Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1976, Blaðsíða 32

Tímarit um endurskoðun og reikningshald - 01.02.1976, Blaðsíða 32
Bjarni Lúðvíksson XI. Þing norrænna endurskoðenda Dagana 19.—22. júlí var haldið í Reykjavík XI. þing norrænna endurskoð- enda. Var það í fyrsta sinn, sem félag löggiltra endurskoðenda hefur séð um þinghaldið. Þetta þing var hið fjölmenn- asta, sem haldið hefur verið til þessa og komu hingað á sjöunda hundrað nor- rænna gesta, þar af um þrjú hundruð endurskoðendur. Fimmtíu og fimm ís- lenzkir endurskoðendur sátu þingið, auk þess sem makar þeirra tóku þátt í því samkvæmislífi, sem iðkað var, þegar hlé gafst frá þingstörfum. Að baki öllum undirbúningi þingsins lá mikið starf og erilsamt og luku þing- menn upp einum rómi, að mjög vel hefði verið að honum staðið. í fremstu víglínu við undirbúninginn voru meðlimir und- irbúningsnefndar, þeir Halldór V. Sig- urðsson formaður, Atli Hauksson, Bergur Tómasson og Ólafur Nilsson. Eiga þeir skildar beztu þakkir annarra þingmanna, sem nutu ávaxtanna af erfiði þeirra. Setning þingsins fór fram við hátíð- lega athöfn i Háskólabíói. Halldór V. Sigurðsson þingforseti bauð gesti vel- komna og setti þingið. Fórst honum það hönduglega með stuttri og gagnorðri ræðu. Hlaut hann fyrir lófatak mikið hjá þingheimi. Því næst héldu önnur stór- menni stuttar tölur í tilefni dagsins. Það voru þeir Bo Fridman, formaður norræna endurskoðendasainbandsins, Guðlaugur Þorvaldsson, rektor í Háskóla íslands, Francis Shearer, forseti Evrópusambands endurskoðenda og Matthías Á. Mathiesen, fjármálaráðherra íslands. Voru ræður þeirra allar hinar áheyrilegustu og var þeim vel fagnað. Hópur hljóðfæraleik- ara fór með vmislega norræna tónlist inn á milli ræðuhaldanna og fannst þingmönnum það vel til fundið. Þingið var haldið að Hótel Sögu og í Háskóla íslands. Fjallaði það um tvö mál, sem varða mjög stétt endurskoð- enda: I. Góð endurskoðunarvenja í nútíð og framtíð. II. Áritun og skýrsla endurskoðenda. Flutt voru fjögur framsöguerindi um efnin af þeim Bertil Edlund, Svíþjóð, S. E. Schaumburg-Miiller, Danmörku, Erik Amundsen, Noregi og Tage Andersen, Danmörku. Báru þeir sig allir vel í ræðu- stóli, og þótti þingmönnum gott að hlýða máli þeirra. Að loknum ræðuhöldum þessum, var þingmönnum skipt í átján starfshópa, sem hver um sig fjallaði um afmörkuð vanda- mál innan dagskrárefnanna. Stóðu um- ræður þessar í tvo daga með stuttum hlé- um. Var leitast við að ná fram sem mestri einingu um niðurstöður innan hvers hóps, eftir að málin höfðu verið rædd frá öll- um hliðum. Tókst það áfallalítið í flest- um hópunum. Talsmaður og skrifari hvers hóps skiluðu síðan af sér niðurstöðum til níu manna nefndar, sem rökræddi þær í hringborðsumræðum síðasta dag þings- ins til þess að reyna að gefa þingheimi öllum heildarmynd af starfi hópanna. Hringborðsumræður þessar þóttu fara hið bezta fram, enda var þar valinn mað- ur í hverju rúmi og þóttust þingmenn hinir fróðustu að þeim loknum. Til marks um hve þungt þessum riddurum 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit um endurskoðun og reikningshald

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit um endurskoðun og reikningshald
https://timarit.is/publication/1257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.