Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1976, Blaðsíða 7

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1976, Blaðsíða 7
Garðar Valdimarsson, lögfræðingur, lögg. endursk.: Um uppruna og þróun ákvæða íslenzkra tekjuskattslaga um söluágóða fasteigna Garðar Valdimarsson er stúdent jrá Verzlunarskóla Islands 1966. Hann lauk embœttisprófi í lögfrœði frá Háskóla ís- lands árið 1972 og hlaut löggildingu sem endurskoðandi á árinu 1975. Garðar var fulltrúi hjá Ragnari Ólafssyni, hrl., lögg. endurskoðanda frá október 1972 til júní 1974. Hann stundaði framháldsnám og rannsóknir i skattarétti við Kaupmanna- hafnarháskóla frá september 1974 til ágústloka 1976 og hlaut m.a. styrk frá Nordisk skattevidenskabeligt Forsknings- rdd til samningar ritgerðar um tekjuhug- tak ísl. tekjuskattslaga og þróun þess frá 1921—1971. Garðar var skipaður skatt- rannsóknarstjóri frá 1. október 1976. 1. INNGANGUR Markmið þessarar greinar er að gefa yfirlit yfir þróun ákvæða íslenzkra tekju- skattslaga um söluágóða fasteigna frá því er fyrstu almennu lögin um tekjuskatt og eignarskatt voru sett árið 1921 til núgildandi tekjuskattslaga nr. 68 frá 15. júní 1971. Ennfremur að lýsa nokkuð norrænum fyrirmyndum þessara reglna og þá aðallega dönskum. Hliðsjón verð- ur höfð af þróun dönsku reglnanna og reynt að bera nokkuð saman úrlausnir dómstóla og stjórnvalda á íslandi og í Danmörku um þetta efni. Á því hálfrar aldar tímabili, sem hér er um að ræða, hafa verið gerðar veru- legar breytingar á reglunum um sölu- ágóða fasteigna. Yfirlit yfir þróunina og skýring ýmissa grundvallarsjónarmiða, sem að baki regiunum liggja, ætti að geta stuðlað að betri skilningi á því, hvaða reglur gildi um þetta réttaratriði í nú- gildandi rétti. Einnig ætti það að geta verið til þess fallið, að vekja menn til umhugsunar um, hvert sé fordæmis- og skýringargildi þeirra úrskurða og dóma, sem upp hafa verið kveðnir í gildistíð eldri laga. Greinin fjallar ekki um sölu fasteigna, sem fyrndar hafa verið í atvinnurekstri, eða um þau sérstöku vandamál, sem tengd eru sölu og uppgjöri fyrninga slíkra eigna, sbr. t.d. 5. mgr. E. liðs 7. greinar og 15. grein núgildandi tskl. nr. 68/1971. Greininni er fyrst og fremst ætlað að vera lögfræðilegt yfirlit yfir reglurnar, en hún fjallar hins vegar ekki um það, hvernig uppgjöri ágóðans er háttað, eft- ir að öll réttaratriði liggja fyrir. 2. REGLURNAR SAMKVÆMT LÖGUM NR. 74/1921 UM TEKJUSKATT OG EIGNAR- SKATT OG FYRIRMYNDIR ÞEIRRA í NORSKUM OG DÖNSKUM SKATTALÖGUM 2.1. Inngangur í fyrstu íslenzku skattalögunum nr. 23/ 1877 er ágóði af sölu eigna ekki talinn til skattskyldra tekna. í I. kafla reglugerð- arinnar nr. 57/1878, sem sett var sam- kvæmt lögunum segir: „Hins vegar eru það einungis eiginlegar tekjur, er skatt skal af greiða, en eigi það, sem maður fær í aðra hönd í kaupum og sölum án þess að það auki fjármuni manns, svo
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.