakaupum í ágóðaskyni. Þarna er bent á hlutlæg at- riði, sem veitt gátu óbeina sönnun fyrir ásetningi skattþegnsins, og héldust þessi ákvæði óbreytt í skattareglugerðum, þar til gróðaskynsákvæðið var fellt niður með lögum nr. 71/1971, sbr. ákvæðin í 15. gr. reglug. nr. 245/1963. Það, sem skipti máli samkvæmt þessari reglu, var hvað skatt- þegninn hafði haft í hyggju, þegar hann eignaðist fasteignina; ef ætla mátti að hann hefði öðlast hana í því skyni að selja aftur með ágóða, reiknaðist gróðinn 11

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.